Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 dráp. Þá skárust Bandaríkin í leikinn og sendu þangað herlið til þess að friða landið. Það sat þar í 19 ár, en var kallað heim 1934. Þá var landið alfriðað og búið að koma á innlendri stjórn og embættismannaskipan um land allt. Bandaríkin höfðu veitt fjár- styrk til þess að ríkið gæti staðið á eigin fótum, því allt var þar í kaldakoli, er þau skárust í leik- inn. En bæði Bandaríkjastjórn og stjórninni á Haiti var ljóst, að slíkur styrkur gat ekki gengið til lengdar, með honum hlaut lýð- veldið að verða stöðugur ölmusu- þegi. Þá gerðu stjórnirnar samn- ing með sér um að Bandaríkin skyldi heldur reyna að rétta við atvinnuvegi landsmanna og koma þar á framförum. Artibonite heitir stærsta áin á eynni og rennur eftir dal, sem eitt sinn var einhver frjóvsam- asti bletturinn á jörðinni. En ura langt skeið hefir þessi dalur og sléttan niður af honum verið sem eyðimörk. í vatnavöxtum flæddi áin yfir dalinn og bar fram þús- undir smálesta af dýrmætum jarð- vegi. En í þurrkatímum verður á- in ekki nema sem lækur. Þarna hefir fólkið þó reynt að lifa, bg sumar fjölskyldur hokruðu þar á landi þar sem ekki var hægt að rækta nema svo sem fertugasta hluta úr ekru. Til jafnaðar voru tekjur manna þarna ekki nema um 25 dollarar á ári. Nú hefir verið gerð stífla í gljúfrum ofarlega í ánni, og þar fyrir ofan er komið gríðarstórt stöðuvatn. Úr þessu vatni er nú gerð áveita á 55.000 ekrur lands í dalnum, en áætlunin er að gera vatnsveitu á 80.000 ekrur lands. Og svo er verið að gera rafstöð við stífluna og á hún að fram- leiða 40.000 kw., en öll rafmagns- framleiðslan á Haiti er nú um 20 saman á fyrri öld vegna hirðu- leysis. Nú er þetta aftur orðin næst mesta útflutningsvaran. Af öðrum útflutningsvörum má nefna bómull, kakó, sisalhamp og mahogny. Bananarækt, sem nær var fallin niður, er nú í uppgangi. Fiskrækt á að auka mikið, til þess að auka fjölbreytni í matar- æði. í fiskatjörn hjá Damiens sá eg 8 punda þungan vatnakarfa, og var hann kominn af karfa frá ísrael, en þar eins og hér hefir verið lögð stúnd á fiskarækt, svo menn geti haft fisk í stað kjöts. Bjargræðis- tíminn: Sykurreyrs- uppskera. þús. kw. Á sléttunni neðan við dalinn var jarðvegur orðinn svo saltblandinn, að þar var ekki hægt að rækta grænmeti. Nú verður sléttan „afvötnuð“ og þá hefst þar ný framleiðsla. Sykurreyr er mikið ræktaður og er nú flutt út um 130 miljónir punda. Kaffi vex víða vilt og ræktun var mikil um skeið, en hefir orðið fyrir miklum skakka- föllum á þessari öld vegna þurrka, og það hefir aftur leitt af sér þröng í búi. Indigo var einu sinni mikil útflutningsvara, en drógst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.