Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGlJNBLAÐSINS 479 • ■<«*'*( Frá Landmannaleið. Fremst er Kýlingavatn og Kýlingar. Þar á bak við sér á Jökulgilskvísl og handan við hana er Frostastaðaháis og Frostastaðavatn. Bak við það sér í Dómadal. Handan við hann eru Lifrafjöll, en yfir þau gnæfir Löðmundur, og undir honum er Landmannahelli. (Ljósm. Páll Jónsson). missa það. Og nú sýndist mér eng- in von um að því yrði biaigað. Enn voru hartnær 70 km til manna- byggða. Og eftir því sem nú horfði voru engar líkur til þess, að neinir hagar fyrir sauðféð væri á þeirri leið, en snjórinn svo mikill og ó- færðin að táplitlu fé var ekki ætl- andi að komast alla 'eið. Þessar hugsanir sóttu að mér í myrkrinu þessa nótt i sæluhúskof- anum í Landmannalaugum, og gerðust ærið áleitnar Framundan voru erfiðleikar sem eg gat ekkert ráðið við. Að síðustu beit ég á jaxl- :nn og hét því að eg skyldi gera allt sem eg gæti til að ráða fram úr þeim. Eg skyldi reyna að bregð- ast ekki sveitungum minum, sem höfðu trúað mér fyrir mestum hlut eigna sinna. Að taka þá á- kvörðun var hið eina, sem ég gat gert, eins og nú horfði. Og svo leið nóttin. E« fór árla á fætur að gá til veðurs, og varð eg þá fegnari en frá verið sagt, er úti var skafheiður himinn og stillilogn. Eg vakti félaga mína pegar. Við gáfum hestunum aftur brauð og hundunum kjöt, en vesl- ings sauðféð fekk ekkert. að eta nema snjó. Það gnísti tönnum af hungri og það gutlaði í því þegar við hleyptum því út. Brotizt áfram Eg batt nú hestana saman og íagði á stað með þá á undan upp Frostastaðaháls, til þess að gera slóð íyrir féð. Hálsinn er allhár og brattur, með mörgum gjám og glufum, sem ekki var uægt að var- ast þar sem fönn var yfir allt. Eg lenti stundum í þessum sprungum, en vegna þess að eg var á undan hestunum, gat eg varnað því að þeir lenti þar ofan í. Svo djúpur var snjórinn upp hálsinn, að hann var hestunum á bóghnútu, en laus í sér, svo að þeir óðu fram úr hon- um. Féð var rekið í slóðina, og varð að fara allt í halarófu, því að utan við slóðina fór það á kaf. Og þegar eg leit aftur af hálsinum þótti mér lestin furðu löng. Hún seig þó áfram jafnt og þétt og þegar upp á hálsinn kom var ó- færðin ekki nema í hné á hestun- um. Þannig mjakaðist áfram vestur í Dómadal. Sögn er að nafnið sé dregið af því, að þar hafi eitt sinn verið haldið dómþing til þess að skera úr þrætu milli Rangæinga og Skaftfellinga. Um Dómadal rennur lítill lækur og beggja meg- in við hann eru grasfitja.r, en þær urðu okkur ekki að aeinu gagni vegna fannkyngi; þar var ekki við- lit að hestar né kindur gæti náð í jörð. Enn var haldið áfram og mjak- aðist lestin hægt og hægt vestur á móts við Lifrafjöll. Psu eru ekki mjög há, en snarbrött. Sunnan í þeim eru mjög grasgefnar torfur og hafði snjórinn nú hlaupið fram af þeim, vegna þess hvað þær eru brattar, og þarna sáum við loks- ins í auða jörð. Við tróðum braut fyrir sauðféð upp í torfuna og rák- um það svo þangað, og tók það nú ærlega til matar síns. Við reittum ofurlítið af grasi og skár- um melstengur, sem stóðu upp úr snjónum, handa hestunum, en það var heldur lítil næring tyrir þá. Veður var dásamlega fagurt og þarna áðum við í tvær klukku- stundir. Var svo lagt á stað aftur og var féð nú miklu hressara en áður. Þegar vestur fyrir Lifrafjöll kom, skipti alveg um. Var auðséð að þar hafði ofsarok fylgt hríð- inni, því að það hafði skafið snjó- inn og barið hann saman í háa og mikla skafla. Virtist mér þá sem forsjónin hefði haldið verndar- hendi yfir okkur, því að ef við hefðum lent í slíku veðri, sem þarna hafði gengið yfir voru mjög litlar líkur til þess að við hefðum ratað, eða getað hamið féð. Veður-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.