Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 8
492 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS Ókunn lönd og þjóðir; Hvaða forlög bíða Viet Nam? AÐ undanförnu hafa borizt fréttir um það, að innrásarmenn kommúnista í Viet Nam sé að færast í aukana. Það er seint um langan veg að spyrja sönn tíðindi, en eftirfarandi grein getur þó fyllt í skörð fréttanna. Vestrænar þjóðir hafa tekið að sér að vernda sjálfstæði Viet Nam. En þar er við ýmsa örðugleika að etja, og skapast þeir flestir af frábrugðnum hugsunarhætti og alls konar hjátrú og fáfræði þeirra sem landið byggja. INDÓKÍNA hét land, sem Kín- verjar drottnuðu yfir um þúsund ára skeið. Síðan komu Frakkar og lögðu það undir sig sem nýlendu á 19. öld. Eftir seinni heimsstyrjöld hófst uppreisn í landinu, og voru upp- reisnarmenn kallaðir Viet Minh. Voru það bæði kommar og ætt- jarðarvinir, sem höfðu tekið hönd- um saman um að berjast gegn Frökkum. Heldu þeir uppi skæru- hernaði í frumskógum og. fenja- mýrum og fengu Frakkar ekki rönd við reist. Seinast biðu þeir fullnaðar ósigur hjá Dien Bien Phu 1954. Var þá komið á vopna- hléi og friðarráðstefna haldin í Sviss. Þar var ákveðið að Kam- bodja og Laos skyldu vera sjálf- stæð ríki. En um hið langa og mjóa land, Viet Nam, varð ágrein- ingur. Seinast náðist samkomu- lag um að því skyldi skipt. í Ngo Dinh Diem forseti landsins og bróðir hans, Ngo Dinh Thuc, sem er erkibiskup. í Viet Nam er um miljón kaþólskra manna. tvennt og áin Ben Hai ráða lanaa- merkjum. Nyrðra landið skyldi kommar fá í sinn hlut, en sjálf- stæðismenn skyldu fá suðurhlut- ann, Kommar hafa ekki virt griðin þarna fremur en annars staðar. Þeir laumast inn í landið og reka þar skæruhernað, sprengja brýr, eyðileggja vegi og myrða opin- bera starfsmenn. Til þess að verj- ast þessum ófögnuði verður hið nýa ríki að hafa 150.000 manna her og hafa bandarískir liðsfor- ingjar þjálfað hann. En það er ekki hlaupið að því að vinna sig- ur á hinum erlendu ofbeldismönn- um, því að þeir eru í smáflokk- um, sem dreifðir eru um allt, fel- ast í skógum um daga, en gera árásir um nætur þar sem engin vörn er fyrir. Amerískur blaðamaður var þarna á ferð í vetur sem leið og kynnti sér ástandið í landinu. Þá Musterið í Tay Ninh. Þar inni eru myndir af Jesú, Konfusius, Búdda og Laotse. Og n?*ð ósjálfráðri skrift fá meun þarna samband við æðri verur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.