Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 8
484
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Solskinsdagar á Búðum II.
Kirkjan á Búðum
HRAUNHÖFN var vestasti bær í
Staðarsveit og var þangað um hálf
þingmannaleið frá Staðarstað.
Þetta var langur og erfiður kirkju-
vegur og þess vegna var snemma
á öldum reist bænhús í Hraun-
höfn, eða hálfkirkja, en efasamt er
talið að það hafi verið graftar-
<irkja. í þessari kirkju messaði
oresturinn á Staðarstað endrum og
íinnum og er sennilegt að hún haf i
jpphaflega verið fyrir Hraunhöfn
5g Bakka og ef til vill Kálfárvelli
lika, og síðan, er býlum fjölgaði
barna, hafi þau einnig átt þangað
sirkjusókn.
Þegar Bent Lárusson kom að
'iraunhöfn var þarna torfkirkja
njög hrörleg og bláfátæk. En er
íann fluttist að Búðum og reisti
jar Bentsbæ, fekk hann leyfi Jóns
Mskups Vídalíns til þess að taka
liður kirkjuna í Hraunhöfn og
*eisa aðra á Búðum, og skyldi það
/era graftarkirkja og guðsþjónust-
ir fara þar fram reglulega. Veitti
Mskup hínni nýu kírkju þá al-
drkjurétt.
Nú kom að því að kirkjunni
;kyldi valinn staður, en þá kom
ipp úr kafinu, að hvergi í Búða-
andi var jarðvegur nógu djúpur
;il þess að þar væri hægt að taka
jröf. Hér var alls staðar hraun
indir og grunnt á því Virtist nú
oku fyrir það skotið, að kirkja
jæti verið þarna. Urðu Bent þetta
Tiikil vonbrigði og öllum Búða-
¦nönnum, sem höfðu hlakkað til að
íingast nýa kirkju.
Til er munnmælasaga um það
avernig þetta vandræðamál leyst-
„Kirkjan er endurreist ár 1848, án styrks þeirra andlegu feðra".
ist og er hún á þessa leið:
Þegar í öll skjól virtist fokið,
var leitað ráða gamallar og fram-
sýnnar konu þar á staðnum. Hún
íhugaði málið um stund, en lagði
síðan svo fyrir, að bundið skyldi
fyrir augun á manni og hann leidd-
ur á stað sem hún til tók. Þar
skyldi honum snúið í hring unz
hann væri orðinn algjörlega átta-
villtur. Þá skyldi honum fenginn
örvabogi og þrjár örvar, og ein
þeirra merkt krossi. Þessum örvum
skyldi maðurinn svo skjóta af
handahófi, og þar sem merkta örin
kæmi niður, þar ætti kirkjan og
kirkjugarðurinn að vera.
Nú var farið að ráðum kerlingar,
en lítt fannst mönnum úr rætast er
það kom í Ijós, að merkta örin
haiði leitað staðar í víðri hraun-
hvos, þar sem ekki var neinn jarð-
vegur. Þótti mönnum nú sem
gömlu konunni hefði brugðizt
bogalistin allhastarlega. En hún
var gallhörð á því að þarna hefði
forsjónin valið kirkjunni og kirkju-
garðinum stað, og væri nú ekki um
annað að gera en fylla hraunhvos-
ina af sandi. Það var svo gert og
fekkst þá þarna nógu djúpur graf-
reitur. Og svo segja menn, sem tek-
ið hafa grafir í Búðakirkjugarði,
að þar sé eintómur sjávarsandur
undir. Sýnir það að sögnin hefir
við rök að styðjast, en sennilega
hefir það verið Bent sjálfur sem
fann upp á því, að láta vinnumenn
sína og Búðamenn fylla hvosina af
sandi. Hefir þetta eflaust verið
geisimikið verk, því að kirkjugarð-
urinn er nokkuð stór. En þegar