Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Side 1
XXXVI. árg. JEoygiutM&íiá iinð 31. tbl. Sunnudagur 29. október 1961 tJr sögu Reykjavíkur: Ingólfur á Arnarhóli ARNARHÓLL er ekki óbyggður vegna þess, að engum hafi sýnzt ráð að reisa þar hús. Hvað eftir annað hefir verið ráðgert að reisa þar stórhýsi. Þar var hinu mikla gistihúsi „Hotel de Nord“ ætlað- ur staður, að vísu ekki á háhóln- um. Þar var ráðgert að reisa Latínuskólann, þegar hann var fluttur frá Bessastöðum. Þar var einnig ráðgert að reisa Alþingis- húsið. En hvernig stóð þá á því, að ekkert þessara húsa reis þar? Hvernig stóð á því að það var engu líkara en að hóllinn væri geymdur til þess að reisa þar mynd Ingólfs Arnarsonar? Forlögin fara oft einkennilegar leiðir. Þau hafa verndað Arnar- hól og ráðið til þess var mjög einfalt. Þegar tukthúsið var reist, var Arnarhóll lagður undir það. Seinna fengu stiftamtmaður og landshöfðingi afnot jarðarinn- ar. Og þeim var ekki um að láta skerða túnið fyrir sér. Þess vegna stjökuðu þeir öllum byggingum frá Arnarhóli. Eiginhagsmunir þeirra vernduðu hólinn. Svo átti ) Árið 1863 var því fyrst hreyft að reisa Ing-ólfi Arn- arsyni minnis- merki. En mynd- in, sem nú stend- ur á Arnarhóli var afhjupuð 24. febr. 1924.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.