Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 2
230 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Útlandeyum, og komst fregnin þannig til lands“. Þegar mikið lá við, var gott að geta sent flöskuskeyti og er ein saga um það. Bágt ástand var í Veatmannaeyj um árið 1875. Fisk- afliruj brást algjörlega, svo að segja, og svo fluttu kaupmenn minna inn af matvöru en venju- lega. Um haustið var því bjargar- leysi yfirvofandi. Þá var sent skip til Reykjavíkur og átti að ná í 100 tunnur af komi, en fékk ekki nema 60. Leið svo fram yfir nýár. Þá stendur þessi frétt í ísafold 12 jan. 1876: Nú hefir borist hingað lausafregn austan úr Landeyum um, að þar hafi átt að reka flösku í land með bréfmiða frá Þorsteini Jónssyni héraðslækni, og hafi stað- ið á miðanum, að að viku liðinni mundi öll björg þrotin í Vest- mannaeyum. Hvenær seðillinn hafi verið dagsettur, höfum vér eigi frétt. Það mun hafa flýtt fyr- ir bjargarskortinum, að þrjár skipshafnir af landi, líklega fram undir 50 manns, kváðu hafa verið veðurtepptar í Vestmannaeyum nálægt 11 vikur, eða síðan skömmu eftir veturnætur. — Hinn 20. janúar gekk í norðan- garð og komust þá allir stranda- glópamir til lands og urðu fegnir. Og ekki urðu Vestmannaeyingar síður fegnir að losna við þá. Ástæðan til þess að menn tóku upp flöskupóstinn, mun hafa verið sú, að þeir höfðu tekið eftir því, að ýmislegt rekald barst á skömm- um tíma milli Vestmannaeya og Landeya. Um þetta segir Guðm. G. Bárðarson í grein sinni: Sagt er að straumar í sundinu milli lands og eya breytist með sjávar- föllum, austur með útfalli, vestur með aðfalli. Var heppilegt að senda bréfaflöskurnar með byrj- un aðfalls og þegar vindur stóð af hafi. Urðu þessar flöskusend- Hér sést í Vestmann- eyum, en þar var flöskun- um fleygt í sjóinn. ingar all-algengar og héldust þar til sími kom til Eya. Landeya- menn töldu sér skylt að greiða fyrir bréfunum. Voru þau ekki frímerkt, nema beinlínis væri til þess ætlast að þau væri sett í póst. En munntóbaksbiti var sett- ur með í flöskuna sem borgun fyrir að koma bréfinu til skila, spannar eða kvartilslangur. Þótt flestar flöskur næði áfangastað, munu margar hafa villst.--------- Síðan getur hann um flösku, sem rak alla leið til Noregs, en segist ekki vita hvenær hún var send. En hinn 16. nóvember 1894 er birt í „ísafold“ eftirfarandi bréf frá Þorsteini Jónssyni héraðs- lækni: „Hinn 4. okt. 1891 sendi ég flösku á stað til lands. í henni voru tvö bréf og dálítið af munn- tóbaki handa finnanda. Þessa flösku rak haustið 1893 við Dönö við Nordland í Noregi. Þaðan voru bréfin send veðurfræðistofn- uninni í Kristiania, og svo sendi forstöðumaður stofnunarinnar, H. Mohn, mér bréfin nú í haust. Var annað bréfið frá mér en hitt frá þáverandi stúd. Jes Gíslasyni, til manna í Landeyum (um hestút- vegun eða lán handa þeim stúd- entunum Jes og Magnúsi (syni Þorsteins) til Reykjavíkur). — Hinn 4. okt. 1891 var stormur á sunnan, gekk um kvöldið til suð- vesturs, daginn eftir til suðausturs og austurs, svo eg taldi víst að flaskan hefði náð landi“. Guðm. G. Bárðarsyni þykir að vonum ferðalag flöskunnar mjög einkennilegt, því að engir beinir hafstraumar sé frá Vestmannaey- um til Noregs. Golfstraumurinn, sem sé aðal hafstraumur frá Vest- mannaeyum, fari vestur fyrir Reykjanes, norður með Vestur- landi og austur með Norðurlandi. Fyrir Austfjörðum taki svo við kaldur íshafsstraumur (Austur- íslandsstraumur), liggi fyrst suð- ur með landi, en beygi við aust- urhorn þess til austurs og komist nærri Noregi, en þó ekki alveg að landi, vegna þess að Golfstraum- urinn liggi meðfram strönd Nor- egs. Telur hann ósennilegt að flask- an hafi flækst fyrst umhverfis hálft ísland. Hitt telur hann senni -legra, að vestanvindur hafi hrak- ið hana frá Vestmannaeyum aust- ur með landi, uns hún hafi komist inn í kalda íshafsstrauminn (Aust- ur-íslandsstrauminn) og borist svo með honum austur um haf. „Lík- lega hefir Norðmanninum, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.