Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 6
 llHlMWWAI^MAAHMÍAÍdAMW^I MIÐINN KOSTAÐI 5 AURA EGAR ég, fyrir skömmu, var að blaða í hinni ný- útkomnu og fróðlegu bók ■„Öldin átjánda“, rakst ég þar á stutta frásögn um það, að í desem- bermánuði 1796 hefðu latínuskóla- piltar sýnt í Hólavallaskóla sjónleik inn „Slaður og trúgirni" eftir Sigurð sýslumann Pétursson. Þótti þetta hin mesta nýjung, enda mun sýning þessi hafa verið með allra fyrstu leiksýningum hér í bæ. í gömlu Iönó hófst íslenzk leiklist til virðingar Aöldinini, sem leið urðai leik- sýningar hér verulegur þátt ur í skemimtanalíifi baejarinis, einkium er á leið. Bfndu latínuskólapiltar oft til Deilksýninga á þeim árum, svO sem kunn- ugt er og einnig gengust einstaklingar Oig ýmis fé- lagssamtök fyrir leiksýn- ing|um. Einkuim vom Góð templairafélögin áihuga- BÖm í þessu efni og áttu mörgum góðum leikurum á að skipa. En það er ekki fyrr en með stofnun Leikfélags Reykja- víkur að hér hefst stöðug og skipulags- ibimdin leifcstarfsemi. Var félagið stofn- að í ársbyrjun 1897 og hefur starfað hér óslitið síðan. Meðal stofnendanna voru margir þekktustu og vinsælustu leifcarar þæjarins svo sem frú Stefanía Guð- miundsdóttir, Kristján Ó. Þorgrímsson, Árni Eiríksson, Friðfinnur Guðjónsson og Gunnþórunn Halldórsdóttir. Félagið fékk inni í hinu nýreista Iðnaðanmanna- ihúsi við Tjömina og heí|ur haft þar Ibækistöð sína æ síðan. Húsakostur sá, isem félagið fékk til afnota var vægast sagt mjög ófullnægjandi, búningisher- bergin í kjallara hússins ómáluð og gluggalaus og vatnsaginn þar oft svo mákill, „að allir munir lauslegir . . . fiutu þar fram og aftur eins og rekald“, isegir Friðfinnur Guðjónsson í grein einni „Fyrstu árin“ í 50 ára minningar- riti Leikfélagsins. Og annar aðbúnaður var etftir þessra. Siðan hafa verið gerðar ýmsar breytingar á þessu húsnæði, allar til mikilla bóta, og þó er það enn hvergi mærri nógu hentugt fyrir starfsemi fé- lagsins. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Leikfélagið fái umráð yfir hentugu og góðu leikihúsi efltir kröfum tómans, enda hefur félagið vissulega til þass unnið, þvi að það heflur með gagn- merku starfj sínu lagt hornsteininn að líslenzkri leikmennt og átt hvað mestan jþátt að farsælli þróun hennar. EIKARAR þeir, sem nefndir eru hér að framan, tóku virk an þátt í leikstarfseminni hér fram eftir þessari öld meðan þeim entist lif og heilsa og tveir þeirra, þau Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjóns- son hættu ekki leikstarfseminni með öliliu fyrr en í hárri elli, fyrir rúmium ára- tug eða svo. Allt voru þetta mikiihæfir leikarar og landskunnir fyrir list sína. Minnist ég þess frá bernskuánjm mín- um á ísafirði að ég heyrði þeirra otft getið, ekki sízt frú Stofaníu, sem allir dáðu fyrir frábæra leikgáfu hennar, enda skipaði hún öndvegið meðal ís- lenzkra leikkvenna meðan hennar naut við. Síðan bættust Leikfélaginu aðrir mikilhæfir leikarar, þeirra á meðal Jens B. Waage, sem um langt sfceið var tal- >nn ágætastur leikari í hópi karknanna og frú Guðrún Indriðadóttir, sem vakti mikla hrifningu fyrir leik sinn, þegar sem ung stúlka, og efcki siður er hún lék mikil og vandasöm hluitverk eins Og t.d. Höllu í Fjalla-EyvindL Afsafirði var á fyrsta tugi þess- arar aldar mjög blómlegt félagslíf og þar haldið uppi leiksýningr um á hverjum vetri, er ýmisir mætfir borg arar bæjarins genigjast fyrir. Held ég að ég hafi séð flestar þessar leiksýninigair efltir að ég stálpaðist. Man ég margar þessar sýningar enn í dag, en minnistæð astar þeirra allra eru mér þó sýningarnar á „Ævintýri á gönguför“ með Kranz birkidómara og Skriifta-Hans, sem var efltirlætfi okkar strákanna, og á „Drengn um mínum“ með hinum gamla og þraut reynda manni Mömp skóara. Höfðu þess ar sýningar mikil áhrif á okkur félag ana og urðu þær til þess að við ákváð- um að efna til leiksýningar. Fengum við léð til þess eitit af pakkhúsum bæjarins og tóklum til sýningar lítið leikrit eftir Fál Jónsson (Árdal), Kaupmannsstrik- ið, að mig minnir. Ég hafði ekki á hendi neitt hlutverk í þessum leik, en tók töluverðan þátt í leikstjórninni. Aðeins einn af okkur félögunum treysti sér til að fara með aðaiihliutverkið en sá hæng ur var á að hann stamaði mjög mikið. Höfðum við því miklar áhyggjur af þvi hvensu þessu fyrirtæki okkar mundi reiða af. Allt fór þó betlur eh á horfðist og einmiitit vegna þessa annmarka, sem við óttuðumist miest, því að þegar hötf- uðpaur leiksins kom inn á sviðið stam- aði hann svo herfilega að hlátrasköllin dundu við svo að undir tók í húsinu og allir skemmtu sér konunglega. Er á- reiðanlegt að enginn sá eftir aðgangis- eyrinum að þessairi merkilegu leiksýn- ingu, og var hann þó fimm aiurar, að mig minnir. ETTA hef ég komist næst því, á ævinni, að taka virkan þátt í leiksýninglum, og svo þegar ég á skóla- árum mánum, á einhverju veiku augna- bliki lofaði Jens Waage því, að taka að mér hlutverk Jóns bóndasonar í Nýjárs nóttinni. Mér kom ekki dúr á auga nótt- ina eftir af ofsalegum kvíða og í býtið um morguninn fór ég niður í íslandls- banka til Jens Waage, er leysti mig með mestu vinsemd frá loforði mírtu. Varð mér það mikill hugarléttir og jafnframrt að kenninglu, því að síðan hefur aldrei að mér hvarflað að taka þátt í leifcsýn- ingum jafnvel ekki með skélapiltum eða stúdentium. Mun íslenzk leiklist ekki hafa beðið mákið tjón við það. Eftir að ég settist í Mennitaákólann hðr haustið 1910, sótti ég meira og minna leiksýningar Leikfólagis Reykjavíkur etft- ir því sem fjárhagurinn leyfði. Gafst mér þá kostur á að sjá Og kynnast list þeirra, er síðar bættust í hópinn. Vafa- laust standa þessar leiksýningair fyrir mér í ljóma gamiaila minninga, sem svo oft vill verða, en þó hygg ég að ekki fari milli mála að þessir leikarar allir haíi verið mikilhæfir listamienn og unnið furðumikil leiklistarafrek, þegar þess er gætit hversu hörmlulega var að þeim búið um húsakost lengst af og að þeir urðu að vinna að ætfingum í hjáverkum oft fram á nótt etftir langain og erfiðan vinnudag. En hvað sem þessu líður, þá eru þær stundir, sem ég átti á leikisýn- ingunum í Iðnó á þessum árum, meðal minna kærustu æiskuminninga. MORGUNBLAÐIÐ hetfur beðið mig að rifja upp nokkrar ai þessum gömlu leikhúsminningum mím- um og segja frá mikilhæfustu leiklurun- um þá og list þeirra eins og hún kom mér fyrir sjónir. Hef ég orðið við þess- um tilimælum blaðsins, en vil taka það fram að hér verður að mestu um sundur lausa þanika og frásögn að ræða eftir því sem minni rnitt hrekkur til og þó stuðzt við nokkur gömul blaðaummæli, til þess að gefa nokkra hugmynd um hversu blöðin og gagnrýnendur tófcu leiklistarstartfseminni hér í þá daga. Þá verður og eingöngu sagt frá þeim hinna gömlu leikara, sem nú eru látnir. Sigurður Grímsson. Bókmenntir Frmh. af bls. 5 þessarar aldar fóru erlendir arkitektar að fá áhuga á hollenzkri byggingarlist, einkum stíl Amsterdam-skólans, sem hafði orðið fyrir áhrifum impressjón- ismans. Hér var lögð megináherzla á einfaldan stíl og allt flúr bannfært. Leitazt var við að ná sem mestu af hinu tiltölulega litla sólskini í Hol- landi inn á sjálf heimilin. Gluggar urðu æ breiðari, og nú eru hin miklu glerflæmi á íbúðarhúsum og skrifstofu- byggingum eitt af meginsérkennum hollenzkra borga. Nútímabyggingarlist Hollendinga ein- kennist af reglu. Hún er byggð á notk- un múrsteina og sterkra lita. í stóru borgunum er fátt um háhýsi, og á hollenzkan mælikvarða er 10 hæða hús skýjakljúfur. Þetta orsakar að borgir GAMLflR LEIKHÚSMINNINGAR verða mjög víðlendar. Sem dæml ml taka að Amsterdam er jafnstór og París að flatarmáli, en hefur þó ekki nema þriðjung af íbúatölu Paríséu:. Bókmenntir Þegar rætt er um hollenzkar bók- menntir verður jafnan að hafa í huga, að hollenzkir höfundar verða að gera sér að góðu mjög takmarkaðan les- endafjölda, sem ekki er hægt að auka nema með þýðingum. Það hefur ævin- lega verið skortur á hæfum þýðendum hollenzkra bókmennta. Sennilega hefur líka ríkt talsvert snobb að því er snertir lestur þýddra bóka. Hollending- ar sjálfir verða að stunda strangt nám, þar sem franska, enska og þýzka eru skyldugreinar, og þeim er það metn- aðarmál að lesa erlendar bókmenntir á frummálinu. Þá má einnig segja að til sé sérstök tegund af hollenzku snobbi, sem felst í því að líta niður á hol- lenzkar bókmenntir af því að þær hafa ekki verið skapaðar af heims- nöfnum eins og t.d. Shakespeare, Goethe og Dante. Sennilega hafa djúp- stæðustu áhrifin á hollenzkar bók- menntir komið frá erlendum höfund- um. — Meðal frægra Hollendinga á bók- menntasviðinu má nefna hugsuðina og menntafrömuðina Erasmus, Spinoza og Grotius. Nefna mætti einnig í þessu sambandi heimspekinginn Descartes, sem var að vísu Frakki, en bjó í Hol- landi yfir 20 ár vegna loftslagsins. Hann sagði að hið svala hollenzka loftslag auðveldaði sér að hugsa skýrt. Það kann að stafa af viðbrögðum skáldanna við þröngsýninni, að hol- lenzkar bókmenntir ná hæst í ljóðlist- inni. Mesta ijóðskáld Hollendinga var Joost van den Vondel (1650). Hefur verkum hans oft verið jafnað til beztu verka með öðrum þjóðum. Von- del samdi klassíska harmleika í fimm þáttum. Þrettán af harmleikum hans voru byggðir á efni úr Biblíunni. Hann var sonur hjóna frá Antwerpen sem leituðu hælis í Amsterdam. Frá 10 ára aldri bjó Vondel þar, var um skeið bókari hjá veðlánara, en kom síðar upp sinni eigin sokkabúð. Meðfram vegna þess hve þýðingar á ljóðum eru torveldar, má heita að Vondel sé ó« þekktur utan Hollands. P. C. Hooft varð kunnur sem Ijóð- skáld með því að safna til sín í kastala sinn í Muiden hópi listmálara, tónlist- armanna og rithöfunda í því skyni að tryggja fyrsta flokks list. Enn er ó- reynt hvort þetta var rétta leiðin til að tryggja framgang jafneinstaklings- bundinnar iðju og listsköpun er. Eins og í málaralistinni urðu hol- lenzkar bókmenntir að þola langt skeið niðurlægingar. Það var ekki fyrr en í seinni heimsstyrjöld að mikil ljóðlist kom fram, og þá mestmegnis frá hendi manna í andspyrnuhreyfingunni. En. svo kom tímabilið efti-r 1950 og hópur ungra Ijóðskálda sem kenndur var við sjötta tuginn. Þessi hópur veitti ferskii lífi inn í hollenzka ijóðlist. Þessi ungu ljóðskáld leituðust við að tjá með Ijóð- rænum hætti óendanleik og litauðgi lífsins, og á nokkrum árum höfðu þau unnið sér nafn sem tímaskiptamenn hollenzkrar ljóðlistar. Og þessir menn hafa elgnazt arftaka, Eitt efnilegasta ijóðskáld Hollands nú er Hans Pieter Verhagen, 22 ára gamall, sem hefur birt mikið af snilld- arlegum ijóðum í bókmenntatímarit- um. Nýlega gaf hann út lítið Ijóðakver sem hann nefnir „Anatómía víkings". Þar reynir hann að komast burt frá afskræmingu og vonleysi þeirra þátta nútímalífs sem nú ber einna mest á. Annar mjög efnilegur ungur höfund- ur er Cornelis Bastiaan Vaandrager, sem þegar er viðurkenndur meistari smásögunnar. í Hollandi er hann bezt þekktur sem „C.B.“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.