Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 1
22. tbl. Sunnudagur 18. júní 1961 héh XXXVI. árg. Snorri Sigurðsson Skógrœktarféíag íslands og störf héraðsskógrœktarfélaganna ÞAÐ er álit manna, að á fyrstu öldum íslands byggðar hafi í flestum byggðum landsins vaxið víðáttumiklir skógar. En sakir einangrunar landsins hefur aðeins ein tegund trjáa, birkið, myndað samfellda skóga frá því er ísöld lauk. Engu að síð’ur voru birki- skógarnir meðal annara náttúru- gæða, undirstaða þess búskapar, sem rekinn var hér fram eftir öldum. Mætti benda á marga þætti búsetunnar, þar sem hinar ýmsu nytjar birkiskógarins koma við sögu. En framar öllu voru skógarnir sú vörn gegn eyðingu gróðurs og jarðvegs, sem lands- menn máttu sízt án vera. Því er nú einu sinni þannig varið, að ísland er sakir legu sinnar á mörkum hins byggilega og óbyggi lega, hvað gróðurfar snertir, og gróðurverndin og varnir gegn uppblæstri eru því þýðingar- meiri hér á íslandi en víða ann- ars staðar. Eyðing birkiskóganna átti því eftir að draga dilk á eftir sér, og má segja, að með eyðingu þeirra stórversni aðstæð- Lerkitré á Hallorms- stað, gróðursett 1922. ur til búskapar í landinu. Við gætum við fyrstu sýn álit- ið, að landsmenn hafi gert sér ljósar þær afleiðingar, sem hlut- ust af skógleysinu. En hér er sem oftar, þegar um náttúruauð- æfi er að ræða, mun skammsýni mannsins hafa mestu um ráðið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.