Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 345 skilyrði til vaxtar og þroska með skjóli og bættum jarðvegi. Þótt ýmsar tilraunir skógrækt- arfélaganna og anarra aðila, sem standa að skógrækt, hafi tekizt misjafnlega í byrjun, bendir allt til þess, að margar trjátegunda þeirra, sem reyndar hafa verið, geta náð eðlilegum þroska hér á landi. Hvað veðurfar og jarðveg snertir, þá er ekkert það til fyr- irstöðu, að hér megi rækta barr- viði til nytja, ef þess er gætt að sækja fræ til þeirra staða er- lendis, sem hafa svipað veðurfar og það, sem við búum við. Þessi reynsla okkar, þótt skammvinn sé, hefir því ýtt undir alla skóg- ræktarstarfsemi í landinu. Því má segja, að stefnan í skógrækt- armálum sé augljós. Kemur það ljóslega fram í vaxandi fram- kvæmdum skógræktarfélaganna og störfum Skógræktar ríkisins á síðari árum. Þótt í fljótu bragði virðist sem byrjunarörðugleikar í skógrækt séu yfirstígnir, þá bíða mörg verkefni úrlausnar. Á þetta ekki sízt við störf skógræktarfélag- anna. Hér skal drepið á þau, sem helztu máli skipta. Eins og getið er um hér að framan þarf að beina gróðursetn- ingu skógræktarfélaganna meir en gert hefur verið að færri stöð- um og stærri landssvæðum jafn- framt því, sem vandað er til vals á skógræktarlöndum. Með því minnkar tilkostnaður og betri vaxtarkjör skapast en ella. Auka þarf á ófrjóu landi á- burðargjöf að plöntum og hirð- ingu á þeim fyrstu árin eftir gróðursetningu. Með því næst mun skjótari árangur og minni gróðursetningarafföll. Á sama veg verkar rétt staðarval við gróður- setningu innan sama gróðursetn- ingarsvæðis. Þá þarf að vanda meir gróðursetíiingu og meðferð á trjáplöntum en verið hefur. Það má segja, að hér sé komið inn á leiðbeiningarstörf félaganna, en þau hafa fram til þessa hvílt á alltof fáum mönnum. Miðað við núverandi aðstæður ætti að minnsta kosti að starfa einn fag- lærður maður í þjónustu Skóg- ræktarfélags íslands í hverjum landsfjó.rðungi. Þá er augljós sú nauðsyn að efla sem mest skipulagða til- raunastarfsemi í skógrækt. Með slíku tilraunastarfi ásamt öflugu og vökulu leiðbeiningarstarfi yrði framkvæmdum í skógrækt beint inn á öruggari brautir, réttum vinnuaðferðum beitt og skipulagi komið á framkvæmdir. En við það sparast mikið fé og ærin fyr- irhöfn. Síðast en ekki sízt þarf að breiða út þekkingu á skógrækt meðal almennings, svo að hann kynnist skógræktarstarfinu sem nánast. Sérstaklega verður að vinna að því að vekja áhuga æskufólks á skógrækt, því að það tekur við því starfi, sem fyrri kynslóðir hófu í landinu. — o — Þegar rætt er um framkvæmd- ir skógræktarfélaganna, þykir hlíða að gera nokkra grein fyrir því, hvernig félögin hafa aflað sér fjár og vinnuafls til þeirra. Fram til þessa hafa kaup á trjáplöntum og efniskaup til girð- inga verið stærstu útgjaldalið- irnir, en gróðursetningarstarfið og uppsetningu á girðingum hafa félögin annazt að mestu leyti í sjálfboðavinnu. Sakir stóraukinna framkvæmda hin síðari ár hafa flest félaganna séð sig neydd til að kaupa vinnu í æ ríkari mæli. Liggja til þess ýmsar ástæður, en einkum þó sú, að fólki til sveita fer mjög fækk- andi. Þetta er því þeim mun bagalegra, þegar þess er gætt, að önnur aðkallandi störf aukast með ári hverju, svo sem áburðargjöf með plöntum og hirðing ung- plantna. Við þetta bætist, að gróðursetningarstarfið er yfirleitt unnið á þeim tíma árs, sem mest- ar annir eru hjá fólki til sveita. Til þess að mæta auknum út- gjöldum hafa skógræktarfélögin leitað fjárframlaga úr ýmsum átt- um. Mörg þeirra njóta árlegs styrks frá viðkomandi bæjar-, sýslu- og sveitafélögum. Einnig hafa stofnanir og einstaklingar lagt þeim lið með fjárframlögum, sérstaklega sum kaupfélaganna. Frá því fyrsta hafa félögin not- ið styrks frá hinu opinbera, sem smám saman hefur hækkað, eftir því sem félögunum fjölgaði og starfsemi þeirra efldist. Á síðast- liðnum þrem árum hefur þessi styrkur numið rúmlega 400 þús- und krónum á ári, og er styrkn- um skipt milli félaganna eftir af- köstum. Öllum þessum aðilum ber að þakka. En þar sem gera má ráð fyrir vaxandi skógræktarstarfi í landinu á næstu árum, verður styrkur hins opinbera til skóg- ræktarfélaga að hækka allveru- lega. Á þessu er brýn nauðsyn, ekki sízt ef ætla skal félögunum þann hlut gróðursetningarstarfs- ins gem hingað til. Því væri eðlilegt og sjálfsagt, að skógræktarfélög og aðrir, sem vinna að skógrækt njóti styrks úr ríkissjóði á sama hátt og veittur er til framkvæmda í jarðrækt. Næði þetta fram að ganga myndi fjárhag skógræktarfélag-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.