Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 12
352 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þorbjörg Árnadóttir Fegurð náttúrunnar EF MENN ganga á vit náttúrunnar al auðmjúkum hug og feg- urðarþrá, opnar hún þeim töfraheima sína smáa og stóra. Og það eru ekki aðeins hverfular stundarsýnir, er þá birtast, heldur mótast myndirn'ar óafmáanlega í sál og sinni og geymast ævi- langt. Höfundur segir um þessar myndir: „Undanfarin tvö ár hefi eg verið veik og legið í sjúkrahúsum mánuðum saman og alla sólardagana s. 1. sumar. Á andvökustundum fór eg þá að hugsa um hið fagra, sem eg hafði séð úti í náttúrUnni. Og þá komu meðal annars fram þessar þrjár myndir. Vera má að ein- hver, sem fjötraður er inni vegna veikinda eða annars, geti haft gaman af að hugleiða þetta“. — Myndirnar eru úr Borgarfirði. Paradísarlækurinn E F Þ Ú gengur eftir gamla póst- veginum, gegnum kjarrið og nið- ur að ánni, sérðu lítinn skógarstíg beygja til hægri, skammt fyrir neðan fossinn. Vel getur verið að þú farir fram hjá án þess að taka eftir honum, því að trjágreinarn- ar teygja sig yfir hann og hylja hann næstum alveg. En ef þú ert svo heppinn að finna hann og þræðir hann áfram spölkorn, þá kemur þú að undurfögru, skeifu- löguðu klettagili, sem einhver hefir gefið nafnið Paradís. Stígurinn rennir sér niður gilið og þegar þangað er komið sérðu blásóleyarnar breiða út krónurn- ar innan um grænt laufið, og smá- ekki að jurtir hafa lækningamátt og safi þeirra er heilsugjafi. Vís- indin eru farin að gefa þekkingu frumstæðra þjóða á þessu meiri gaum en áðuf. Og nú er leitað lækningajurta um allan heim. Er þá ekki kóminn tími til þess að hér á íslandi sé gefin út grasa- lækningabók, sem byggir ein- göngu á lækningamætti íslenzkra jurta? Á. Ó. vaxið birkikjarrið angar á móti þér í brekkunum. Innst í skeifunni er lítil tjörn og þegar þú horfir niður í hana er vatnið svo tært að þú sérð steinana á botninum og á grunn- inu við bakkann brúnleita þang- slæðu, þunna eins og hýalín. Og á bakkanum er hávaxið gras og gley-mér-ey og gular sóleyar. En þó er það merkilegasta eftir. Á háum klettastalli, fyrir ofan tjörnina, stendur blómstrandi reynitré. Það er eins og það vaxi þarna upp úr berum klettinum, því að enginn jarðvegur sést í kring um það. Eg dáðist að því hvað tréð var beinvaxið og fag- urt og furðaði mig á hvaðan það fengi næringu og hvert ræturnar mundu teygja sig. Og eg hugsaði um litla frjóið, sem hefir búið um sig þarna í klettaskorunni og vaxið og orðið að fögru tré og vitnar um undramátt lífsins og skapara síns. Dálítill lækur rennur úr tjörn- inni niður gilið og alla leið niður í á. Hann er tær eins og tjörnin og eg nefndi hann Paradísarlæk- inn. Eg klifraði upp úr gilinu og eft- ir stígnum, sem liggur að ánni. En fyrir neðan brekkuna sveigði eg niður að læknum og lagðist á bakkann og jós í mig tæru vatn- inu með lófanum. Eg fór úr skón- um og sokkunum og baðaði þreytta fæturna. Og nú sá eg steinana, sem stóðu upp úr læknum, hér og þar. Aldrei hefi eg séð slíka steina. Þeir voru ekki gráir af vindi og sól eða svartir af regni og vatni, eins og í öðrum lækjum. Nei, þeir voru grænir af mosa. Og í sumum þeirra sá eg lítil, hvít blóm eins og jólastjörnur í flau- elsmjúkum mosanum. En niður undir ósnum, á dálítilli hellu, glóði lágvaxin hófsóley og blómstr- in tvö lýstu eins og augu í grænni mosasænginni. Og eg undraðist og sá að allt, sem kemur frá Paradís er þrungið lífi, svo að jafnvel steinarnir grænka og glitra af blómskrúði. Mosi Þreytt af sífelldu vélaskrölti og margs konar hávaða lagði eg leið mína út úr bjjfginni. Hálfan dag- inn ók eg í hópvagni eftir ryk- ugum þjóðveginum, þangað til við komum að skálanum í hraun- inu og þar fór eg út. Eg labbaði í hægðum mínum í áttina niður að ánni. Bílarnir óku fram hjá með ofsahraða og skvettu rykinu framan í mig. Eg var sárfegin, þegar eg gat beygt út af akveginum og inn á gamla póstveginn. Fyrst gekk eg fram hjá tveimur, snotrum sumarkof- um og áfram gegnum hraunið og ýfir gróðursléttuna. Við hana miðja var stór áburðarhaugur og súrheysþefurinn angaði á móti mér. Handan við sléttuna tók við hraun og kjarr og sums staðar gráar mosaþembur. Eg fleygði mér niður á eina mosabreiðuna og teygði úr mér og eg fann yl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.