Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 4
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS móðir Björns af viðskiptunum við þenna umkomulitla, góða og gáf- aða pilt. En það er líklegast að hún hafi verið ein þeirra kvenna „sem úr öllu ávalt vilja bæta“. Þær konur hafa um allan aldur verið það Ijós sem lýsti krossferil mannkynsins. —OOO— Nú kem ég loks að þeirri einu setningu í bók Sigfúsar, sem ég hét að taka upp og vil gera at- hugasemd við. Hún er þessi: „Fyrst er sól Björns Ólsens var til viðar gengin fór verulega að bera á tungli Finns Jónssonar á þeim íslenzka málfræðishimni.“ Eg vildi óska að lesendur End- urminninganna yrðu sem flestir, því að sannarlega eru þær góð bók, verulega góð. En hvort sem þeir verða margir eða fáir, verða í þeim hóp fleiri en eg, sem um þessi orð hnjóta — en líka um fátt annað, að eg ætla. Að hugsa sér að maður með þekkingu Sigfúsar Blöndals, gáf- um hans og frábærum grandvar- leik skyldi láta þetta frá sér fara. Svona gat þá vináttan og þakk- látsemin blindað jafnvel hann. Það er alkunna að milli þeirra Björns Ólsens og Finns Jónsson- ar var um skeið alls engin vin- •átta, svo að ekki sé meira sagt, og aldrei mun hafa orðið alúð- legt með þeim, þó að Björn skrif- aði vinsamlega um verk Finns á síðustu árum sínum. Það er erfitt að verjast þeirri ályktun að í til- færðum orðum Sigfúsar Blöndals sjáist ávöxturinn af kalanum. Hann kemur þarna fram í ofmati á Birni og vanmati á Finni. Það ofmat og vanmat er óumdeilan- legt. Ef tala skal um þessa tvo menn, Björn og Finn, sem sólina og tunglið, þá kemur það ekki til mála að allir samþykki að setja táknin á þá eins og hér er gert. Björn hafði eflaust fjölþættari gáfur en Finnur og var þeirra fjölmenntaðri, en um hitt munu ekki margir vilja deila að Finn- ur væri þeirra stórum mikilvirk- ari og skilaði langtum stærra og mikilsverðara dagsverki, enda náði hann hærri aldri, hafði betri starfsskilyrði svo að naumast var sambærilegt, og hann var heilsu- hraustur, en hinn heilsuveill. Sól Björns er naumast unt að segja að gengi til viðar fyr en við æfilok hans, því að starfs- kraftarnir entust honum furðu vel. En löngu fyrir þann tíma hafði Finnur unnið sín stærstu afrek. Útkomu bókmenntasögunn- ar miklu lauk rétt upp úr alda- mótum, en um hana sagði Þor- steinn Erlingsson réttilega, að þar hefir ennþá íslenzk hönd orpið bjarma á Norðurlönd. Síðan hafa komið tvær stórar sögur íslenzkra fornbókmennta eftir merka vísindamenn, en hvor- ug þeirra þolir samanburð við sögu Finns, og þó að við mund- um óska að hann hefði gengið frá henni með umbúðum svipuð- um þeim er Eugen Mogk hafði um sína, registrum og upptaln- ingu útgáfna, þá er þar ekki um höfuðatriði að ræða. Það errauna- legt að þetta ágæta rit skyldi valda okkur þjóðarskömm, en ekki er það sök höfundarins. En skömmin var sú, að menningar og manndóms skortur okkar sýndi sig í því, að við skyldum ekki flytja það yfir á okkar eigin tungu og gera það að íslenzkri þjóðar- eign. Og sannast mun það, að ef einhvern tíma seint og um síðir einhver slepjuslápur skyldi taka sér fyrir hendur að rita handa { okkur sögu fornbókmenntanna, við skulum segja í þrem bind- um (þann möguleika hafa sumir menn hugsað sér, líklega af því að í þrem bindum er saga Finns), þá mundi slíkt verk enn á ný minna með söknuði á afreksverk Finns Jónssonar og standa í skugga hans. Ef líta skal yfir störf Finns Jónssonar unnin í þágu íslenzkra bókmennta og íslenzkrar tungu, er einsætt að taka sér stöðu á þeim tindastóli sem saga þessi er og verður. Hitt er engu síður einsætt, að ekki nær nokkurri átt að telja þau hér fram eða tíunda þau. En geta ber þess, að löngu fyíir æfilok Ólsens hafði Finnur gefið út Hauksbók, Heims- kringlu og Egilssögu, svo að nefnd séu mikil þrekvirki í útgáfu forn- sagnanna. Hann hafði gefið út hina ágætu nafnabók sína (íslenzk viðurnefni og fornnorræn), gert hina endursömdu útgáfu af Lexi- con poeticum (sem Ólsen lauk miklu lofsorði á) og gert hina ómetanlegu heildarútgáfu forn- kvæðanna. Hver sæmilega upp- fræddur íslenzkur bóndi getur svo haldið áfram þessari upptaln- ingu, og hver barnakennari gert skrána geysilanga. Ekki legg ég það á mín öldruðu augu að horfa í sólina ef þetta er tunglið. —OOO— Enda þótt verk Finns Jónsson- ar væru bæði mikil og merkileg, voru þau að sjálfsögðu meira og minna ófullkomin eins og verk annara manna, allra manna, að Birni Ólsen ekki undanskildum. Stundum voru þau dæmd af engri sanngirni og beinlínis óviður- kvæmilega. Sænskur vísindamað- ur, stórlærður og án efa skarpur, mun hafa gengið lengst í þá átt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.