Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 16
358 LESBOK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE 4 K D 4 3 4 742 4 Á G 8 6 * D5 4 Á 10 7 5 V D10 6 4 97 4 KG93 A G 8 2 V ÁK8 4 KD105 4 Á72 V G 9 5 3 4 43 2 4 108 6 4 S sagði 3 grönd. Út kom hjarta, A drap með drottningu og S gaf. Þetta var heillaráð, því að annars hefði V getað komizt inn á HG og spilað laufi. A sló út hjarta aftur og það var drepið. Nú kom spaði undir drottninguna, og A gaf slaginn. Nú tók S slag á TK og sló út spaða und- ir kónginn, og þá drap A. Hann sló svo út hjarta og það var drepið. Nú var tekinn slagur á SG og síðan tigulslagirnir þannig að borðið var inni. Þá kom seinasti spaðinn og þann slag fær A, en nú verður hann að spila laufi og S fær tvo slagi í þeim lit. — Garðrækt í Skagafirði. Á öndverðri 19. öld var svo mikil garðrækt í Skagafirði, að svo mátti heita að kálgarður væri á hverjum bæ. Höfðu garðyrkjuritlingar þeir, er út voru gefnir snemma á öldinni, komið þessu garðyrkjuuppþoti til leiðar, einkum sá er Stefán amtmað- ur Thorarensen gaf út í Kaupmanna- höfn 1816. Mestur garðyrkjumaður hér var Pétur prófastur á Víðvöllum, enda hafði hann oft fengið mikla uppskeru. Brátt fór samt að bera á því, bæði hjá honum og öðrum sem mikið stunduðu garðrækt, að vinnu- fólki þótti garðamaturinn ólystugur, LITLIR BYGGINGAMEISTARAR. — Það er erfitt að fást við stóra steina og brimsorfin björg, enda þótt áhugi og vilji sé nógur. — Myndin er tekin suður í Tjarnargarðinum, undir hinum volduga skjólgarði sem þar er. (Ljósmynd: Markús) einkum gulrófukálið, sem haft var bæði í súpur og grauta. Má og vera að sums staðar hafi verið hugsað heldur mikið um búdrýgindin, og þess vegna hafi komist óorð á kálið. En hvað sem því leið, þá fór svo, að garðræktin eyðilagðist hér hjá flestum um 1830 og kom ekki upp aftur til mun fyr en eftir 1850. (Ólafur Sigurðsson, Ási) Þessa vísu orkti Konráð Gíslason prófessor: Þegar loks vér föllum frá og förum úr ljósi þvísa, íslendingar allir þá yfir oss munu físa, og enn fremur upp á krít utan borgargarða, hlaða oss úr hundaskít helgan minnisvarða. Beizk Ironia yfir aðf t við þeirra mestu menn, s^gxr Bene- dikt Gröndal um vísuna. Fyrir 200 árum Menn ferðast næstum hvergi á landinu minna en í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Varla nokkur maður ferðast út fyrir sýslumörkin, og margir gamlir menn hafa aldrei farið svo langt. Helzta ferðalagið er til kirkju, sem getur verið nálægt einn- ar mílu leið. Á sumrin ríða allir til kirkju, enda þótt um stutta leið sé að ræða. í kirkjuferðum er algengt, að karl og kona tvímenna. Karlmað- urinn situr að framan og stýrir hest- inum, en konan situr kvenveg að baki honum, venjulega í vinstri hlið. Einkennilegt er, að þessi siður kvað vera algengur á Englandi. (Ferðabók Eggerts og Bjama) Nykur fældur Þorsteinn Illugason, fæddur um 1760, dáinn 1854, sagði mér frá því, þegar eg var bam, að á Böggvesstöð- um í Svarfaðardal, þar sem hann ólst upp, hefði verið nykur í Pollalæk þar skammt frá. Tók þá heimilis- fólkið sig til heilan dag og bar jafnt og þétt eld í lækinn til að fæla nyk- urinn burtu, enda varð ekki vart við hann síðan, og ekki er hann þar nú. (Séra Jón Norðtaann)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.