Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 8
348 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Islenzk náttúrugrös geta komið sér vel í útilegu GRASAFRÆÐIN er tvíþætt. Annar þáttur hennar er kenndur í skólum og fjallar um nöfn jurtanna, einkenni þeirra og ættir. Hinn þátturinn er hin almenna grasafræði, er fjallar um gagn- semi jurtanna, og þar er þeim skift í ætijurtir og náttúrugrös. Um ætijurtirnar og gagnsemi þeirra má margt lesa í Ferðabók Eggerts og Bjarna. Þar er sagt frá skófum, sveppum, heimulu, súrum, melkorni, skarfakáli, allskonar berjum, hvönn, villiertum o. fl. og langur kafli er þar um fjallagrösin. En náttúrugrös kall- aði almenningur öll þau grös, sem höfð voru til lækninga. Fróð- leikur um þau helzt við fram yfir seinustu aldamót, en er nú mjög fallinn í gleymsku. Auðvelt væri þó að rifja hann upp vegna þeirrar þekkingar á grösum, sem skólarnir veita. FYRIR rúmri öld, eða nánar til tekið árið 1860, kom út lítið kver, sem heitir „Um íslenzkar drykk- urtir, söfnun þeirra, geymslu, nyt- semi, verkanir og tilreið*3lu“. Kverið var prentað á Akureyri í prentsmiðju Norður- og Austur- umdæmisins, og er snoturt að frá- gangi. Höfundur þess var Alex- ander Bjarnason bóndi á Þor- steinsstöðum fremri í Haukadals- hreppi í Dalasýslu (f. um 1815, d. Blóðberg, 27. des. 1896). Hann var fæddur í Víðidalstungusókn, en eftir lát foreldra sinna mun hann hafa al- izt upp á Borðeyri hjá móðurfor- eldrum sínum. Var síðan vinnu- maður á Hlaðhamri og síðan hús- maður að Núpi í Haukadal. Síðan var hann alllengi bóndi á Þor- steinsstöðum fremri, en andaðist í Villingadal í Haukadal. Kverið hefir að einkunnarorð- um: „Hollt er heima hvað“ og það er tileinkað prestshjónunum á Kvennabrekku með þessum orð- um: „Þeim góðagerðasömu, vel- æruverðugu hjónum, séra Guð^ mundi Einarssyni, presti til Kvennabrekku og Stóravatnshorns safnaða, og konu hans, Mad. Katrínu Ólafsdóttur, eru þessi blöð með elsku og virðingu til- einkuð af ritaranum“. í formála bókarinnar segir höf- undur: „Þegar eg sumarið 1858 lá fót- lami, tók eg fyrir mig að rita um íalenzkar drykkurtir, og hefi síðan reynt að bæta við það, er eg þá gerði sem bezt eg var fær um. Af því að eg hafði bæði litla þekkingu og litla reynslu að styðj- ast við í þessu efni, þá dró eg þetta úr þeim íslenzkum bókum, Ætihvönn. er eg gat fengið um það efni, og skal nú getið þeirra er eg hafði við hönd til þessa verks: íslenzk grasafræði eftir Odd lækni Hjalta- lín og Grasnytjar Björns prófasts Halldórssonar, samt að nokkru leyti lækningabók Jóns læknis Péturssonar, einkum viðauka- greinar þær, sem Sveinn læknir Pálsson hefir bætt hana með. Um kraft og verkanir urtanna hefi eg að mestu farið eftir Grasa- fræðinni, sem að því leyti ber saman við hinar. Hvað skammta þá, sem til eru teknir áhrærir, þá er farið nærri því sem til er tek- ið í Grasafræðinni, og segir höf- undur hennar, að þeir kunni oft að vera heldur linir en frekir, og að hann hafi álitið betra, að sú tilætlaða verkun nokkuð frestað- ist, heldur en að of sterkir skammtar settu nokkurn í hættu eða vanda; en hann vonar, að hvers og eins reynsla muni bezt kenna að hafa skammta þessa sem hentast er í hvert skifti; þar hjá getur * hann þess, að fæstar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.