Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 6
42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tialldór Stefánsson Dulheimar Svipir og slœÖinga, Á FIM M mismunandi vegu — eftir fimm mismunandi leiðum — með fimm mismunandi tækjum skynjum vér umhverfi vort — umheiminn. Þessi fimm skynjunartæki nefn- ast sjón, heyrn, bragð, lykt og til- finning. Þau eru móttökustöðvar skynjananna. Frá þeim berast skynjanirnar með taugaþráðum til tilsvarandi viðtökustöðva í heilan- um, sem nema þær og meta, og geta sent boð aftur frá sér, einnig með taugum. Frá öðrum stöðvum heilans greinast taugarnar um allan lík- amann, sem stjórna hinni ósjálf- ráðu og óafvitandi starfsemi lík- amslífsins. öll skynjun og allt Kvalarar í útvarpinu hefi eg aldrei heyrt að væru óánægðir með sig og sín verk. Síðari maður Margrétar Svein- bjarnardóttur var Ólafur járn- smiður Þórðarson (ekki Sveins- son, sá var gullsmiður). Þótti hann snillíngur í sinni iðn, og nafnkunnir smiðir urðu sumir þeir, er hjá honum lærðu, nægir hér að minna á Helga Magnús- son. En jafnvel svona smávægi- legar missagnir ætla eg að ekki muni næsta margar í Endurminn- ingum Sigfúsar Blöndals. Bókin er fagur sveigur á leiði göfugs BMUUtf. Su. J. starf líkamslífsins fer fram með taugaboðum. Skynfæri einstaklinganna eru misnæm — misfullkomin. Sumir menn skynja það, sem aðrir skynja ekki. Sjónskynið er t. d. á misjöfnu stigi, allt frá sjóndepru til skarprar sjónar. Og sumir eru því sérstaka sjónskyni gæddir að sjá verur eða verönd, sem sjón manna almennt nær ekki til. Þeir menn eru kallaðir skyggnir. Ekki er sjónskyn manna sambærilegt við sjónvídd smásjárinnar. Grunn- fær ályktun væri það að ekkert sé til í sjónheimi sem almennt sjónskyn nemur ekki eða naer til. Líkt má færa til um skynfærin hin. Ekki getur maðurinn t. d. borið lyktarskyn sitt saman við þefskyn hundsins og villidýra. Getið hefir nú verið þeirra heilastöðva sem þjóna skynfær- unum og hinum ósjálfráðu störf- um líkamslífsins. Allt stjórnast líkamslífið af taugaboðum til og frá. Þá hluta heilans, sem líkams- lífinu gegna má nefna sameigin- lega líkamsheila. Hinn eða hina hluta heilans, sem sálaraflið og sálarlífið er tengt við, má þá til aðgreiningar nefna einu nafni sálarheila. — Tengsl hans við umheiminn eru með öðrum hætti en tengsl lík- amslífsins við líkamsheilann. Þau fara ekki fram með taugaboðum — ekki á efnisbundinn hátt. Þau fara fram með lífgeislum — orku- ^^^^ ^jfi ^S Bft\ ' <**WBP WUik rW Kt mi Hki ' *\ J0B ijjjjk Wk ,0*~4 ¦MHP g 1L m\*: Om ¦fek--- w» Halldór Stefánsson. straumum, bæði það sem að berst frá alheimsveröndinni og það sem frá honum berst til umheimsins. Sálarheilinn er sem líkamsheilinn bæði móttökustöð og sendistöð. Sálarlífið er margþætt. — Meg- inþætti þess má telja: hugann (hugsanirnar) — skapgerð, kennd- ir*), minni, næmi og drauma. Þeir þættirnir, sem í þessu máli koma fyrst og fremst til greina eru hug- urinn og skapfarið, sérstaklega í sambandi við skyggnigáfuna. Aðaltæki sálaraflanna — hugar og skapgerðar — til að birtast umheiminum eru talfærin. Orðin greina frá því, sem innifyrir býr í hvert sinn — blítt eða strangt. — Bros og tár, svipbrigði og til- burðir segja einnig nokkuð um tilfinningarnar. Hugurinn er fljótur í ferðum. Hann getur farið á sama tíma til himintunglanna sem til næsta umhverfis. Hann getur birzt á ýmsa vegu þeim sem næmleik hafa til að finna eða sjá orku- strauma hans. Margir finna kær- leikshuga ástvina um sig leika *) Á fyrri tíð var álitið að kennd- irnar ættu aðsetu | hjartanu. Orð og málfar, sem þeim viðkemur eru enn við það miðað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.