Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 241 dag. Honum var svarað því, að Guð- mundur bóndi í Húsey væri á norð- urleið lausríðandi og hefði lofað að koma skilaboðum til bænda um að báturinn væri á leiðinni. Síðan lögðu þeir á stað, en munu hafa fengið andstreymi seinni hluta leiðarinnar. Þeir náðu þó Unaósi. Þar stóð einn maður 1 fjöru og sá til þeirra. Hann sá að báturinn strand- aði á sandrifi, sem enginn vissi um. Þar ruggaði hann um stund, en svo komu ólög, sem gengu yfir hann og fylltu hann. Mjakaðist hann svo út af sandrifinu — og allt hvarf í sjóinn. Guðmundur í Húsey gleymdi að koma skilaboðunum, og sagði að minnið hefði alveg verið tekið frá sér. Sennilega hefði farið alveg eins, þótt bændur hefði fengið skilaboðin, því að enginn bátur var þarna við ósinn til þess að bjarga mönnunum. Seinna rak þama upp þrjú lík, en fjórði maðurinn fannst aldrei; var það annar Sunnlendingurinn frá Bakka- koti. Þarna var að nokkru leyti kom- inn fram draumur Vilborgar. Fregnin af slysi þessu kom sem reiðarslag yfir alla, og þá ekki sízt ekkjuna á Jökulsá með barnahópinn sinn, þar sem hún frétti nú fyrst að Jón hefði ráðist í þessa feigðarför. Þetta skeði sumarið 1898. Heimilið á Jökulsá leystist upp. Búið var selt á uppboði. Þrjú bömin voru tekin til fósturs af frændum þeirra hjóna. En Vilborg fór til Vopnafjarðar með tvö bömin, pilt og stúlku. Þar varð henni flest mótdrægt, en ekki bilaði kjark- ur hennar að heldur. Og svo dreif hún sig í það að fara til Ameríku. Hygg eg að einhverjir hafi styrkt hana til þess að greiða fargjaldið og þá sennilega bróðir hennar, sem Ámi hét. Vilborgu og börnum hennar farnað- ist vel vestan hafs, og komust börnin til menningar og álits. Þar kom fram seinni hluti draumsins. Valgerður dóttir Vilborgar ólst upp hjá Ólöfu ömmu sinni í Bakkagerði. Hún varð kona Andrésar bónda á Snotrunesi, Bjömssonar. Þau áttu myndarleg börn. Valgerður var mesta sómakona, stundaði ætíð vel heimili sitt og var trygg og góðlynd. Þótti öllum vænt um hana. (Drög að þessari frásögn ritaði ég í Bakkagerði 1909). Sigurður J. Árnes. Nöfn frumefnanna VÍSINDAMÖNNUM telst svo til, að frumefnin sé 118 alls, en ekki hafa fundizt nema 103. Þeim hafa öllum verið gefin nöfn, en nafn- giftirnar eru með ýmsu móti. Þar hefir ekki verið fylgt neinni reglu, og stundum hafa nöfnin verið byggð á misskilningi, eins og nöfnin oxygen (ildi) og hydro- gen (vetni). Það var árið 1774 að Joseph Priestley einangraði sérstaka gastegund, og(, Antoine Lavoisier lagði til að hún yrði kölluð oxygen. Nafnið dró hann af grísku orðunum oxys (sýra) og gen (að fæðast), og þýddi það því raunverulega: efnið sem fæð- ir af sér sýrur. Lavoisier helt sem sé að þetta væri grundvallarefnið í öllum sýrum. Nú vita menn að þetta er rangt, en nafnið er þó látið haldast. Árið 1766 hafði Henry Cavendish einangrað ann- að gasefni og er hann brenndi það undir beru lofti, framleiddist vatn. Þarna kom Lavoisier aftur til skjalanna og kallaði þetta gas- efni hydrogen, og dró það af grísku orðunum hydor (vatn) og gen, eða efnið sem framleiddi vatn. Nafnið var tekið upp og hefir haldizt síðan. Menn hafa gleymt því, að réttara hefði verið að snúa þeim við, því að hydro- gen er í öllum sýrum, en oxygen er annað af tveimur efnum vatns. Tvö önnur frumefni hafa feng- ið röng nöfn, vegna þess að menn heldu fyrst að þetta væri önnur efni en raun varð á. Annað er Cadmium, dregið af gríska orðinu kadmeia (calamine) og hitt er molybdenum, dregið af gríska orð- inu colybdos (blý). Gömul nöfn Fjórtán frumefni hafa fengið nöfn sín í fornöld. Frá Grikkjum eru komin nöfnin arsenik, magn- esium og zink. Frá Rómverjum eru komin nöfnin antimony, car- bon, sodium og sulfur. Úr engil- saxnesku eru komin nöfnin gull, járn, blý, silfur og tin. Frá Frökk- um er komið nafnið manganese. Þegar Spánverjar fóru ráns- hendi um Suður-Ameríku, rákust þeir á hvítan málm, sem þeir kölluðu platína, en það þýðir smá- silfur, því að þeim sýndist það eins og silfur. Nafnið festist síð- an við málminn. Þjóðtrúarnöfn Tvö frumefni hafa fengið nafn sitt úr þjóðtrú. Annað þeirra er cobalt. Þegar þýzkir námsmenn voru að grafa upp þetta efni, sýktust þeir af arsenikgufum, sem voru í sambandi við það. Þeir vissu ekki hvernig á þessu stóð, en skelltu allri skuldinni á svart- alf, sem á þýzku nefnist kobold. Og af því fekk svo efnið nafn sitt. Það var líka í Þýzkalandi að námsmenn þóttust vera að grafa kopar úr jörð, en þegar efnið var brætt, var það einkisvirði á móts við kopar. Þeir heldu þá að ein- hver púki hefði gert sér þennan grikk og kölluðu efnið kupfernick- el (nafnið dregið af þýzku orðun- um kupfer, kopar, og nickel, sem þýðir lítill púki). Seinna var nafn- ið stytt. Það var árið 1751, er menn komust að því að hér var um sérstakan málm að ræða, og síðan hefir hann heitið nikkel. Annars er koparnafnið komið frá Rómverjum. Þeir fengu þenn- an málm frá Cyprus og kölluðu hann upphaflega „aes cyprium", sem þýðir frá Cyprus. Seinna var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.