Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 2
478 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS höfðu líklega gert það til þess að losna við samfylgd okkar, því að þeir voru með stóran rekstur. Við heldum svo að Gröf í Skaftártwrgu og gistum þar um nóttina Nú feng- um við fjórða manninn til þess að hjálpa okkur við reksturinn vestur yfir fjallið, eins og það var kallað. Við lögðum á stað frá Gröf árla á fimmtudagsmorgun og stefndum í norðurátt til fjalla. Þá var hæg norðaustan gola, skýað loft og fremur kalt og leit út fyrir að rigna mundi. Við fórum norður svokallaða Þorvaldsaura, því að það var beinna en fara venjulega leið. Okkur skilaði drjúgum, en er við höfðum verið tvær stundir á ferðinni, var komið fjúk, eða hríð- arhraglandi. Við heldum nú alla leið norður í svonefnd Álftavötn. Þar eru hagar góðir og þar hvíld- um við fé og hesta, og fengum okkur matarbita. Var hríðin þá tekin að aukast og dreif niður snjó, en veður var enn hægt. Við höfð- um ætlað okkur að ná í Kýlinga um kvöldið, en þangað var enn langur vegur. Við heldum nú áfram, en hríðin jókst stöðugt eftir því sem norðar kom á fjallið og tafði snjórinn ferðalagið. Var farið að bregða birtu er við komum í Jökuldali, og þótti þá ekki ráðlegt að halda lengra, en þaðan er 7 km. leið í Kýlinga og vegur heldur seinfar- inn. Þarna í Jökuldölum var sauð- fjárrétt, því að þar draga Skaftár- tungumenn og Landsveitarmenn sundur fé sitt í haustgöngum. Inn í þessa rétt rákum við féð og höfð- um hestana þar líka. En vegna þess að einn veggurinn var ekki full- gerður, tjölduðum við í skarðinu og lokuðum þannig réttinni. Við hreiðruðum nú um okkur í tjöldunum, en hlýlegt var þar ekki. Létum við það þó ekki á okkur bíta. Samíerðamenn mínir voru ungir menn, röskir og kjarkmikl- ir, og blöskraði ekki allt. Við vor- um þó ekki vel undir það búnir að hreppa hríð á fjallinu, því að allir voru hér ókunnugir. Að vísu hafði eg farið þessa leið einu sinni, en það var að sumarlagi. Piltarnir úr Veri höfðu aldrei ^arið á fjöll, en Skaftártungumaðurinn hafði einu sinni komið í Jökuldali í haustgöngum, en ekki lengra. Og enn var löng leið til bvggða. Hríðin magnast Við vonuðum að nírta mundi upp með morgni, en sú von brást. Það hafði kyngt niður snjó alla nóttina, komin mikil ófærð, og enn var þreifandi hríð. Vindur var enn að norðaustri, en til allrar hamingju var hann hægur. En vegna þess var snjórmn jafnfall- inn og aíls staðar svo mikil kafa- ófærð, að ekki var unnt að koma fénu úr sporunum nema með því móti að hafa hestana á undan, láta þá troða braut og reka svo féð í hana í halarófu. Hér var hvergi snöp að fá, hvorki fyrir fé né hesta. Var því ekki um annað að gera en halda látlaust áfram. Það var gert, en ósköp miðaði okkur hægt. Venja var þá er Skaftfellingar fóru með fjárrekstra um Land- mannaleið, að þeir hefði náttstað í Kýlingum. Þar er ágætur hagi. Og svo var reist þar sæluhús. Við fórum þar fram hjá. Var hvort tveggja, að okkur þótti krókur að fara þangað, og dagleiðin heldur stutt, því að í Kýlingum hefðum við orðið að nátta okkur Við held- um því áfram og komust. um kvöld- ið í Landmannalaugar. Höfðum við þá verið allan daginn að fara þar á milli og Jökuldala, en það er ekki nema 14 km. leið Má á því sjá, að seint hefir gengið, enda var ófærðin mikil og féð farið að þreytast. Undir hraunbrúninni hjá Land- mannalaugum voru þriár réttir litlar. Þær voru nú fullar af snjó og byrjuðum við á bví að troða snjóinn og síðan tróðum við fénu þar inn. Ekki var þarna neinn haga að fá, því að svo var snjór- inn mikill að engin skepna gat náð til jarðar. Sæluhúskofi stóð á fitinni þar skammt frá. Gólfið í honum var hellulagt, en mikil for þar inni. Grjótbálkur var þar inni við stafn og fyllt með mold á milli stein- anna. Þangað fluttum við nú mal- poka okkar og hunda, og hest- ana höfðum við einnig inni í kof- anum hjá okkur. Við gáfum þeim brauð og smjör, hundunum gáfum við kjöt, en sauðféð fekk auðvitað enga næringu. Áhyggjur Altaf var sama fannkoman, en vindur hægur. Við snæddum nesti okkar og lögðumst síðan til hvíld- ar, þreyttir eftir daginn. Félögum mínum sofnaðist furðu vel, en mér varð ekki svefnsamt, því að miklar áhyggjur sóttu að mér. Eg var far- arstjórinn og á mér lenti því á- byrgðin á þessu ískyggilega ferða- lagi. Ef hann hvessti nú þá mundi * voðinn vís. Féð mundi sennilega drepast allt í höndunum á okkur, og vafasamt hvort við myndum sjálfir hafa frá tíðindum að segja. Áhyggjurnar út af fénu voru þó þyngstar. Þarna vorum við með aðalverslunarvöru bændanna í sveitinni, og afkoma margra var undir því komin, að við kæmumst með kindurnar til Reykjavíkur. í hópnum voru um 150 sauðir og þeir gátu að vísu þraukað lengi þótt færð væri ill o? þeir fengi enga næringu. Þessj sauði áttu efnabændur. En ungféð og hið rýr- ara var eign hinna efnaminni, og þeir máttu alls ekki við því að t «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.