Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 4
480 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ofsinn mundi hafa rifið það út úr höndunum á okkur, lamið það nið- ur og kaffært í snjó. Og skyldum við þá ekki hafa farið sómu leið- ina? Skaflarnir voru svo harðir að þeir heldu sauðfénu, en í þeim voru umbrot fyrir hestana. En nú þurftum við ekki að láta hestana ryðja braut. Það mátti fara með þá á eftir og krækja fyrir verstu skaflana, eða fara yfir þá þar sem þeir voru lægstir. Gekk nú allt að óskum og varð mér hugléttara, því að nú vonaðist eg eftir að kom- ast með féð lifandi af fjallinu. Um kvöldið vorum við komnir á móts við Löðmund. Þar eru slétt- ur með gisnu grasi o? tjörnum. Þarna stóðum við yfir fénu fram í myrkur, en því líkaði ekki grasið og var mjög óspakt op vildi rása. Er það og einkenni a sauðfé, ef það verður mjög soltið. að það unir verst í haga fyrst í stað. Þegar myrkur var komið rákum við það svo inn í Landmannahelli, en fór- um síðan með hesta okkar í gangna mannakofa, sem þar var. í kofanum áttu Landmenn geymda nokkra heysekki. Eg rpðist á þann stærsta, en þann átti Oddur bóndi í Lun- ansholti. Þarna fengu hestamir ilmandi töðu og urðu heldur fegn- ir. Við gátum kveikt liós í kofan- um og hitað okkur kaffi, og fannst nú sem við værum komnir í ný- an heim, þar sem allt lék í lyndi. Sváfum við svo vel og áhyggju- laust um nóttina. Mesta hættan liðin hjá Snemma morguns löpðum við á stað og gekk ferðalag'ð ágætlega í fyrstu. En svo kom þíðviðri og þá heldu fannirnar fénu ekki leng- ur. Gerðist það nú ragt að leggja út á þær, svo við urðum nú enn að láta hestana brjóta því braut. Þegar við komum vestur í Sölva- hraun, fór snjór að verða minni og greiðfærara að því leyti, og er vestur fyrir Rangárbotna kom, var þar sama sem enginn snjór. Stórhríðin hafði ekki nað lengra en í Sölvahraun. Nú var haldið suð'jr slétturnar meðfram Ytri-Rangá, en þá var farið að halla degi. Þó náðum við í Stóra Árbug áður en dimmt var orðið. Þar er góður hagi og þar ætluðum við að hafa féð um nótt- ina. Það tók þegar vel til matar síns og dreifði úr sér, en við stóð- um yfir því fram í mvrkur. Var þá komin mikil rigning af austri. Við fórum þá niður að Merkihvoli, sem er þar stuttan spöl fyrir sunnan og tjölduðum þar og heft- um hestana. Síðan drógum við okkur í tjöldin, tókum til nestis okkar og vorum kátir því að nú heldum við að öllum brautum væri lokið. En er við vorum að enda við máltíðina, heyrðum við jarm í fé og nokkrar kindur rákust á tjaldstögin okkar. Við hlupum út, bví að við þóttumst vit.a, að þarna væri fé okkar komið en gátum ekkert séð, því að .nvrkrið var glórulaust og úrhellis rigning. Var því ekki um annað að gera en bíða morguns. Daginn eftir var austan stór- viðri og rigning engu minni en kvöldið áður. Við fórum að leita að fénu. Engin einasta kind var í góða haganum, þar sem við höfð- um skilið við þær kvöldið áður, en nokkur hópur var hjá hestunum. Þá sáum við, að við höfðum gert ærið glappaskot, að skiiia hestana ekki eftir hjá fénu. Það var orðið svo vant því að elta þá, að það hefir farið úr haganum til þess að leita að þeim. Við smöluðum öllum kindum, sem við sáum, og rákum svo hóp- inn til réttar á' Galtalæk. Þar drógum við úr þær kindur, sem við áttum ekki, og kom þá í ljós, að okkur vantaði 12 kindur og þar á meðal tvær forustukindur, sem við höfðum treyst á. Eg bað nú pilta mina að sitja yfir fénu í haga, en fekk sjálfur léðan óþreyttan hest og fór að leita, og leitaði allan daginn, en fann enga kind. Þetta var slæmur dagur, og hann dundi a okkur ein- mitt þegar við vorum nýsloppnir úr tvísýnunni á fjallinu og komn- ir til mannabyggða og öllu átti að vera óhætt. — ★ — Héðan af get eg farjð fljótt yfir sögu. Eg skrapp að Lunansholti til þess að friðmælast við Odd út af heyráninu og var það auðsótt mál. Skaftártungumaðurinn skildi við okkur á Galtalæk, en við heldum áfram ferð okkar og fengum versta hrakningsveður. Féð rakst illa, því að nú vantaði forystukindurnar. Þó komumst við til Reykjavíkur án þess að tapa fleiri kindum. En þessar 12 töpuðust þó ekki alveg. Það var réttað á Rangárvöllum daginn eftir að við fórum þaðan og þar komu þær og voru seldar á uppboði gegn greiðslu út í hönd. Eg fekk andvirði þeirra með góð- um skilum og affallalaust. Heim komum við á 15 degi frá því við lögðum á stað. Engin óhöpp höfðu komið fyrir, hvorki á mönn- um né skepnum, og var það talið furðulegt, eins og við höíðum kom- izt í hann krappan. Mig minnir að þetta hafi verið seinasti sláturfjárrekstur um Land- mannaleið, því að uop úr þessu hófst sauðfjártaka í Vík í Mýr- dal. Einn af ferðafélögum mínum er enn á lífi. Það er Kristján Páls- son í Skaftárdal. Á. Ó. skráði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.