Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 353 inn úr mosanum líða um hverja taug. Smáfuglarnir tístu í kjarr- inu, annars heyrðist ekkert hljóð. Aldrei hafði eg tekið eftir því fyrr hvað jörðin gat verið hlý. Ólýsanlegur unaður fyllti hjarta mitt þarna í skógarkyrrðinni. Um nóttina rigndi og þegar eg kom út um morguninn undraðist eg litaskiftin í hrauninu. Þar sem áður höfðu verið gráar mosa- þembur sá eg nú grænar flos- breiður. Rykið var horfið og ilm- ur og angan fyllti loftið. Eg klifraði upp fjallhæðina og lagði stein í vörðuna og hvíldi mig um stund við mosabreiðuna þarna uppi. Og þá sá eg lítil blómstur gægjast upp úr mosan- um, hér og þar, hvít og blá og gul. Og litlir birkiangar og víði- lauf og fjalldrapi teygðu sig upp úr mosasænginni. Allur mosinn var fullur af ungu, gróandi lífi. Hver jurt var í sínum litla reit og þó að þær væru ólíkar og ó- skyldar þrengdi engin að annarri og hver og ein skartaði sínu feg- ursta og ekki var hægt að segja að ein bæri af annarri, því allar voru þær yndislegar, hver á sinn hátt og allar áttu þær þarna heima. Mosinn, mjúkur og hlýr, tók við frjóunum, sem vindurinn færði honum og skýldi þeim og bjó þeim skilyrði til að festa rætur í moldinni hjá sér. Við gefum lítinn gaum að mos- anum og teljum hann varla með öðrum jurtum, sumum hverjum rishærri og fegurri. Og þó er það hann, sem skaparinn hefir gefið það göfuga hlutverk að taka á móti nýu Íífi»og veita því skjól og næði til að dafna og þroskast. Birkihrislan Uppi í fjallshlíðinni voru dá- litlir klettastallar. Eg klifraði upp á brúnina og þá sá eg hrísluna. Grænar og laufgaðar greinarnar breiddu sig yfir holtið eins og bergflétta eða grænn blævæng- ur. Aldrei hafði eg séð birkihríslu haga sér svona. Systur hennar í skógum og kjarri stóðu ávallt uppréttar. Að vísu voru sumar þeirra dálítið bognar í baki eftir storma og snjóa, en engin þeirra flatti greinarnar út á jörðunni eins og þessi hrísla hafði fundið upp á. Eg tók í greinarnar og ætlaði að lyfta þeim upp, en hríslan hélt sér fast 1 bergið og eg gat engu um þokað. Hvernig stóð á þessu? Þarna uppi á fjallinu eru vind- kviðurnar sjálfsagt snöggar og Veðurathuganir ELDSNEMMA á hverjum morgni, meðan flest fólk er enn í svefni, má sjá 96 ára gamlan mann í Kansas ganga út á hól skammt frá bænum sínum. Á þessum hóli er hitamælir og áhald til þess að mæla úrkomu. Og hann skrifar á blað hitastigið, og úrkomuna ef nokkur er. Þetta gerir hann á hverjum einasta morgni í sama mund, og að hverjum mánuði loknum sendir hann skýrslu sína til Veðurstofunnar. Um aldarfjórð- ungsskeið hefir þessi gamli maður gengið í sama mund út á hólinn 365 sinnum á ári og 366 sinnum þegar hlaupár hafa verið. Hann heitir M. G. Stevenson og hann er einn af 12000 sjálfboða- liðum, sem vinna fyrir bandarísku Veðurstofuna. Flestir gera þeir þetta kauplaust. Þeir athuga eigi aðeins hitastig og úrkomu, heldur einnig vindátt og vindhraða, og til þess hafa þeir áhöld, er Veður- sterkar og kuldinn napur. Ef til vill hefir litli vaxtarsprotinn brotnað í rokinu í uppvextinum, en stofninn lifað af og getað sent frá sér þessa einu grein. Lengi horfði eg á hrísluna og dáðist að því hvað hún. var fögur og blöðin stór og græn og ilm- andi, þar sem hún breiddi sig yfir grjóturðina. Og mörg hávaxin, bein og fögur birkitré hefi eg séð, en fá þeirra hafa heillað mig eins og litla birkihríslan, sem ekki vildi gefast upp, þó að hún yrði að skríða á maganum yfir kletta- riðið og breiðir sig út yfir grjót- urðina eins og blævængur og sendir frá sér sætan ilm og vitnar um mátt lífsins og skapara síns. sjálfboðaiiða stofan leggur þeim til ókeypis. Og starf þeirra er ómetanlegt, því að enda þótt Veðurstofan hafi mörg- um sérfræðingum á að skipa, þá veita athuganir sjálfboðaliðanna dýrmætar upplýsingar um veður- far víðsvegar í Bandaríkjunum. En þar sem þeir senda skýrslur sínar aðeins einu sinni á mánuði, þá koma þær ekkert við hinni daglegu veðurspá. Sjálfboðaliðarnir eru úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þeir eru læknar, bændur, húsfreyur og prestar. Aðrir eru kennarar eða viðskiftarekendur. Og þeir eru dreifðir um öll ríkin. Þeir eru samvizkusamir menn og vinna mikið og óeigingjarnt starf í þágu veðurfræðinnar. Getið er um munk nokkurn, sem hefir gert veðurathuganir stöðugt í 60 ár. Eins er getið um fjölskyldu eina, sem hefir gert slíkar athuganir mann fram af manni í 100 ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.