Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 4
232 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 Leitað lyfjagrasa víðs vegar ÞAÐ lætur dálítið undarlega í eyr- um á þessari öld fúkkalyfja og annara undralyfja, að hafin skuli leit víðs vegar um jörðina að þeim jurtum, sem frumstæðar þjóðir og almenningur í öðrum löndum hef- ir notað til lækninga, jafnvel frá ómunatíð. En satt er það samt. Grasafræðingar og efnafræðing- ar hafa að undanförnu verið að safna öllum heimildum sem völ er á um lækningajurtir og lækn- ingaaðferðir þeirra, sem ekkert • hafa lært, nema af reynslunni. Og svo hafa verið gerðir út leiðangr- ar til þess að safna þessum jurt- um — rótum, blöðum, berki og blómum, meðal hálfviltra þjóða, sem heima eiga í frumskógum. Þessir leiðangursmenn reyna á all- an hátt að komast eftir því hvern- ig hinir frumstæðu læknar og lækningakonur nota þessar jurtir, og við hvaða sjúkdómum þær eru notaðar. Og svo eru sendir stórir baggar af þessu til nýtízku rann- sóknastöðva, ásamt skýrslu um fundarstað og upplýsingum um hvaða lækningamáttur fylgi hverri jurt samkvæmt upplýsingum hinna frumstæðu manna. í rann- sóknastöðvunum eru jurtirnar svo rannsakaðar nákvæmlega, og jafn- vel mörgum sinnum hver þeirra. Það eru aðallega lyfjaframleið- endur í Bandaríkjunum og Evrópu sem standa að þessu, en þó hafa ýmsar fleiri stofnanir hlaupið þar undir bagga. Um 1930 hófst ný öld í læknis- fræði. Eftir það kom hvert undra- meðalið á fætur öðru, og þá tókst r • •• • • a jorðinni mönnum að framleiða ýmis sjald- gæf efni í tilraunastöðvum. En hvernig stóð þá á þessum áhuga fyrir lækningaaðferðum frum- stæðra manna? Efnafræðingarnir þóttust þó nokkurn veginn vissir um að þeir hefðu þá þegar upp- götvað allt um lækningamátt jurta. Það var 1952 að efnafræðingun- um varð ljóst, að þeir áttu eftir að læra meira. Þá er fyrst gefinn gaumur lækningajurt, sem Ind- verjar höfðu notað um margar aldir. Það var hin svokallaða „Rauwolfia Serpentina“, sem vex í undirhlíðum Himalajafjalla. Þessa rót tuggðu Indverjar til þess að hressa sig. Þetta vissu vestræn- ir efnafræðingar, en þeir heldu að það væri ekki annað en hjátrú og kerlingabækur. Læknar vildu þó gjarna að gengið væri úr skugga um hvort nokkuð væri hæft í sögn um um eiginleika rótarinnar. Og þá var það að svissneska firmað „Ciba“ hófst handa um að rann- saka rótina. Tókst þá að einangra efni úr henni sem nefnist „serpa- sil“. Og þetta efni hefir valdið byltingu í læknavísindum. Úr því hafa verið framleidd hin svo- nefndu hressingarlyf, sem reynzt hafa framúrskarandi til þess að lækna háan blóðþrýsting og geð- veilur. Þá var það að efnafræðingarnir kipptust við. Og nú var hafin hin mikla leit að áður ókunnum lyfja- jurtum. Til þeirrar leitar er nú varið um 25 milljónum dollara á ári. HVAÐ hefir þá hafst upp úr þess- ari leit? Suður í Mexíkó vex jarðar- ávöxtur, sem kallast „yam“ og er mjög svipaður kartöflum. Úr þessari jurt hafa efnafræðingar nú einangrað efni, em hægt er að gera úr „cortisone" og kynhor- móna í stórum stíl. Það mun þykja undarlegt að hægt skuli vera að vinna hormóna úr jarðar- ávexti. En efnafræðingar höfðu þó komist að því fyrir löngu, að frumeindir þessara hormóna er að finna á ýmsum stöðum í jurta- ríkinu. Þeim hafði t.d. tekist að framleiða hormóna úr vissu af- brigði af sojabaunum. En það er miklu meiri vandkvæðum bund- ið heldur en að framleiða þá úr „yam“-ávextinum frá Mexikó. Og nú vona vísindamenn að takast muni að finna í jurtarík- inu ýmis fleiri efni, sem hafi lækningamátt á ýmsum sviðum, ekki síður en „serpasil“. Enn sem komið er hafa þeir þó ekki gert neina jafn mikla uppgötvun, og tilraununum er haldið áfram af miklum áhuga og kappi. Sú trú, sem frumstæðir menn hafa haft á lækningamátt ýmissa jurta hefir þó stundum reynzt ímyndan ein, eða svo virðist í fljótu bragði. Fyrir nokkru bár- ust „Ciba“ nokkrir pokar af rótum, sem safnað hafði verið í frumskógum Afríku. Það fylgdi með, að Svertingjar tyggðu þessar rætur til þess að auka sér þol. Þegar hraðboðar væru sendir gegnum frumskóginn, treystu þeir aðallega á þess- ar rætur, að þær veittu sér út- hald. En nú hafa rannsóknir leitt í ljós, að í þessum rótum er ekk- ert efni, sem getur aukið þol manna, svo menn halda að þessi trú Svertingja sé reist á ímynd einni saman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.