Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 Klukkur ársins fólkið, sem horfði agndofa á þessa sýn. Þessi geisladýrð stóð í tíu mín- útur, en þá var eins og sólin losn- aði á himninum og hrapaði til jarðar og stefndi beint á fólks- fjöldann í dalnum. Menn heldu að dómsdagur væri kominn. Sum- ir æptu af skelfingu, aðrir stirðn- uðu og stóðu sem steingjörvingar. Enn aðrir hágrétu og hrópuðu hátt á guð og Maríu mey að hjálpa sér. Þeir fellu á kné niður á forarblauta jörðina, en í sömu svipan var sem sólin stöðvaðist, og síðan mjakaðist hún hægt og rólega upp á himininn aftur og skein þar eins og ekkert hefði skeð. „Kraftaverk! Kraftaverk!“ hróp- aði manngrúinn og menn grétu af ótta og gleði. Og svo uppgötvuðu menn það, að fötin þeirra voru orðin skraufþur, enda þótt þau hefði verið gegnvot áður. Þannig er sagan um sólardans- inn hjá Cova da Iria í Fatima- sókn, eins og portúgalski blaða- maðurinn A. d’Almeida hefir sagt hana. En veðurfræðingar í Portú- gal urðu ekki varir við neitt óvenjulegt þenna dag. Veðurspá veðurstofunnar í Lissabon var á þessa leið: „Stormur og regn um morguninn, bjart með köflum frá miðdegi til miðaftans“. . Síðan þetta gerðist hefir voldug kirkja verið reist á staðnum þar sem fyrirbærin gerðust, og einnig hafa þar verið reist sjúkrahús og gistihús. Þangað leitar fjöldi sjúklinga á hverju ári, og margir þykjast fá þar kraftalækningu. Staðurinn keppir við Lourdes í Frakklandi. Þangað er stöðugur straumur erlendra ferðamanna. Flugfélagið Pan American Air- ways ráðleggur ferðamönnum, sem fara frá Ameríku og ætla til Rómar, að fara af flugvélunum í Húmið vængjum vefur vetrarsnæ. Andar lofts um leiðir léttum blæ árs, sem er að kveðja, eilífð háð. Stjörnublikið bjarta blessar láð. Kveðjustund er komin, kyrrð svo djúp. Tímans hulin hendi, heit og gljúp, rétt er hrjáðum heimi á helgri stund: Hryggð og gleði geymir, græðir und. Fjarrænn ymur ómur, undurþýtt, loftsins berst á bylgjum blítt svo blítt. Nýársklukkur kalla: komið hljóð, ársins horfna heyrið hinzta óð! Klukkna hugann heillar helgimál, Lissabon og aka til Fatima, en þangað er ekki nema 3—4 stunda akstur. Þetta sýnir ef til vill bezt hvert orð fer af staðnum. Og Sal- azar einræðisherra í Portúgal fer á hverju ári til kirkjunnar að biðjast þar fyrir. Hvað varð svo um börnin þrjú, er sýnirnar sáu? Francisco dó úr inflúenzu 1919, og Jacinta lézt ár- ið eftir úr berklaveiki. Lucia er enn á lífi. Árið 1928 gerðist hún nunna og er nú í nunnuklaustri í Pontevedra á Spáni. — - Þær eru undarlega líkar lýsing- — endurminningarnar 1 eiga sál. 1 Sorg með gleði geymir geðið ungt. Flugið vængjum vonar verður þungt. 1 í hæðir samhljóms hefjast k haf og lönd, L er sem bylgjur brotni í brims við strönd. _ Mergðir miljónanna / í móðu ber. J Hvert fótatak í fjarlægð i finnst ei þér! i Hljóðnar óður. — Andartak 1 sem órætt hik, líkt og ár við eilífð skilji augnablik. Þögnin djúp, svo djúp sem geimsins t dulartóm, ársins nýa stefja’ og strengja stillir hljóm. — . Mannlífs kalið megi gróa munablóm. KRISTJÁN VIGFÚSSON. arnar á sólardansinum hjá þeim Guðrúnu Ámundadóttur og Ólafi Guðmundssyni, og því sem þús- undir manna sögðu um sólardans- inn suður hjá Fatima í Portúgal. En sá er munurinn, að Vala- hnúkur í Skagafirði og Langholt í Ytrihrepp hafa ekki verið gerð að helgistöðum. v— LEIÐRÉTTING í GREININNI Völvusögur í seinustu Lesbók misprentaðist á 1. dálki á 26. bls. hátt í staðinn fyrir lágt. Máls- greinin átti að vera: „Þótti honum af- notagjaldið furðu lágt“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.