Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 351 gengið á vit móður náttúru og sótt til hennar hjálp í viðlögum. Fólk, sem ferðast fótgangandi með skreppu og staf, getur og létt farangur sinn með því að leita til náttúrunnar um holla og hressandi drykki. Verður hér fyrst skýrt lauslega frá því hverra hressingardrykkja menn geta aflað sér fyrirhafnarlítið, og síðan verður sagt frá nokkrum algengum lækningajurtum. - 0* - Eg þekki útlending, sem átt hefir heima hér á landi um fjölda mörg ár. Þau hjónin voru í sum- arbústað á sumrin og þar tóku þau snemma upp á því að safna jurtum til að gera af te. Brátt fór svo, að þeim þótti þetta ís- lenzka te svo gott og hressandi, að þau hættu alveg að nota er- lent te og kaffi. Þau söfnuðu sér á hverju sumri ársforða af ís- lenzkum jurtum, og notuðu síðan ekki annan drykk en te af þeim. Fullyrtu þau að þetta íslenzka te væri eigi aðeins bragðbetra en erlent te, heldur væri það sér sannkallaður heilsugjafi. Þau notuðu ýmsar tegundir grasa í te þetta. Og í bók Alex- anders segir svo um þetta: „Þeg- ar til er búinn daglegur drykkur eða te fyrir þá, sem ekki hafa neinn sérdeilis sjúkdóm, er aðal- regla að hafa fleiri kyns urtir saman, sem hafa að mörgu leyti ósamkvæmar verkanir, og er sú samblöndun oft bæði til heil- næmis og smekkbætis“. Helztu jurtirnar sem hann tal- ar um til tegerðar eru: blóðberg, vallhumall, rjúpnalauf, þrílit fjóla og æruprís, sem nefnist hár- depla (veronica officinalis) í Flóru íslands. Þessum tegundum má blanda saman á ýmsan hátt eftir því sem mönnum fellur bezt í geð. Enn fleiri jurtir má hafa í te til bragðbætis og hollustu, svo sem: ný lauf af birki og fjall- drapa, hvannarót, aðalbláberja- lyng, beitilyng, einir, fjallagrös og mjaðjurtablöð og blóm. Sumar þessar tegundir hafa heilsusam- legar verkanir. Aðalbláberjalyng er gott við kvefi, beitilyng gott við steinsótt, einir góður við kverkabólgu, þrílit fjóla góð við hjartveiki o. s. frv. — £ —' Þá skulu taldar nokkrar jurtir, sem gott er að grípa til í veik- indum, og verður það þó ekki nema lítið brot af því, sem telja mætti. Fjallagrös. Þau eru góð mót taugaveiki og hósta, lífsýki, blóð- sótt, harðlífi, innanmeinum, orm- um, uppþembingi, matleiða og kraftleysi. Soðin í mjólk eru þau holl og nærandi fæða. Heimula. Hún er notuð við líf- sýki, gulu, harðlífi, lifrarbólgu, vatnssýki, kláða og útbrotum, skyrbjúgi og heimakomu. Af rót- unum má gera seyði sem er drukkið. daglega og hreinsar blóð og vessa ágæta vel og eykur þvag og vallgang. Heimuluseyði er gott að hafa í stólpípu. Horblaðka. Seyði af jöfnum hlutum horblöðku og heimulurót- ar er hið bezta magastyrkjandi meðal og gott við harðlífi, gulu', miltis og lifrarbólgu og öðrum meinlætum. Af því drekkist hálf- ur tebolli í senn fjórum sinnum daglega. Kornsúra. Af rótinni má búa til seyði; af því takist 3 matspænir fjórum sinnum daglega við blóð- látum og lífsýki. Það er gott að skola munninn með því við and- fýlu, bólgu í tannholdi og munn- sviða. Ljónslappi. Seyði af jurtinni er gott að skola hálsinn með í kverkameinum. Lokasjóður. Hann brúkast mót hósta, gulu, lifrarbólgu og lífsýki. Te af rótinni er gott til þess að þvo döpur augu. Tágamura er góð mót lífsýki, blóðlátum, gigt; læknar innvortis sár, blóðspýu, hvít klæðaföll, bak- verk, sinadrátt og stillir blóðnas- ir og dreifir samanhlaupnu blóði. Te af henni drekkist einn peli í senn tvisvar eða þrisvar á dag. Vallarsúra. Te af blöðum henn- ar er gott við harðlífi, matarólyst, þorsta í hitasótt, ólgu í blóði, blóðlátum og þykkum vessum — einn tebolli tvisvar á dag. Vallhumall er góður við alls- konar blóðlátum, innantökum, þvagteppu, uppþembingi, matar- ólyst, hósta, lungnameinum, gulu, niðurfallssýki, uppsölu og allskon- ar innvortis bólgu. Te af blöðum hans eða blómum, eða hvoru tveggja, drekkist einn peli þrisvar á dag. Velantsjurt (Garðabrúða). Hún er styrkjandi, svita- og þvagdríf- andi, góð við aflleysi, hjartslætti, gulu, iðrabólgu og slæmum vess- um. Lyfjagras. Það notast ekki inn- vortis, heldur er það lagt við út- brot, bólgu og sprungur. Það er mýkjandi, græðandi og hreins- andi. Jurtir þær, sem hér eru taldar, eru svo algengar að hvert manns- barn á að þekkja þær. Hægt væri því að grípa til þtsirra oftar en gert er, og stundum gæti það orðið þýðingarmikið áður en hægt er að ná til læknis. Reglan er að sjóða jurtirnar eða rætur þeirra og drekka seyðið. Frá örófi vetra hefir mannkyn- ið notað jurtir t” '^kninga. Eng- in þjóð er svo iai. j að hún viti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.