Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 489 Ofsahraði flugvéla mun hefna sín hægt að uppfylla. Félagið hafði ekki nema þessar 2000 krónur og það var ekki nema tíundi hlutinn af verði myndarinnar. Fjársöfnun gekk afar treglega. Þá réðist nefndin í að reisa íbúðarhús og hafa happdrætti um það. Sveinn Jónsson trésmíðameistari og fleiri gáfu 900 ferálna lóð undir það við Bergstaðastræti. Húsið komst upp og sendir voru menn út um land að selja happdrættismiða. Fólk áttaði sig ekki á þessu. Það vildi ekki kaupa happdrættismiða. Þá var öldin önnur en nú. Reyndar voru fleiri fjáröflunar- leiðir, en róðurinn þungur. Og þannig leið hvert árið af öðru. Seinast var þó dregið í happ- drættinu 2. jan. 1914. Ogþávartek in sú ákvörðun að Iðnaðarmanna- félagið greiddi allt er á vantaði, hversu mikið sem það yrði. Svo liðu enn mörg ár. En 1922 var mynd Ingólfs steypt í brons, og 24. febrúar 1924 var hún af- hjúpuð á Arnarhóli og afhent ríkisstjórninni sem alþjóðareign. Allir þeir, sem börðust fyrir þessu máli, eru nú fallnir frá. En Ingólfur stendur á Arnarhóli, svipmikill og ber hátt, enda þótt menn hafi látið sér sæma að reisa ljótasta hús Reykjavíkur að baki hans, svo að hann ber í það, í stað þess að hann átti að bera við loft. í haust var tvífari hans reistur í Hrífudal á Fjölum, ættaróðali hans. Sú framkvæmd gekk skjótt fram og hljóðlega. Tvennir eru tímarnir. Á. Ó. ----- Tillaga um samning milli ná- granna: — Við skulum komast að sam komulagi, Jón. Eg skal hætta að gera þér allt til bölvunar, ef þú hættir að gera mér allt til bölv- unar. NÚ ER talað um það sem alveg sjálfsagt, að innan skamms komi farþegaflugvélar, sem geta flogið 2—3% sinnum hraðar en hljóðið. En er það æskilegt? Þeirri spurn- ingu hefir sænski flugmálaráðu- nauturinn Bo Lundberg nýlega svarað í grein, sem birtist í „The New Scientist“. Hann varar þar alvarlega við því að lagt sé út á þessa braut, því að ekki sé hægt að snúa aftur. Ef flugfélög fái sér slíkar flugvélar, hljóti þau að fara á höfuðið ef þau ætli að hætta við þær aftur. Hann bendir á það, að flugvél, sem fari með tvöföldum eða þre- földum hraða hljóðsins, og enda þótt hún fljúgi í 70,000 feta hæð, dragi á eftir sér þrumuslóða, sem sé um 100 km. breiður. Og ekki sé nóg með þrumuna, heldur komi inn á milli svo ægilegir vábrest- ir, að hús skjálfi við og rúður geti brotnað. Á leið þeirra geti því engum orðið svefnsamt. Þær haldi vöku fyrir öllum á þessu svæði, og stundum geti það verið miljónir manna. Nú er svefninn öllum mönnum lífsnauðsyn. Er þá nokkurt vit í því að halda vöku fyrir milljónum manna, aðeins til þess að nokkrir farþegar komist á svo sem tveggja stunda skemmri tíma þvert yfir meginland Amer- íku? Önnur hætta liggur hér einnig í leyni. Þegar flogið er svona hátt — og flugvélarnar verða að fara svona hátt — eru þær komnar upp í belti geimgeislanna. Menn vita ekki hvað þeir eru. sterkir, en menn vita að þeir eru mis- munandi og allra hættulegastir rétt eftir sólgos. Það má vel vera að farþegarnir kaupi hinn aukna hraða með heilsu sinni. Það er viðbúið að þeir fái krabbamein af því að fljúga um geimgeislabelt- in. Og annað er þó ef til vill enn hættulegra, að geimgeislarnir hafi áhrif á kynstofna þeirra, og slíkt fólk geti aldrei alið hraust börn. Hann vill því að hætt sé við fyrirætlanir að smíða slík sam- göngutæki. ------------- Lindberg vai ekki fyrstur LINDBERG var ekki fyrsti mað- urinn, sem flaug yfir Atlantshaf, hann var sá 67. í röðinni. Fyrstu mennirnir, sem flugu yfir Atlantshaf, voru þeir Sir John Alcock og Sir Whittie Brown. Þeir flugu í einum áfanga frá Nýfundnalandi til írlands. Það gerðist árið 1919. Seinna á sama ári fór brezka loftfarið „R 34“ yfir Atlantshaf. Það flaug fyrst frá Skotlandi til Ameríku og síðan heim. Á því voru 31 maður. Árið 1924 flaug þýzka loftfarið „ZR 3“ frá Friedrichshafen í Þýzkalandi til Lakehurst í New Jersey, og á því voru 33 menn. Lindberg varð því hinn 67. í röðinni — en hann flaug fyrstur manna einn síns liðs yfir Atlants- hafið. ^★Vs—*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.