Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 343 Vt Háafellsveit í Skorradal. — Séð yfir Skorradalsvatn. svo sem fullnægjandi uppeldi á trjáplöntum og friðun og útvegun á skógræktarlöndum. Þegar breyting var gerð á skógræktarlögunum árið 1940, var Skógræktarfélag íslands gert að sambandsfélagi. Við þetta víkkaði starfsgrundvöllur félags- ins auk þess, sem í þessu fólst mikil viðurkenning á starfi þess. Þetta ásamt vaxandi velmegun í landinu varð til þess, að upp frá þessu fór hagur félagsins að vænkast. Æ fleiri skógræktarfé- lög voru stofnuð út á landsbyggð- inni og öll þeirra gerðust aðilar að sambandsfélaginu. Til marks um vöxt Skógrækt- arfélags íslands má geta þess, að árið 1940 eru héraðsfélögin 9 að tölu með um 600 félaga, áratug seinna eru þau orðin 25 með um 6100 félaga og í dag eru þau 30 að tölu með um 9000 félaga. Mun Skógræktarfélag íslands vera því eitt þeirra samtaka, sem fjöl- mennust eru í landinu. Oftast nær starfssvæði hvers héraðsfélags yfir eina sýslu eða lögsagnarumdæmi, en sums staðar eru þó tvö félög starfandi innan sömu sýslu Til þess að auðvelda skógræktarstarfið á hverju félags- svæði var fljótlega komið upp fé- lagsdeildum innan héraðsfélag- anna, og nær starfssvæði hverrar deildar oftast yfir eitt sveitarfélag. Hefir þetta fyrirkomulag gefist vel, og er það stefna sambands- félagsins, að þessi skipan kom- ist á í öllum héruðum landsins. Nú skal vikið að framkvæmd- um skógræktarfélaganna, en hér verður aðeins drepið á þau atriði í störfum þeirra, sem megin-máli skipta. Eins og að líkum lætur hefir gróðursetning trjáplantna verið það verkefni, sem félögin hafa unnið mest að, en það hefur ver- ið í stórum dráttum þetta: Frá því að störf félaganna hófust og fram til ársins 1940, gróðursettu þau um 90 þúsundir trjáplantna. Frá árinu 1941 til ársins 1950 um 500 þúsundir plantna og á síð- ustu tíu árum um 4,6 milljónir plantna. Frá upphafi munu því alls hafa verið gróðursettar á veg- um skógræktarfélaga um 5,2 millj. trjáplantna. Sé reiknað með því, að 5 þús- und trjáplöntur séu gróðursettar að jafnaði á hvern hektara lands samsvarar þessi plöntufjöldi því, að nú sé lokið við að gróðursetja í um 1 þúsund hektara eða rúm-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.