Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 243 Mannfagnaður í Reykjavík á sumardaginn fyrsta. Ungir piltar sýna leikni sína á bifhjólum. (Ljósm.: Ó. K. M.) kennd við staðinn Berkeley og rík- ið Kaliforníu. Francium og germanium eru kennd við Frakkland og Þýzka- land. Nobelium hefir fengið nafn sitt af Nobelstofnuninni í Svíþjóð, þar sem það fannst. Scandium er kennt við Norður- lönd (Skandinavíu). Hafnium er kennt við Kaup- mannahöfn. Holmium er kennt við Stokk- holm. v Lutetium er kennt við París. Polonium er kennt við Pólland. Rhenium er kennt við ána Rín. Ruthenium er kennt við Rúteníu (nú í Rússlandi). Thulium er kennt við Thule eða Týli, landið nyrzt á hjara ver- aldar, sem sumir telja að hafi ver- ið upphaflega nafnið á íslandi, og er það eina frumefnið, sem við ísland er kennt. Stjörnunöfn Frumefnin cerium, neptunium, palladium, plutonium og úranium, eru kennd við stjörnurnar Ceres, Neptun, Pallas, Pluto og Úranus. Ýmislegt Nokkur frumefni draga nöfn af því hve erfiðlega gekk að finna þau. Dysprosium — er dregið af gríska orðinu dysprositos, sem þýðir erfitt að ná í (torfengið). Krypton — er dregið af gríska orðinu kryptos, sem þýðir falinn. Tantalum — hefir fengið nafn sitt af goðsögninni um Tantalus, sem guðirnir refsuðu og píndu, þannig að hann gat hvorki náð í svaladrykk né ávexti, þótt hvort tveggja væri hjá honum. Álíka erfiðlega gekk að hafa upp á tantalum. Xenon — er komið úr grísku af orðinu xenos, sem þýðir furðu- legur og lýtur að því hve erfið- lega gekk að hafa upp á þessu efni, vegna þess hve furðulega það hagar sér. Sum frumefni hafa fengið nafn vegna tengsla sinna við önnur frumefni, er áður voru fundin. Protoactinium — hefst á gríska orðin proto, sem þýðir fyrst, og er skeytt við nafnið á frumefninu actinium, vegna þess að það verð- ur að actinium þegar það geislar sér út. Radon — dregur nafn sitt af radium og er gastegund í sam- bandi við það. Selenium — er komið af gríska orðinu selene, sem þýðir máni, og fekk það nafn vegna þess að það er ^Jtylt tellerium, en það nafn er komið úr latínu, tellus, sem þýðir jörð. Niobium — er skylt frumefninu tantalum og hefir fengið nafn sitt vegna þess, að móðir Tantalus hét Niobe. Árið 1885 tókst Carl von Wells- bach að kljúfa didymium í tvö frumefni. Menn höfðu áður haldið að didymium væri frumefni, og er nafn þess komið af gríska orð- inu didymos, sem þýðir tvíburi, og fekk það þetta nafn vegna þess hve mjög það líktist lanthanum, svo að það gæti verið tvíburi þess. En nú er það var klofið í tvö frumefni, fekk annað þeirra nafn- ið neodymium (sem þýðir nýtt didymium). Hitt efnið fekk nafn- ið prasedymium (prasios er gríska og þýðir grænn) og þýðir nafnið því grænt didymium. Dómari mælti við kæranda: — Þér segið að þessi maður hafi rænt yður. Hér er alt það, sem fannst í vös- um hans. Getið þér helgað yður no-kkuð af því? — Já, ég á þennan vasaklút, hann er merktur með B í einu hominu, sagði kærandi. — Það er engin sönnun, mælti dóm- ari, eg er sjálfur með vasaklút, sem er merktur B í einu horninu. — Jæja, sagði kærandi, eg misstl líka tvo vasaklúta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.