Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 14
354 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fyrsti veðurfræðingur Banda- ríkjanna hét James P. Espy, og hann tók við því starfi árið 1848. Skömmu þar á eftir gáfu sig fram fyrstu sjálfboðaliðarnir til að vinna að veðurathugunum. Að vísu höfðu ýmsir menn gert veð- urathuganir áður. Þess er t. d. getið um Thomas Jefferson sem varð þriðji forgeti Bandaríkjanna, að hann gerði daglegar veðurat- huganir á árunum 1776—1816. En til þess hafði hann mjög léleg áhöld. Nú er mikill munur á þeim áhöldum, sem Veðurstofan lætur sjálfboðaliðum í té. Algengustu áhöldin eru tveir hitamælar og mælir annar mesta hita sólarhringsins, en hinn þann lægsta. Þeir eru geymdir í kassa, svo að stormar hafi ekki áhrif á þá. Og svo er regnmælirinn. Sums staðar er og komið fyrir vatnsskálum, til þess að mæla uppgufun. Enn fremur er sér- stakt áhald til þess að mæla vind- hraða. Þegar upplýsingar sjálfboðalið- anna berast Veðurstofunni einu sinni á mánuði, eru þær felldar inn í heildaryfirlit veðráttunnar um öll Bandaríkin í þeim mánuði. Með þessu hefir komið í Ijós, að þar eru sérstök veðurbelti, eða svæði með ólíkri veðráttu, og þau fylgja alls ekki neinum landa- mærum. Þessar upplýsingar hafa komið að verulegu gagni fyrir marga, svo sem bændur og skóg- arhöggsmenn. En þær hafa einnig komið herstjórninni að gagni. Vegna þeirra hefir verið hægt að ákveða hvar eldflaugastöðvar eru bezt settar. - * - Fyrir 120 árum ætlaði Jónas Hallgrímsson að koma á slíkum veðurathugunum hér á landi. í bréfi (18. okt. 1840) til Finns 5éð fram í tímann SÍÐASTLIÐIN 10 éz hef eg annazt viðhald á gamla kirkjugarðinum við horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Það mun hafa verið Schierbeck landlæknir sem fyrstur gróðursetti þar tré og skrautjurtir á árunum 1880—90, seinna tók Halldór Daníels- son við garðinum og var hann þá í daglegu tali nefndur Bæarfógetagarð- urinn. Það eru nú ca. 120 ár siðan síðasta líkið var lagt þar til hinztu hvíldar. Á síðastliðnu sumri var garður þessi mjög á dagskrá, bæði í blöðum og manna á milli og mun eg ekki blanda mér í þær deilur. Það sem kemur mér til að rita þessar línur, er, að undanfarin ár hefi eg oft verið spurður þeirrar spurn- ingar, hvort eg yrði aldrei var við neitt yfirnáttúrulegt í sambandi við garðinn og hef eg ætíð svarað þeirri spurningu neitandi. Til þess að gera þessum spyrjend- um einhverja úrlausn, vil eg þó geta hér atburðar sem snertir garðinn, þó eg sé þar ekki beinn aðili. Það mun hafa verið um miðjan vetur síðastliðið ár (1960) að eg kom að venju inn í Langholtsskóla. Mætti eg skólastjóra, Gísla Jónassyni. Tók hann mig tali og segir: „Það er ljótt að sjá hvernig búið er að fara með garðinn hjá þér". Eg bregst ókunnug- lega við og spyr hvað hann meini. „Veiztu það ekki", segir skólastjóri, „það er búið að grafa djúpan skurð þvert yfir garðinn frá nýa húsinu út Magnússonar, segir hann: „Eftir uppástungu minni hefir (Bók- mennta)-félagsdeildin í Reykjavík fallist á að sjá um, að dagbækur yrðu eftirleiðis haldnar yfir veðrið í öllum héruðum landsins, er síð- an komi á ári hverju í vörslu fé- lagsins. Nefnd manna, landphysi- cus Thorstenson, Gunnlögsen skólakennari og eg, á að koma þessu í lag". Því miður komst það ekki í lag. í Kirkjustræti, þvert yfir grasflöt og blómabeð og moldin liggur í haug meðfram skurðbarminum". Nú hafði eg verið niðri í garði kvöldið áður og hélt því að þetta væri venjulegt spaug og svaraði því í glensi, að það hefðu verið fljótvirkir náungar að verki, því garðurinn hefði verið ó- hreifður í gærkvöldi. Sá eg að skóla- stjóra brá og sagði hann mer að garðinn hefði hann séð í þessu ástandi, en hvort það hefði verið í vöku eða draumi gat hann ekki gert sér grein fyrir. Ræddum við þetta fram og aftur og hafði þá hvorugur heyrt að nokkurt jarðrask væri fyrir- hugað í garðinum. Liðu nú nokkrar vikur og hafði eg gleymt þessum viðræðum okkar. Þá er það einn dag að eg kem í garðinn og sé mælingamenn koma með tæki sín í garðinn og segja þeir mér að nú eigi að leggja einn heljarmikinn jarðsímastokk þvert yfir garðinn út í Kirkjustræti. Dettur mér þá í hug það sem okkur skólastjóra fór á milli og fór að fá áhuga á málinu, enda fór svo að lokum að garðurinn leit nákvæmlega eins út og hann bar fyr- ir augu skólastjórans mörgum vikum áður og mun útlit hans flestum Reykvíkingum í fersku minni. Eg tel sennilegt að verkfræðingar Landssimans hafi á þessum tíma ver- ið með þessar framkvæmdir í huga, en á milli þeirra og skólastjóra var áreiðanlega ekkert samband. Það vaknar því eðlilega sú spurn- ing: Eftir hvaða leiðum barst áður- nefnd sýn í hugskot skólastjóra? mörgum vikum áður en framkvæmdir hefjast. Sigmar G. Þormar. <__^*W- Víða um heim eru börnum kennd- ar umferðarreglur, en aðeins á tveim- ur stöðum er þeim kennt að stjórna bíl: í Perth í Ástralíu og Frankfurt í Þýzkalandi. Skattheimtan hafði beðið landeig- anda að gera nánari grein fyrir landi sínu. Og hann svaraði: Það er svo- lítill blettur, umgirtur af reglugjörð- um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.