Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 1
b*h 15. tbl. Sunnudagur 30. apríl 1961 XXXVI. árg. FLÖSKUPÖSTUR VESTMANNEYA EINA FLÖSKUNA RAK TIL NOREGS Einkennilegustu póstsamgöngur hér á landi munu hafa verið milli Vestmannaeya og lands, því að þar var hafinu falið að bera póstinn á milli. Heldust þessar póstsendingar heila öld, eða lengur. Var pósturinn fyrst í stað settur í tréstokk, en seinna í flöskur og fékk því nafnið flöskupóstur. Ekki fóru þessar póst- sendingar nema aðra leiðina, frá Eyum til lands. Hver maður, sem fann flösku með bréfum, taldi sér skylt að greiða fyrir þeim. í 1. ÁRGANGI Náttúrufræðings- ins (1931) er grein eftir Guðmund G. Bárðarson um flöskupóst Vest- manneyinga. Segir hann að kunn- ugur maður hafi sagt sér, að Þor- steinn Jónsson héraðslæknir hafi fyrstur fundið upp á þessu seint á 19. öld. En ekki er það rétt, því að svo segir í Sögu Vestmanneya eftir Sigfús M. Johnsen: „Póstur gekk milli Eya og lands um Rangár- vallasýslu. Eigi var sérlega greitt um póstgöngurnar, svo að oft kom það fyrir, að pósturinn niilli lands og eya tepptist svo vikum og mánuðum skifti. Um 1870 komst pósturinn t. d. ekki á milli í fullt missiri, eða frá því í september- mánuði og fram í marz. Til þess að bæta upp póstgöngurnar, var reynt að bjargast við flöskupóst- inn eða bréfin voru látin í stokk, og mun það af gömlum uppruna. Tóbaksspönn var stundum látin fylgja, sem þóknun til þess, er flöskuna fann og kom bréfinu til skila. Getið er flöskupóstsins hér í sambandi við ýmsa atburði. f tíðavísum, þar sem sagt er frá láti séra Jóns Arasonar í Ofan- leiti, en hann deyði 10. september 1810, er þess getið, að bóndi í eyunum hafi látið bréf um andlát séra Jóns í stokk og kastað hon- um í sjóinn, svo að fregnin bærist til lands. Skipbrotsmenn úr Þor- lákshöfn, er bjargað var af franskri skútu á vertíð 1883 og settir á land hér, sendu héðan út níu flöskur með fréttum af sér. Rak eina af þessum flökum þegar daginn eftir á Skúmsstaðafjöru í (Teikning ei'tir Halldór Petursson)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.