Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 493 Móðir með barn. Hún er flótta- maður frá Norð- ur Viet Nam og ber öll sín ver- aldlegu auðæfi utan á sér. var búizt við innrás afe norðan á hverri stund, en skæruhernað- ur um allt land því til undir- búnings. „Þeir gera annað verra en drepa menn“, sagði fylgdarmaður minn. „Þeir höggva höfuðin af þeim föllnu. En það þýðir að hinn látni getur aldrei fundið frið, sál hans verður að hrekjast og þjást um alla eilífð“. „Þeir“ eru stigamennirnir, sem kallaðir eru Viet Cong. Vopn þeirra og foringjar eru frá Hanoi í Norður Viet Nam, en fyrirskip- anirnar koma frá Peking eða Moskvu. Engar tilkynningar komu um það hve marga menn þeir drepa í þorpunum á hverri nótt, sumir segja 15, aðrir 25. Og um nætur vaða þeir uppi um allt land og hafa mikinn hluts þess á valdi sínu. Eg ók í bíl norðvestur frá Saig- on, höfuðborginni, og meðfram öllum veginum til Tay Ninh voru áskorunarspjöld. „Veitið ekki Viet Cong neinar upplýsingar“, stóð á sumum þeirra. „Þjóðin fylkir sér um Diem forseta“ stóð á öðrum. Þarna er fullt af stigamönnum. Þeir koma inn í þorpin um næt- ur, hafa' þar æfingar og-halda jafnvel áróðursfundi. Nú var þurkatíminn og sumir hrísgrjónaakrarnir voru lítt sprottnir. En þar sem hægt var að veita vatni á, hafði uppskera þegar farið fram, og næsta upp- skera var fyrir dyrum — mais, tóbak og blóm. Þarna var mikið af alls konar nytjatrjám, kókos- trjám og gúmtrjám. Þúsundum saman stóðu gúmtrén í beinum röðum, eins og þarna væri skemmtigarður. Gúm er ennþá mesta útflutningsvara landsins. Það eru franskir menn, sem eiga ekrurnar. Peninga til að greiða með vinnulaun, fá þeir nú senda með flugvélum. „Eg lendi aldrei“ sagði flug- maðurinn við mig, „heldur fleygi eg peningunum niður. Ef Viet Cung hafa gert fyrirsát, þá ná þeir þó ekki flugvélinni“. Tay Minh er heilög borg trú- flokks þess sem kennir sig við skaparann Cao Dai. Eg átti tal við erkibiskupinn þar. „Við höfum ekki stofnað nýan trúarflokk“, sagði hann, „það er nóg af þeim fyrir. En við höfum tekið það bezta úr kenningu Konfúsius, Búdda og Tao-trúnni. í muster- um okkar munuð þér líka sjá mynd af Jesú. Við trúum því að við fáum vitranir frá skaparanum og sálum viturra manna. Victor Hugo er einn af þeim. Við heiðr- um hann sem postula vegna þess að í skrifum hans er sönn mann- gæzka. Það skiptir litlu máli hvaðan vitranir koma, heldur hitt hvernig þær eru“. Um.kvöldið hlýddi eg guðsþjón- ustu þarna. Kennimaðurinn pré- dikaði um hreinleik andans. Hann brýndi fyrir mönnum að óttast ekki fátækt, og að þeir skyldu breyta rétt hver við annan. Daginn eftir eyðilögðu Viet Cong veginn hjá plantekrunni, rétt eftir að við höfðum farið þar fram hjá á leið til Saigon. Þeir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.