Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 483 GRÝLA Áöur fyrr, meö belg á baki, á bæi grýla feröir tók, búfé rœndi og börnum leiöum, byggöamúgsins skelfing jók. Vakkaöi viö gátt og glugga grimm á svip um húmdimm kvöld, fólsku ftyrst og flá í ráöum, fœldist Ijóssins dýröarvöld. Löngu dauö er gamla grýla, en ganga nýar heims um slóö, hálfu verri hinni fyrri, heimta fleiri líf og blóö. Máttarvöldum birginn bjóöa, böls og nauöa tendra stríö. Aldrei voöi uggvænlegri ögraöi hrjáöum jaröar lýö. Hinar nýju gervigrýlur ganga ei um. meö belgina. Ægiflaugar elds og dauöa út þœr senda í geimana. Loftin eiturlœvi blanda, loka friöarskjólunum. Væri hollt þær vísdómsgrýlur vesluöust upp á rólunum. — KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. gengið inn á braut náttúrulækn- ingastefnunnar, en beita að sjálf- sögðu venjulegum rannsóknarað- ferðum og lyfjum, þegar þeir telja það sjúklingnum fyrir beztu. Stéttarbræður þeirra ganga ekki svo langt að kalla þá „skottu- lækna“ almennt, heldur gefa þeim einatt heitið „Aussenseiter“, sem hefir ekki ósvipaða merkingu og „útlagi“. Þessir læknar skipta sennilega hundruðum fremur en tugum í Þýzkalandi, og margir reka þeir einkahæli, sem eru við- urkennd af heilbrigðisstjórn og sjúkrasamlögum. Á hinn bóginn hefir svo risið upp stétt manna, sem kallaðir eru „Heilpraktiker“. Áður fyrr voru þeir með öllu réttlausir og lítt lærðir. En þeir bundust samtökum, stofnuðu til skólahalds eða nám- skeiða. Og loks fengu þeir því til leiðar komið, með sterkt almenn- ingsálit að baki, að þeim voru með lögum veitt takmörkuð lækninga- réttindi. Þeir verða að sækja nám í líffærafræði, lífeðlisfræði, sjúk- dómafræði o. fl. og gangast undir strangt próf, að sjálfsögðu undir ef tirliti heilbrigðisst j órnarinnar. Og þeim er heimilt að taka greiðslu fyrir ráðleggingar sínar. Að öðru leyti er þeim ekki heimilt að inna af höndum venjulegar læknisað- gerðir og lyfseðla mega þeir ekki skrifa — nema fyrir lyfjum sem fást afgreidd án lyfseðils. Slíkir „læknar“ skipta hundruðum í Þýzkalandi, og er þeirra mikið vitjað. Fjöldi manna leitar ein- göngu til þeirra sem fastra heim- ilislækna. Meðal almennings á náttúru- lækningastefna miklu fylgi að fagna í Þýzkalandi. Innan hennar skipa menn sér í flokka, eftir því hvaða forystumanni þeir hafa kynnzt eða þeir telja að athuguðu máli beztan. Þannig hefir fjöldi manna aðhyllzt mataræði og lifn- aðarhætti Are Waerlands, sem um árabil flutti hér fjölda fyrirlestra, og eftir fráfall hans hefir ekkja hans, frú Ebba Waerland, unnið stefnunni fylgi. Er nú hér starf- andi Waerlandsfélag, sem gefur út mánaðarrit, og Waerlandshæli eru hér starfandi, sumum stjórnað af lærðum læknum. Áhugi almennings lýsir sér m. a. í því, að í hverri borg og í smá- bæum — svo sem hér í Brúckenau með aðeins 6 þús. íbúa — hafa risið verslanir, sem kallaðar eru „Re- formverslanir“ — en Reform þýðir endurbót —, og hafa á boðstólum margs konar heilnæmar matvörur, sem ella eru ekki fáanlegar. Versl- anir þessar hafa bundizt samtökum og gefa út mánaðarrit, sem þær út- býta ókeypis til kaupenda, og er þar margan fróðleik að finna. Þær eru í einkaeign og virðast dafna vel. Hvítur sykur sést hér ekki. og ekki heldur venjulegt hvítt hveiti eða fullfægð hrísgrjón, né heldur venjulegt kaffi, sælgæti eða gos- drykkir, og að sjálfsögðu ekki öl, tóbak né áfengi. í hinni litlu versl- un hér í Bruckenau eru heldur ekki seldir ávextir eða grænmeti. En í stærri verslunum eru þær vörur einnig á boðstólum og þá reynt að afla þeirra frá garðvrkjustöðv- um, sem nota ekki tilbúinn, heldur lífrænan áburð úr safnhaugum. Hér eru seld ýmis konar brauð og keks, m. a. slíkar vörur kenndar við Waerland og fleiri forystumenn náttúrulækningastefnunnar. Bruckenau i ágúst 1960

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.