Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1961, Blaðsíða 16
800 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A K 9 8 7 5 3 V D10 6 ♦ ÁK7 * 4 A A 10 2 ¥ G 8 3 4 DG109 * G 6 3 A D 6 V K 9 5 ¥ 542 A ÁD 982 Sagnir voru þessar: s V N A pass pass 1 A pass 2 ♦ pass 2 A pass 2 gr pass 3 gr pass pass pass V sló út TD og fekk slaginn, en næsti tigull var drepinn. Svo kom lágspaði undir drottninguna, og V gaf hiklaust. Þetta þótti S undarlegt og helt hann að A myndi hafa ásinn einan eftir. Sló hann því út spaða aftur, en þann slag fekk A á gosann, og nú var spilið tapað. Ef V hefði drepið SD með ás, hefði S sennilega unnið spilið. Þá hefði tigull komið enn og er drepinn með ás. Því næst kemur hjarta undir kónginn, og svo lágspaði og A fær þann slag á gosa. Nú verður hann að slá út laufi og S hættir drottning- unni. Nú kemur hjarta og ef V læt- ur gosa er hann drepinn með drottn- ingu, en annars er tían notuð, og þannig hefir S unnið spilið. N V A S A G 4 ¥ A 7 4 2 ¥ 863 A K 10 7 5 Sjóferðir skólapilta Bát áttu piltar (á Bessastöðum), „skólabátinn", til þess að komast á yfir Skerjafjörð, eða „yfir fjörðinn“, var stundum gapalega farið. Einu sinni var eg með í Reykjavíkurferð, og hvessti allmikið þegar við ætluð- I LAUGARNESI — Ef ykkur verður gengið inn á Laugarnestanga, þá blasir þar við byggðarhverfi, sem er mjög ólíkt þeim hverfum er nú er verið að reisa. Þarna eru hrörlegir hermannaskálar og skúrar, sem gera hinn fagra stað óyndislegan. Þeim mun furðulegri er að rekast þarna á frumleg listaverk, sem standa undir beru Iofti hjá bröggunum yzt á tanganum. Þetta eru myndir, sem Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gerði úr grjótinu í Laug- arnesi. Þær eru þarna í fullkomnu umkomuleysi vegna umhverfisins, og ætti ekki að vera þarna. Einkennilegt að menn skuli ekki hafa keypt þær til þess að hafa í skrautgörðum sínum. um á stað, átti þá að lána segl í Skildinganesi, en til allrar lukku fekkst það ekki, því enginn „kunni að sigla“, og við komumst við illan leik einhversstaðar upp í Bessastaða- nesi, en allir piltarnir, sem heima voru, komu niður að sjónum. Fyrir innan eða austan „Skansinn" var naustið þar sem báturinn var settur upp í; fengum við frí einhverntíma á vetuma til að hlaða það upp. Óhöpp vildu annars engin til á þessum sjó- ferðum, nema þegar þeir týndust Steindór Stefánsson og Björn Péturs- son, efnilegustu piltar; þá var svo að segja logn og vita menn ekki hvað að hefir orðið, því að þeir voru einir er þeir fórust. (Bened. Gröndal) Vísur eftir Helga biskup Síra Páll Stephensen í Holti ritar: Það hafa tollað í minni mínu 3 stef eftir Helga biskup Thordersen, sem eg heyrði móður mína fara með þeg- ar eg var barn. Tilefnið var það, að biskup gaf frú sinni, sem tók í nefið, eins og fleiri konur á þeim tímum, gulltóbaksdósir, og lét innan í þær miða með þessum vísum: Gef eg þér að gamni mínu gullið rauða, ástar minnar ímynd skærust, eignin verði þér sem kærust. Ástgjafirnar aðrir veita oft í fyrstu, en árin sjö og tvenna tugi tengt við höfum saman hugi. Taktu í nefið, tróðan gulls, og týndu sorgum! Vertu glöð og kysstu kallinn, hann kemur hér með tóbaksdallinn. (Nýtt kirkjublað, 1916) Hlunnindi á Reykhólum Söl, hrognkelsi, kræklingur, hvönn, egg, dúnn, reyr, melur, kál, ber, lundi, kolviður, kofa, rjúpa, selur. (Gömul vísa)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.