Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 2
842 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og viðleitni hans til þess að sporna við ófarnaðinum ekki lát- ið á sér bæra fyrr en í óefni var komið. Að því er heimildir ná til mun það ekki hafa verið fyrr en í lok 17. aldar, að hreyft er við þess- um málum og enn líða tvær ald- ir, þrátt fyrir viðleitni ýmissa framsýnna manna, að gerðar séu ráðstafanir um skipan skógrækt- armála, sem kæmu að nokkru gagni. Verulegur skriður kemst ekki á þessi mál, fyrr en um og eftir aldamótin síðustu. Um sama leyti ræðst danskur skipstjóri, C. Ryd- er. og landi hans prófessor C. V. Prytz, sem var kennari í skóg- rækt við danska landbúnaðarhá- skólann, í að gera tilraunir með erlendan trjágróður á nokkrum stöðum hérlendis með tilstyrk stjórnarvaldanna. Þeir félagar ferðuðust um landið og gerðu ýmsar merkilegar tillögur um aðgerðir í skógræktarmálum, sem vinna bæri að. í greinargerð þeirra félaga til hins „íslenzka ráðuneytis" 1903, er komizt svo að orði: „Eins og vér gerðum 1901 verðum vér aftur nú að taka það fram, hve æskilegt það er, að útbreiða þekking á skógrækt- armálinu og gagnsemi þess fyrir almenning með einum eða fleir- um alþýðuritlingum, til þess að mönnum lærist að þykja mikið koma til þessa máls og að skilja, hve nytsamt það er." Og í sömu greinargerð stendur: „Þar að auki verður að starfa að því, að einstök sveitafélög (skógræktarfé- lög) til skógagræðslu, sem áður var getið, verði sett á stofn, og væri æskilegt, að landssjóður lof- aði styrk til uppörvunar slíkum félögum." Hér er sem sagt bent á leiðir, er skyldu farnar til þess að gera skógrækt að máli, sem varðaði alþjóð, og má segja, að hér með hafi verið mörkuð stefna fyrir félagssamtök þau, sem þessi grein fjallar um. Tilviljun ein réð ekki því, að þeir félagar bentu á þessar leið- ir til eflingar skógræktar í land- inu. Reynsla Dana á uppgræðslu og betri nýtingu á józku heið- unum sýndi greinilega, hve mik- ils mætti vænta af almenningi, ef starfið byggðist á félagslegum grundvelli og er þar átt við störf Heiðafélagsins danska. Þá munu þeir einnig hafa séð, að nauðsynlegt væri, að almenning- ur tæki virkan þátt í skógrækt- arstarfinu, ef skógrækt ætti að fá nokkurn verulegan stuðning hjá hinu opinbera. Fyrstu lögin um skipan skóg- ræktarmála á íslandi voru stað- fest 1907. Með tilkomu þeirra var lagður grundvöllur að því starfi, sem unnið hefur verið að í skóg- rækt allt fram til þessa, þ.e.a.s. að friða og bæta þá skóga, sem enn eru í landinu og rækta ný- an skóg. Aðalstarfið fram til 1930 var að friða álitlegustu skóglendin og sá aðili, sem beitti sér fyrir þessu, var Skógrækt ríkisins, en ekki skógræktarfélög. Hér hafði ríkis- valdið eitt bolmagn til nokkurra verulegra átaka. Þetta ásamt því, að lengi framan af gáfu hinar fyrstu tilraunir með erlendar trjátegundir ekki miklar vonir um ræktun þeirra, varð til þess, að áhugi almennings á skógrækt vaknaði ekki eins fljótt og skyldi. Er farið var að flytja harðgerð- ar trjátegundir til landsins um og upp úr 1925 og þegar hinar fyrstu tilraunir fóru að bera árangur, sköpuðust fyrst skilyrði fyrir al- menna félagsstarfsemi innanskóg- ræktarinnar. Árið 1930 má því telja tíma- mót í sögu skógræktar á íslandi sakir þess, að þá var Skógræktar- félag íslands stofnað. Var félagið stofnað á Þingvelli á þúsund ára afmæli Alþingis. Eins og að líkum lætur var verkefni félagsins tvíþætt. I fyrsta lagi að beita sér fyrir því að vekja áhuga landsmanna á skógrækt og í öðru lagi að vinna að því, að skógrækt væri hafin í flestum byggðarlögum landsins. Skal nú vikið að störfum fé- lagsins, en hér verður þó aðeins drepið á helztu viðfangsefni og framkvæmdir þess. — o — Þegar félagið var stofnað, vakti þegar fyrir stofnendum þess, að það yrði sambandsfélag annara skógræktarfélaga. Til þess að ná því takmarki varð félagið að eignast eigið málgagn, þar sem það kynnti stefnu sína og starf- semi. Félagið ræðst þvi árið 1932 í útgáfu á ársriti, sem síðan hefur komið út 26 sinnum og er nú gef- ið út í 6500 eintökum. Vafalaust mun útgáfa ritsins hafa átt drjúg- an þátt í því að beina athygli almennings að félagsstarfsem- inni. En nokkur ár liðu, án þess að verulegrar almennrar þátttöku væri að vænta, og munu eftir- taldar ástæður liggja til þess. Þegar félagið hóf göngu sína, átti það í fyrstu afar erfitt upp- dráttar. Kreppan var þá í al- gleymingi og var f járhagsleg geta hins unga félags því mjög tak- mörkuð. Fjárskorturinn varð því til þess, að aðkallandi verkefnum var ekki hrundið í framkvæmd,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.