Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 14
490 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er, svo slökkvilið komist þangað á sem skemmstum tíma. Hann má ekki láta sér missýnast halda að það sé reykur af skógareldi, sem ekki er annað en þokuslæðingur, eða reykur upp úr e'mvagni, því að þá gabbar hann slökkviliðið, og á því er hart tekið. Frá þessari stöð má eygja 35 aðra varðturha, sem settir eru þar sem bezt er útsýn yfir skógana. Það er ekki erfitt ve.rk að vera skógarvörður, en það krefst ár- vekni og samvizkusemi Vörð þarf að halda allan sólarhrínginn. Gefa þarf nánar gætur að því hvar þrumuveður er í aðsigi pví að um helmingur allra skógarelda stafar af því að eldingum lystur niður í skóginn. Þegar eldingum slær niður í tré, fuðrar það stundum upp og stend- ur í björtu báli. En ef tréð er feysk- ið, getur eldur leynzt inni í því í marga daga. Þess vegna verður að gefa nánar gætu að því hvar eldingu slær niður, og hafa vak- andi auga á þeim bletti marga daga, eða þar til öll hætta er úti. Tvisvar á dag hafa varðmenn samband við höfuðstöðvarnar í síma til þess að gefa skýrslu. Ef þeir gleyma að hringja eða svara ekki hringingu, þá halda þeir á höfuðstöðvunum að eitrhvað sé að, og þá er hraðboði sendur þangað, tafarlaust. Frístundir sínar nota varðmenn til þess að sækja vatn — það þarf að sækja langa vegu — og kljúfa skíð. Hér er hættulaust að ferðast um skógana, því að í bessari hæð eru hvorki eitursnákar né eitraðar jurtir. Hér eru að vísu birnir, en þeir forðast manninn, nema ef um er að ræða beru, sem bykist þurfa að verja húna sína. Ef varðmaður hef’r opið auga fyrir náttúrunni, þá er hér margt skemmtilegt að sjá, t. d. þegar broddgeltirnir eru að naga sköft á verkfærum hans til þess að ná í saltbragðið af handsvita hans. Þá er líka gaman að horfa á bjórana vera að gera stíflur í læki. Eða þá skógarrottuna, sem ?)tur um að stela gljáandi munum og hlaupa á brott með þá. Þarna er fullt af berium og þau eru sælgæti og gaman að tína þau. Og í rjóðrinu umhverfis turninn er varla hægt að þverfóta fyrir lilj- um, sem eru um fjögur fet á hæð. Blómin eru stór og hanga þar eins og skrautperur á jólaUöám. Þegar heitt er í veðri koma á- hyggjurnar, því að pá er von á þrumum og eldingum. Fyrsta þrumuveðrið kom um miðja nótt og vaknaði eg við drunurnar og brak og bresti í skóginum. Eg rauk á fætur og út í turn, en þótt skammt væri að fara varð eg hold- votur á leiðinni, svo var regnið óskaplegt. Þrjár stundir var eg úti í turninum og aðrar eins eldingar og þá voru hefi eg aldrei fyr aug- um litið. Þeim sló niður í tré sitt á hvað, og í einu vetfangi urðu trén að eldstólpum. Sumir þessir bloss- ar hjöðnuðu niður bráðlega, en eld- ur leyndist í trjánum og brauzt út nokkrum dögum seinna. Fjög- ur tré stóðu enn í björtu báli klukk- an sjö um kvöldið, og þá blossaði upp eldur sem leynzt hafði í einu tré. Upp frá þessu kom varla fyrir sá dagur, að ekki gengi á með þrumum og eldingum. Þetta kalla menn eldtímann. Vörður var haldinn þarna í skóg- unum frá því um miðjan júní og fram í miðjan september. Þó fer það nokkuð eftir veðráttu. Ef vor- ið kemur seint og er rigningasamt, er ekki þörf á vörðum fyr en í önd- verðum júlí. En ef haustið er þurrt og hlýtt, verður oft að halda vörð fram í októbermánuð As best ASBEST er undraefni, og nátt- úrufraeðingar hafa ekki enn komizt að niðurstöðu um hvern- ig það hefir myndazt. Þeir hyggja þó helzt að það sé berg, ummyndað af áhrifum jarðhita. Það liggur í göngum, sjaldan dýpra en 1400 fet undir yfirborði jarðar. Er það þar eitilhart eins og granít eða marmari. En svo má rekja það upp í hárfína þræði, jafnvel svo fína að þeir verði ósýnilegir berum augum. að er þá mjúkt eins og silki, en getur hvorki brunnið né fúnað. Það er eitt hið beztá einangrun- arefni. Til eru þrjár tegundir af as- best, hvítt, bláleitt og brúnt. Hvíta asbestið kallast kryolite, það bláa krókódolite og það brúna amosite. Hvíta asbestið kemur frá Kanada; þræðir þess eru holir svo hægt er að nota það í vefnað. Bláa asbestið kem- ur frá Suður-Afríku, og á því vinnur ekkert. ekki einu sinni sýrur. Brúna asbestið kemur frá Transvaal og er bezt til einangr- unar. Auk þessa eru asbest- námur í Rússlandi, Bandaríkjun- um og Grænlandi. Asbest er nú mikið notað til iðnaðar og í mörgum iðngreinum er það alveg ómissandi, Er svo mælt, að ef framleiðsla þess stöðvaðist, mundi bílaiðnaður og rafmagnsiðnaður vera í hættu, en kjarnorkustöðvar verða að leggja árar í bát. Ungur prestur varð gramur út af því að kona hans hafði keypt sér nýjan kjól. — Hvernig stendur á því, elskan mín að þú skyldir gera þetta? sagði hann. Þú hafðir lofað mér því að gera það ekki. — Óvinurinn freistaði mín, sagði hún. — Hvers vegna sagðirðu þá ékki: Vík burt frá mér Satan? — Ég gerði það, en þá hvíslaði hann yfir öxlina á mér: Og hann fer þér yndislega á bakið líka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.