Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 flöskuna fann, verið það nokkur ráðgáta, hvernig stæði á munn- tóbaksspottanum, er var í flösk- unni“, segir hann að lokum. En skyldi ekki norska veðurstofu- stjóranum hafa farið líkt? Það var ekki von að útlendingum gæti dottið í hug að munntóbakið væri sama sem frímerki.--------- Ekki er þess getið hvar flösk- unni var kastað í sjóinn við Vest- mannaeyar, en sjálfsagt hefir það verið hjá Eiðinu, því venja mun hafa verið að senda flöskurnar þaðan. í bókinni „Þorlákshöfn“ segir Sigurður Þorsteinsson frá því er hann lenti í sjóhrakningn- um mikla með Þorkeli í Óseyrar- nesi á vertíðinni 1883, en frönsk skúta bjargaði þeim og flutti þá til Vestmannaeya. Um sendingu flöskupóstsins þá, sem getið er hér að framan, segir hann svo: „Morguninn eftir bauð Sigurður (Sigurfinnsson) mér að koma með sér inn á Eiði og sjá hvernig hann færi að því „að senda póstinn", en pósturinn var flaska með nokkrum bréfum í, ekki man eg hvað mörgum, og nokkrum aurum til finnandans. Frá tappanum var vel gengið og lakkað yfir stútinn. Bréfin voru flest til nafn- greindra manna, en eitt var til finnanda flöskunnar, og var á þessa leið: „Hér kom í gær frakk- nesk fiskiskúta með Þorkel frá Óseyrarnesi og alla skipshöfn hans heila á húfi, er hann hafði fundið úti á hafi og bjargað. Þetta er finnandinn vinsamlega beðinn að hlutast til um, að verði tafarlaust tilkynnt hlutaðeigendum“. — Á leiðinni inn á Eiði mættum við nokkrum mönnum, er voru að koma frá því að senda samskonar póst, og höfðu þeir orð á því við Sigurð, að hann væri nú orðinn af seinn, en hann tók því rólega og sagði að þeir síðustu yrðu stund- um fyrstir, og varð það orð að sönnu í þetta sinn, því að einmitt þessi flaska fannst daginn eftir á fjöru nálægt Skúmsstöðum í Vestur-Landeyum, og var Sigurð- ur Magnússon dbr. og bóndi þar forgöngumaður þess, að fregnin flaug í allar áttir með ótrúlegum hraða á þeim tíma, t.d. kom fregn- in til foreldra minna á sunnudags- kvöldið 8. apríl, eða daginn eftir að flaskan fannst, og höfðum við þá verið taldir dauðir í 10 daga“. ----O---- Eyan Dönö (Duney) í Noregi, þar sem flöskuskeyti Þorsteins Jónssonar læknis fannst, mun nú vera kölluð Dönna og er á Há- logalandi, skammt fyrir norðan eyna Álöst, þar sem Þórólfur Kveldúlfsson bjó. Hún er laust norðan við 66. gr. norðurbreiddar og því í háaustur frá Langanesi sunnanverðu. Þetta mun sú lengsta leið, sem vitað er um að flöskupóstur frá Vestmannaeyum hafi farið. —OOO— Stúdentarnir Jes Gíslason og Magn- ús Þorsteinsson, sem sendu bréfin er bárust til Noregs, hefðu lengi mátt bíða hestanna ef allt hefði verið und- ir því komið, að bréfin bærist til bænda í Landeyum. En þeir voru báð- ir orðnir guðfræðingar ári áður en þeir vissu hvað um bréfin hafði orð- ið. Þeir voru jafngamlir, tóku báðir stúdentspróf 1891, og báðir guðfræði- próf 1893. Séra Jes fekk Eyvindarhólaþing 1896 og þjónaði þeim til 1904. Þá fekk hann Mýrdalsþing og þjónaði þeim til 1907. Hætti hann þá prestskap og fluttist út í Eyar og var þar til ævi- loka. Hann er nú nýlátinn í hárri ellL Magnús fekk Landeyaþing 1897 og þjónaði þeim til 1904. Þá fekk hann Mosfell í Mosfellssveit og þjónaði því prestakalli til dánardægurs 1922. Hjartasjúkdómar NÝLEGA er lokið í Los Angeles tíu ára rannsókn á hjartasjúkdómum og hverjum muni hættast við þeim. Rannsóknina gerðu margir læknar undir forustu dr. John M. Chapman við hóskólann í Kaliforníu, og hún var framkvæmd á 1859 núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Los Angel- es. Þessir menn voru á aldrinum 20—70 ára og stunduðu allskonar störf, alt frá götusópun að skrifstofu- stjórastörfum. Á þessum 10 árum dóu 135 af ýms um sjúkdómum, þar af 59 af hjarta- bilun. Og allt að því helmingi fleiri veiktust af hjartabilun. Or- sakirnar til hjartabilunar reyndust aðallega þrjár: hár blóðþrýstingur, mikið af „cholosterol“ í blóðinu, og arfur frá hjartaveikum foreldrum. Ekki fundust neinar líkur til þess að atvinna manna hefði nein áhrif í þá átt að gera menn hjartaveila. Hlut • föllin voru hin sömu hvort sem menn höfðu miklar kyrsetur eða stunduðu erfiðisvinnu úti við. Gamlir selir Á EINNI af myndum þeim, sem bandarísku vísindamennirnir á Suð- urskautslandinu hafa tekið úr lofti með ströndum fram, sáust selir djúpt niðri í jöklinum. Þetta var í skarði nokkru, langt frá sjó og þótti því merkilegt. Var nú farið að at- huga þetta betur og kom þá í ljós að þama voru 90 selir í gilinu. Jök- ullinn var nú brotinn og náðust tveir selirnir og voru þeir sendir með ís- brjóti til Bandaríkjanna. Þar tóku vís indamenn við þeim og ' rannsökuðu þá. Komust vísindamennimir að þeirri niðurstöðu, að selimir mundu vera 2600 ára gamlir. Það er álit manna að selimir muni hafa villst inn í gilið, eða flúið þang- að undan einhverjum óþekktum óvini. En er þeir voru komnir inn í gilið hafi þeir ekki ratað út aftur og þess vegna orðið hungurmorða þarna. k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.