Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 HUNANG ER GOTT I OG HEFIR LÆKNINGAMÁTT VÉR MENNIRNIR höfum þann sið að eta allt sem tönn á festir, hvort sem það er heilsusamlegt eða ekki. Öðru máli er að gegna um býflugumar. Þær velja sér aðeins úrvals fæði. Þær finna það einhvern veginn á sér úr hvaða blómum er hægt að fá slíkt úr- valsfæði. Ef þeim líkar ekki eitt- hvert blóm, yfirgefa þær það þeg- ar og leita að öðru, sem er betra. í hunanginu, sem býflugurnar safna, eru öll hin nauðsynlegustu fjörefni. Það er því ekkert undar- legt að læknar ráðleggja sjúk- lingum sínum oft að neyta hun- angs, til þess að fylla í þau skörð, sem eru í mataræði þeirra. Hitt er ekki jafn kunnugt, að hunang hef- ir mátt til þess að eyða sóttkveikj- um. Læknir nokkur og sýklafræð- ingur vildi ekki trúa þessu. Og til þess að sýna fram á að hunangið hefði alls ekki þennan eiginleika, gerði hann sjálfur tilraun. Hann setti margar tegundir sýkla í hun- ang. Nokkrir þeirra voru dauðir eftir fáar klukkustundir, og eft- ir fáa daga var enginn sýkill lif- andi. Þá varð læknirinn undrandi. Annar læknir, dr. D. C. Jarvis, hefir ritað grein um hunang og telur þar upp marga ágæta kosti þess sem fæðu. Að lokum segir hann: En frá mínu sjónarmiði er það langmerkilegast vegna lækn- ingamáttar síns. Hunangið hefir góð áhrif á meltiilguna, það lækn- ar vondan hósta, og það linar þján ingar liðagigtar. Ef þér þjáist af svefnleysi, vaknið um miðjar næt- ur og verðið andvaka, þá er ráðið að taka inn eina teskeið af hun- angi með kvöldverði. Ef þetta er gert reglulega, þá mun ekki líða langur tími þar til þér sofið ró- lega á hverri nótt. Ef þér fáið vondan hósta, þá er hægt að lækna hann með hunangi. Þetta hefir alþýða manna gert um margar aldir, og þetta ráð er ó- brigðult enn í dag: Sjóðið eina límónu (eða sítrónu) við hæga suðu í tíu mínútur; það er gert til þess að mýkja hana, og að safinn renni betur úr henni. Skerið hana svo sundur um miðju og kreistið safann úr henni á venjulegan hátt, og hellið honum í vatns- glas. Bætið þar í tveimur mat- skeiðum af hreinu glycerine og hrærið þetta vel saman. Fyllið því næst glasið af hunangi. Þetta hóstameðal er tekið eftir þörfum. Ef þér fáið hóstakast á daginn, skuluð þér taka inn eina teskeið af því, en hræra vel upp í glasinu áður. Ef hósti amar yður á nóttunni, skuluð þér taka inn eina teskeið um leið og þér farið að hátta, og ef þér vaknið við hósta skuluð þér líka taka inn eina te- skeið. Ef hóstinn er mjög vondur, þá er rétt að taka meðalið inn nokkrum sinnum á dag, eina te- skeið í hvert sinn, t.d. eina um leið og þér farið á fætur, aðra nokkru seinna, þriðju á eftir miðdegis- verði, fjórðu um miðaftan, fimmtu á eftir kvöldmat og sjöttu um leið og þér farið í rúmið. En þegar hóstinn fer að skána, þá skuluð þér fækka inntökunum. Að minni reynslu er þetta bezta hóstameðal sem til er. Menn fá ekki velgju af því eins og af sumum öðrum hóstameðulum. Bömum má gefa það ekki síður en fullorðnum. Þetta meðal læknar hósta þegar öll önnur meðul eru gagnslaus. Það kemur fyrir að menn hafa óþægindi af kiprum (fjörfiski) í augnalokum og við munnvikin. Þetta getur lagast með því að taka inn tvær teskeiðar af hreinu hunangi eftir hverja máltíð. Venju lega læknast þetta þá á viku- tíma. Oft ber það við að menn fá sinadrátt, einkum í fætur. Það er venjulega hægt að hafa hemil á þessu með því að taka inn tvær teskeiðar af hreinu hunangi með hverri máltíð. Venjulega hverfa sinadrættirnir eftir viku, en þó er rétt að halda áfram með hunang- ið til þess að þeir komi ekki aftur. Um langan aldur hefir alþýða notað hunang með góðum árangri við alls konar bruna. Ef það er borið á þegar í stað, dregur það úr sviða og varnar því að upp hlaupi blöðrur. Og svo grær brunablettur inn furðu fljótt. Við nasastíflu og bólgu í nefrót- um hefir mér reynzt það óbrigðult ráð, að láta sjúklinga tyggja vax- köku, sem hunangið hefir verið tekið úr. Skal tyggja dálítinn bita af þessu í stundarfjórðung og skirpa honum svo út úr sér. Þetta er gert fimm eða sex sinnum á dag. Fer þá ekki hjá því að sjúkl- ingnum batnar, en gott er að tyggja vaxið svo sem einu sinni á dag næstu viku, svo að sjúkdóm- urinn taki sig ekki upp aftur. En ef vaxkökur eru ekki til, þá skyldi sjúklingurinn taka inn eina mat- skeið af hunangi eftir hverja mál- tíð. Annars er það góður siður að taka inn tvær teskeiðar af hreinu hunangi á dag, það getur komið í veg fyrir margs konar kvilla,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.