Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Síða 4
344 MORGUNBLAÐSINS Iega þriðjung af því landi, sem skógræktarfélögin hafa til um- ráða. Hér er ekki reiknað með gróðursetningarafföllum eða því landi innan skógræktargirðinga, sem ekki telst hæft til að gróður- setja í. Framan af var nær einungis gróðursett ísl. birki í lönd félag- anna. En eftir árið 1945, þegar föst skipan komst aftur á inn- flutning trjáfræs, óx gróðursetn- ing á barrviðum allverulega. Nú munu þrír fjórðu hlutar þeirra trjáplantna, sem vaxa upp í girð- ingum félaganna vera barrviðir og fer hlutur þeirra vaxandi með ári hverju. í þessu sambandi má geta þess til gamans, að hjá skóg- ræktinni eru nú til reynslu um 20 tegundir trjáa, sem sóttar hafa verið til tæplega tvö hundruð staða erlendis. Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti hafa gróðursetningarstörf skógræktarfélaganna stóraukizt á síðari árum. Aukningin hefur þó verið mest síðustu fimm árin, en þá voru gróðursettar að jafnaði ár hvert um 570 þúsundir trjá- plantna. Er vert að geta þess, að á þessu tímabili önnuðust félögin gróðursetningu á rúmlega tveim- ur þriðju hlutum þeirra trjá- plantna, sem komu úr gróðrar- stöðvum landsins, en tvær þeirra eru reknar af skógræktarfélögum, Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Skógræktarfélagi Reykjavíkur, hin -ar af Skógrækt ríkisins. — o — Eftir því, sem gróðursetningar- afköst félaganna urðu meiri, óx þörf þeirra á nægilegu landrými að sama skapi. Má skoða girðing- arframkvæmdir félaganna, sem annan stærsta lið í störfum þeirra til þessa. En eins og öllum er kunnugt um, sem eitthvað fást við trjá- eða skógrækt, er til- gangslaust að gróðursetja í ógirt land sakir ágangs búfjár. Félögin hafa því reist fjölda girðinga víðs vegar um landið og eru þær nú rúmlega þrjú hundr- uð að tölu og land innan þeirra tæpir 2700 hektarar. Eins og sjá má af þessum töl- um, falla að jafnaði níu hektarar á hverja girðingu. En í fram- kvæmd er þessu varið á annan veg. Flestar eldri girðingarnar eru um einn hektari að stærð og sum- ar jafnvel minni, auk þess, sem lönd innan margra þeirra geta ekki talizt heppileg til ræktun- ar. Þetta tvennt hefur sína galla, sem nánar verður vikið að hér á eftir. — o — Af öðrum störfum, sem vaxið hafa með ári hverju, er áburðar- gjöf með plöntum og hirðing ungplantna, sem eykst að sama skapi sem gróðursettum plöntum fjölgar. Ekki verður hjá því komizt, þegar rætt er um framkvæmdir skógræktarfélaganna, að geta nokkurra atriða, sem ráðið hafa miklu um störf þeirra. Lengi vel áttu félögin ekki margra kosta völ, að því er snertir lönd til skógræktar. Bæði mun þröngur fjárhagur og ein- staklingshyggja hafa ráðið mestu um, hvar félögin báru niður með gróðursetningarstörf sín. Þeir, sem létu lönd af hendi til þeirra, munu of oft hafa skorið þau við nögl, bæði hvað landstærð og landgæði snertir. Félögin hafa því í mörgum til- fellum orðið að hefja gróðursetn- ingu á rýru og skjóllitlu landi. En bæði er það, að trjágróður vex þar hægar en þar sem land er fjórra og skýlla, og verða því skakkaföll mörgum sinnum meiri á slíkum stöðum. Þetta tvennt er því mun bagalegra, þegar þess er gætt, að iðulega áttu félögin ekki kost á þeim trjátegundum, sem heppilegar töldust í hin misjöfnu lönd þeirra. Til þess var fram- leiðsla gróðrarstöðvanna of fá- brotin og oft svo lítil, að hún nægði ekki eftirspurn. Það gefur auga leið, að margar girðingar og smáar hafa skapað félögunum mikil útgjöld bæði í stofnkostnaði og viðhaldi þeirra. Á seinni árum hefur því verið horfið að því að girða stærri og betrí lönd en áður. En við það sparast mikill kostnaður á hverja flatareiningu lands auk þess, sem betri vaxtarkjör skapast, sem skógur er ræktaður á stærra svæði. Þetta hefir ekki sízt þýð- ingu, þegar um byrjunarstarf er að ræða, þar sem megnið af þeim trjáplöntum, sem gróðursettar eru, eru af erlendum uppruna og því ekki fyrirfram vitað, hve örugg- um vexti sumar þeirra geta náð hér. Með tilliti til áð<urgreindra að- stæðna má segja, að skógræktar- félögin hafi með byrjimarstarfi sínu unnið meir að trjárækt en skógrækt, enda ekki skilyrði til þess að vinna að því, er kallast gæti því nafni í byrjun. Til þess var fjárhagur félaganna of þröng- ur, félögin of fáliðuð og reynsla almennings og þekking á því, er að skógrækt lýtur, of lítil. Það dylst því ekki, að hluti af þeim trjágróðri, sem vex upp í hinum dreifðu og smáu girðingum, verð- ur vart það, er kallast getur nytjaskógur. Engu að síður hefur hann hlutverki að gegna, því að slík lönd verða áfangi í ræktun nytjaskóga, og munu skapa næstu kynslóð trjáa allt önnur og betri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.