Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 347 vissum stöðum á búknum. Dýrin geta kveikt þau og slökkt eftir eigin vild. Stundum eru ljós þessi hættumerki, stundum til þess að ginna bráð, og oft eru þetta köll- unarmerki kynjanna er þau eru að draga sig saman. Ein tegund fiska hefir eins og sjálflýsandi spena framan á trantinum og seiðir með því að sér smáfiska og gleypir þá. Má segja að það sé fyrirhafnarlítil veiðiaðferð. Maurildið í sjónum stafar frá einfrumungum, sem verða sjálf- lýsandi þegar eitthvað óvænt kemur fyrir. Sumir verða þó ekki sjálflýsandi nema um nætur. Víða um heim eru stórkostlegar torfur af þessum sjálflýsandi einfrum- ungum. Sérstaklega er mikið af þeim í lóni nokkru hjá suður- strönd Puerto Rico. Þar er það almenn skemmtun að fara á vél- bátum um lónið þegar dimma tekur. Þá er alveg eins og sterkt flóðljós komi á bátinn neðan úr djúpinu. Frá stafni bátsins freyða logandi öldur og það er eins og hann dragi eldslóða á eftir sér. Þegar öldurnar berast upp í sefið við bakkana verður þar drauga- leg og furðuleg glæta. Niðri í lón- inu má sjá allstóra fiska, sem eru eins og logandi og þeir eru á sprettinum að forða sér úr þessu eldhafi. Ef hendi er drepið niður í sjóinn, verður hún sem logandi og það er eins og eldur drjúpi þá af hverjum fingri. Ef sökkt er upp í fötu og síðan skvett úr henni, verður af því neistabál líkt og af skrautljósum. Stundum eru þessir einfrum- ungar rauðir á lit, og mergðin er svo mikil af þeim að þeir lita sjó- inn. Þetta er sums staðar kallað „rauða flóðið“, svo sem hjá Perú og Florida, og er mönnum illa við það, því að þessi rauða flóðbylgja dxepur fiska miljónum saman. Sjálflýsandi marglyttutegund. Það er svif af þessu tagi, sem Rauðahafið er við kennt. Stundum kemur það fyrir að það er eins og logandi knettir falli af árum þegar róið er í myrkri. Þarna er um að ræða sjálflýsandi lindýr. Ýmsar teg- undir snígla og skelfiska geta brugðið upp ljósi ef.þær verða hræddar. Kolkrabbar og marg- fætlur, sem lifa á miklu dýpi, geta og orðið sjálflýsandi, og eru þá ferleg ásýndum. Sérstaklega er það þó ein margfætla, enda heitir hún á máli fræðimanna „Vam- pyroteuthis infernalis“. Hjá sum- um djúphafsfiskum valda bakterí- ur því, að þeir verða sjálflýsandi, hjá öðrum er það slím, sem smit- ar út af þeim. Ýmsir sjávarormar eru sjálf- lýsandi, og er sjálfsagt átt við þá í skýrslu Kolumbusar, þar sem hann talar um „svífandi kyndla" við strendur Vesturindía. Þessir ormar ganga í torfum um fengi- tímann, og fer það eftir því hvernig stendur á tungli. Hinir svonefndu Palolo-ormar eru gott dæmi um það. Þeir eru til bæði í Atlantshafi og Kyrrahafi. Kyrra- hafsormarnir skríða út úr fylgsn- um sínum í kóralrifjum einmitt þann dag er tungl er á þriðja kvartili, annað hvort í október eða nóvember. Þá er frjóvgunar- tími þeirra, en ekki endranær. Atlantshafsormarnir koma aftur á móti úr fylgsnum sínum á sein- asta kvartili tungls, annað hvort í júní eða júlí. Hinir svonefndu „eldormar“ hjá Bermuda, eru á ferðdnni 3—5 dögum eftir tunglfyllingu flesta mánuði ársins. Þeir koma reglu- bundið upp á yfirborð sjávar 55 mínútum eftir sólsetur. Og aðeins þá eru þeir sjálflýsandi. Þetta stendur í sambandi við æxlunina. Kvendýrin, sem eru stærri, koma upp á undan og bíða þar sílýs- andi. Karldýrin eru ekki sílýs- andi, heldur bregða þau upp blossum. Þegar kvendýrin hafa legið litla hríð lýsandi í vatns- skorpunni, má sjá bregða fyrir smáum ljósblossum niðri í djúp- inu. Þar eru karldýrin á ferð. En um leið og dýrin ná saman, hverfur öll ljósadýrðin. Ráðamenn í þorpi nokkru í Eng- landi fóru fram á það, að þar yrði settur hámarkshraði fyrir bílaakstur, en fengu það svar, að þar hefði ekki orðið nógu mörg bílslys til þess að þetta væri hægt. Jósef Austurríkiskeisari kom eitt sinn á Wiener Nashmarkt og helt að enginn þekkti sig þar. Hann bað um tvö egg og spurði hvað þau kostuðu. Sölukonan krafðist óhæfilegs verðs. „Hvað er að heyra þetta“, sagði keis- arinn, „eru egg þá orðin svo sjald- gæf hér?“ — „Nei, ekki eggin“, sagði konan, „en það er sjaldgæft að versla við keisara",

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.