Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 14
498 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * Ur lífi alþýðunnar; Hrakningar á Dyrhólaósi þessu tæki er og hægt að ná radio bylgjum frá öðrum stjörnum, sem eru þrisvar sinnum lengra f burtu en beztu tæki hafa „dregið“ fram til þessa. Og nú verður hægt að smækka margfalt viðtökutæki flugvéla, sVo að þær verða losað- ar við mikinn. þunga. Með þessu tæki er hægt að auka svo 'mjög hitamagn ljós- geisla, að hann breyti kolefni í gufu á broti úr sekúndu — en kolefni leysist upp við 7.500 st. hita (F.) Annars er þessi uppgötvun svo ný af nálinni, að engin tök eru að greina frá því að hvaða notum hún getur komið. Það vita menn þó, að hún mun geta gjörbreytt öllum skeytasendingum (aukið t. d. afköst sæsíma allt að milljón- falt). Með henni verður og hægt að gera nákvæmar mælingar á tunglinu, og henni er treyst til þess að breyta göngu gervihnatta, láta þá skrika af braut, sem þeir eru komnir á, og fara inn á nýa braut. Þá er og gert ráð fyrir að hún geti haft stórkostlega þýð- ingu fyrir loftvarnakerfi Banda- ríkjanna. Ennfremur er búist við því að hún geti haft mikla þýð- ingu fyrir læknavísindin. MÖRG undralyf hafa komið upp að undanförnu og mikið verið gumað af ágæti þeirra. En sum þeirra eru að minnsta kosti ekki jafn ágæt og af hefir verið látið, því að þau hafa ill eftirköst fyrir sjúklinga. Er sagt að í einu sjúkrahúsi vestan hafs hafi um skeið 5% sjúklinganna verið fólk, sem veikst hafði af notkun lyfja „eft- ir læknisráði". Það er heldur ekkert lát á því að ný meðul komi fram. Á einu ári voru þau t. d. 14.000. Af þeim lyfjum, sem mest eru notuð, má telja 45 mismunandi teg. hressing- arlyfja og 30 tegundir róandi lyfja. SUMARIÖ 1928 vann eg við radió- vitann á Dyrhólaey. Verkstjóri við þá vinnu var Kristján Snorrason, síma- verkstjóri úr Reykjavík. Verkfræð- ingur var Gunnlaugur Briem og hafði þá nýlega lokið námi. Verka- menn voru allmargir, og voru þeir allir úr Mýrdal. Byrjað var á því að draga upp að vitanum allt efni, svo sem vitasteng- urnar og annað, sem „Hermóður“ hafði komið með. Til þessa var notuð vinda, sem komið hafði verið fyrir árinu áður, en þá var ljósvitinn reist- ur. Vinda þessi var handsnúin og stendur hún enn skammt norðan við vitann. Við skiftumst á að snúa vind- unni tveir og tveir í senn, og var þetta fremur lýandi verk. Aðrir voru niðri á sandi að ganga frá efni í hverja „stroffu" sem upp átti að fara. Þegar þessu verki var lokið, var farið að vinna að því að koma vita- stöngunum fyrir. Þær voru tvær. Önnur var 45 metra há, samsett úr fjórum köntuðum trjám og þau fest saman með skrúfboltum. Á trén voru negldir okar, sem náðu út fyrir brúnir beggja vegna, svo hægt væri að ganga á þeim upp stöngina. Hin stöngin var styttri og var hún fest við ljósvitann. Inni í vitanum var svo gengið frá rafmagnskerfi því, sem fylgdi radió- vitanum, og var það mikið völundar- smíð. Þar var klukka, sem gekk fyr- ir rafmagni frá rafgeymum, og var hún þannig stillt, að vélar vitans fóru í gang með byrjun hverrar klukkustundar, og sendi vitinn svo merki í tíu minútur, en stöðvaðist svo sjálfkrafa. Þetta þótti allmerkilegt á þeim árum, en nú þykir slíkt varla umtalsvert, svo mjög hefir tækninni fléygt fram síðan. Við, sem unnum þarna, fórum heim um hverja helgi, og gerðist ekkert sögulegt í þeim ferðum fyr en í ofanverðum ágústmánuði. Austan við Dyrhólaey er Dyrhóla- ós, sem er allstórt lón, og verður hann bæði stór og djúpur þegar hann er „uppi“, sem svo er kallað, en stundum er hann „úti“ og svo var þegar sú saga gerðist, er nú skal sagt frá. Þetta var á laugardegi og við ætl- uðum heim til okkar, eins og vant var. Magnús í Reynisdal kom að sækja okkur, sem ætluðum austur yfir ósinn, og kom hann á fjórrónum léttibáti út í eyna. Við vorum fimm, sem þurftum að komast austur yfir, eg, Þorsteinn Friðriksson, Sigurður Gunnarsson, Bjarni Pálson og Jón Þorvarðarson, sem þá var við guð- fræðinám. En Magnús var sá sjötti. Veður fór versnandi, gerði austan- storm með vaxandi regni. En svo háttar til við austanverða Dyrhólaey, að útfallið úr ósnum rennur fram með eynni uns það beygir til austurs um hana miðja. Að norðanverðu er þur sandfláki, sem nefnist Hesteyri, en að sunnanverðu er tangi, sem Sela- tangi heitir og gengur hann út í ós- inn frá Reynisfjöru. Meðfram þessum eyrum eru djúpir álar, sem liggja austur í ós, en á milli þeirra eru grynningar. En sundið á milli Hest- eyrar og Selatanga er allbreitt. Við lögðum nú leið okkar norður útfallið og var þá orðið rokkið. Nú var aðfall sjávar og höfðum við því straum með okkur. Gekk allt greið- lega fyrst, því að fjórir reru. Þá var mikill stormur og regn, en skjól með- fram eynni, þar sem veðrið stóð beint í hana. Nú beygðum við austur í sundið, sem áður er lýst, en er þangað kom, fór að gefa á bátinn. Sáum við þá að erfiðlega mundi ganga austur ós- inn í svo miklum stormi, en allir voru þó einhuga um að halda áfram. En svo er það skyndilega að bátinn tekur að fylla af ágjöf, og fengum við ekkert við það ráðið. Skifti það svo engum togum að hann var kom- inn að því að sökkva. Lagði eg þá til, að við sem stærstir vorum, hlyp-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.