Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 10
850 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^jaríœa^ 1 örlagafjarlœgö er það land sem aldrei mér gleymast skal, þar hjála bárur viö Borgarsand og blœrinn í Hjaltadal er ennþá í minni og klappar um kinn er kreppir aö fönnum í brún, t högunum þar er hugur minn og hamingja þar við tún. Sem útlagi dvelst eg á annarri strönd og engin heimfarar von en samt kalla holtin og heiöalönd á hlíöanna glataöa son. Um nætur í draumum, í borg og t byggö, er búist á noröurleiö, og lendingin heima trúnni tryggö viö Tjörnes og Hafnarskeiö. En vakan er önnur og verönd öll og veröur t lengd og bráö, þá hlýt eg aö una viö erlend fjöll og annarleg fángaráö, en þegar eg stend hér á ströndu viö fjörö og stari um héruö vtö eg greini veginn um Gönguskörö og götur um Óslandshlíö. ÁRNI G. EYLANDS. orðið til. Seinna hefir séra Guð- mundur svo vafalítið stuðlað að því, að hún væri prentuð, vegna þess að honum hefir þótt bókin góð og eiga erindi til almennings. Efni bókarinnar á erindi til almennings, því að menn vita sorglega lítið um gagnsemi ís- lenzkra nytjajurta, og þekkingu á lækningajurtum hefir farið mjög aftur á seinni árum. Oft eru ís- lenzkar lækningajurtir nærtækar, þó að menn viti það ekki. Um það má segja þessa sögu til dæmis: Þórunn heitin Gísladóttir, sem oft var nefnd grasakona, var kunn um allt Suðurland fyrir lækningar sínar. Einu sinni kom hún á bæ í Loðmundarfirði að sumarlagi. Þar sá hún aðfram- kominn sjúkling í rúmi, unga stúlku, og spurði hvað að henni gengi. Fólkið sagði að hún gæti ekki nærst á neinu, því að hún kastaði öllu upp, og nú seinast gengi blóð upp úr henni. Þá varð Þórunni að orði: „Guð fyrirgefi ykkur að láta stúlkuna deya í höndunum á ykkur, og hafa þó nóg af blessuð'um dýamosanum héma rétt víb túngarðinn'*. Síðan rauk hún út, sótti dýamosa og sauð lög af honum. Þetta sagði hún að stúlkan ætti að drekka og tók til hve mikið af leginum hún skyldi drekka á hverjum degi. Er svo ekki að orðlengja það, en stúlkunni batnaði og komst hún til heilsu aftur. Hún hafði þjáðst af blæðandi magasári. Margar fleiri sögur eru af grasalækningum Þórunnar og þóttu sumar lækningar hennar ganga kraftaverki næst. En hún notaði nær eingöngu íslenzk lyfja- grös, hafði aflað sér þekkingar á þeim úr þeim bókum, sem hér hafa verið nefndar áður, auk þess sem hún lærði af langri reynslu. - £ - Þegar lækningajurtum er safn- að til geymslu, verður að hreinsa þær vandlega og þurka sem allra fyrst. Ekki ma þurka þær við sól- arhita, því að þá missa þær kraft, en gott er að þurka þær við ofn- hita. Rætur má draga upp á þráð með nokkru millibili og þurka þær þannig. Kraftmestar eru þær jurtir, sem vaxa í fjallshlíðum eða hraun- gjótum. Þær jurtir, sem vaxa á vall-lendi eru og kraftmeiri en hinar, sem í votlendi vaxa. Nokkrar jurtir eru kraftmestar þegar þær eru nýsprottnar, aðrar um það bil er þær eru að springa út, og enn aðrar þegar þær eru fullblómgvaðar. Þurkaðar jurtir verða að geym- ast í krukkum eða góðu tréíláti úr hörðum og þéttum viði, ílátið fóðrað innan með pappír og lok fellt yfir. Jurtir með sterkri kryddlykt á að saxa niður og setja í flöskur með góðum tappa. Hér er ekki unnt að skýra ná- kvæmlega frá jurtasöfnun, en nefna skal nokkrar jurtir, sem menn geta gripið til, þegar bráð- lega þarf á að halda. Slíkt getur alltaf komið fyrir meðal fólks, sem stundar útilegur eða langferðir á sumrin. Alltaf getur komið fyrir að einhver veikist og engin meðul sé við hendina. Þá er eott að eeta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.