Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 9
■ ■ GEIMKONNUN EVRÚPUÞJÖÐA JE ÓLF Evrópuþjóðir hafa nýverið bundizt samtökum til stoínunar geimrannsókna-ráðs. Er ætlunin að byrja á að skjóta gervihnöttum í umferð um jörðu, til að framkvæma jarðfræðilegar rannsóknir. Og síðan er ætlunin að koma upp athugunarstöðvum, er gangi kringum jörðina, en aðrar um- hverfis tunglið. Áætlað er að kostnaður við þetta verði nálægt 280 milljónum dollara, eða um 40 milljón dollarar á ári, miðað við núverandi verðlag. Hlutverk gervihnatt anna verður einungis vísindalegs eðlis og algjörlega óskylt hernaðarlegum fyr irætlunum. í París var nýlega haldinn fundur um þessi efni: stofnun „European Space Researoh Organization", og var forseti ráðstefnunnar kjörinn Sir Harrie Mass- ey, sem er prófessor við og yfirmaður eðlisfræðideildar Lundúnaháskóla. — Mjög fróðleg samtöl birtust við pró- fessor Massie í aprílhefti „Science and •Teehnology“, og skal hér tilfært eilítið úr þeim. u. 'm áform þau sem verið er með á prjónunum, segir Sir Harrie m. a.. að ætlunin sé að setja upp tvær stjörnu- fræðilegar athugunarstöðvar, með mjög nákvæmlega stilltum eða rósettum und- stöðum (stabilized platforms). Á önnur stöðin að ganga umhverfis jörðina, en hin umhverfis tunglið. Verður hin síð- ari bundin tunglinu, sem einskonar akkeri, svo að minni hætta sé á, að hana reki út á geimdjúpið. Stöð þessari yrði ætlað að athuga geimgeisla, sólgeislun, geimryk og tungl ið sjálft. Gert er ráð fyrir, að kjarni hinnar evrópsku stofnunar muni hafa nokkur þúsund starfsmenn, þar á meðal um 300 verkfræðinga og vísindamenn. Lönd þau, sem aðild munu eiga að geimrannsóknastofnuninni eru þessi: Bretland, Frakkland, Vestur-Þýzkaland, ítalía, Belgía, Danmörk, Noregur, Sví- þjóð, ’ Niðurlönd, Svissland, Austurríki og Spánn. Gert er ráð fyrir að endan- lega verði gengið frá stofnun samtak- anna í þessum mánuði. Búizt er við, að fyrstu eldflauginni verði skotið frá Norður-Svíþjóð, snemma á næsta ári, og að skotið rnimi verða upp um 10 rannsóknarflaugum á því ári. En 40 á árinu 1964. og síðan 65 árlega. Árið 1966 er gert ráð fyrir fyrstu gervihnöttum í umferðabraut, en at- hugunarstöðvum £ lok þessa áratugs. þjóðir, en auk þess Bandaríkin, Japan og Sovétríkin. Er gert ráð fyrir að þessi samtök notist við lyftiflaugar frá NASA, hinni bandarísku geimstofnun, til þess að koma gervihnöttum á braut. Loks má nefna. að Evrópuþjóðir hafa komið upp stofnun, er nefnist The Eur- opean Launching Development Organ- ization. (eða lausl. þýtt: geimsetningar- stofnun). Mun stofnun þessi fá til um- ráða um 200 milljón dollara, til þess að smíða þriggja hama gosflaug. Er gert ráð fyrir að skottilraunir geti hafizt frá Woomera-svæðinu í Ástralíu árið 1965. Eins og séð verður af bessu, eru Evrópuþjóðir búnar að gera sér ljóst, hve nauðsynlegt það er að dragast ekki um of aftur úr í rannsóknum á geimn- um. Og ef svo skyldi fara að Efnahags- bandalag Evrópu yrði loks að veruleika, fyrir margar helztu þjóðir þessarar heimsálfu, þá verða þessi samtök ein- hver hin öflugustu í heimi, með ein- hverja beztu vísindamenn og hugsuði heimsins. Og elztu verkmenningu ver- Sir Harrie Massey aldar. — Hversvegna skyldu þá ekki þessi samtök geta tekið forystuna, þeg- ar frá líður. um rannsókn geimsins og um skoðun og skýringu tilverunnar? Þetta síðasta er athugasemd mín. MT að er ómaksins vert að kynna sér hugsunarhátt visindamanna eins og Sir Harries, einnig þegar þeir tala dag- iegt mál. Margir fslendingar ímynda sér, að þeir menn séu mestir vísindamenn, sem haga orðum sínum á óskiljanlegan hátt, og sýna sérvitringshátt og skrýtilegheit. Ég hygg að þesáu sé öfugt farið. Samtöl við Sir Harrie, m. a., leiða i viðbót við þessa evrópsku geim- ítofnun má nefna önnur samtök, sem hafa einnig innan vébanda sinna Evrópu Tennur yðar þarfnast daglegrar umhirðu. RED WHITE TANN- KREMIÐ fuflnægii öllum þörfum yðar á því sviði. RED WHITE er bragðgott og frískandi og innilicldur A4 og er umfram allt mjög ódýrt Biðjið ekki bara um tannkrcm, heldur RED WHITE tannkrem Heildv. Kr. ó. Skagfjörð h.f. Sími 2-41-20 þetta í ljós. Þessi maður, sem er einn af fremstu vísindamönnum Breta, og sem m. a. hefur skrifað bækurnar „Theory of Atomic Collisions“ (hugmyndakerfi um árekstra frumeinda) og „Negative Ions“ (neikvæðir jónar) og sem oft átti í banvænu en stundum eilítið broslegu stríði við þýzka vísindamenn í síðustu styrjöld, þegar hann var yfirvísinda- maður, í þjónustu brezku flotastjórnar- innar, um smíði sprengidufla, hefur einnig tekið þátt í kjarnorkurannsókn- um í Bandaríkjunum og er í ritstjórn timaritsins „Science and Technology. “ Hann segir svo meðal annars: r að er í dag meðal vísindalegra leiðtoga sérstaklega mikil tilhneiging til að einbeina sér að hreinum og tær- um vísindum, eðlisfræði. En aðalvanda- málið er, hve kostnaðurinn við slíkar rannsóknir vex gífurlega ört. Rannsóknir á örsmæðinni (micro- cosminu) leiða til útgjalda, sem nema oístærðum (macroscopiskar upphæðir, t. d. 109 dollara) áður en langt um líður. Fyrir þá, sem ekki hafa kynnt sér kjarn fræði, eru þetta ofsalegar upphæðir. — Hvernig stendur á þessu? spyr sá sem talar við Sir Harrie. Þetta kemur til af því, segir Sir Harrie, að um leið og við nálgumst yztu takmörk hraða og beitum sífellt meiri orku og komumst upp í allt að því 109 volta spennu (10.000.000.000 volt) þá fara niðurstöður afstæðiskenn- ingarinnar að verða tilfinnanlegar. Áhrifin af þeirri orku, sem beitt er til að hraða einni smáögn, verða þá æ minni, eftir því sem hraðinn eykst. Og þetta skapar geysilega tæknilega örðugleika og gífurlegan kostnað. Hversvegna ekki að láta sér á sama standa? spyr greinarhöfundur. — Vegna þess, má skilja á Massey, að hér kynni að koma í Ijós, að lögmál eðlis- fræðinnar, eins og við þekkjum þau, gildi ekki. Ný og merkileg þekking kynni að spretta af bessum tilraunum °g dýpri skilningur á tilverunni (athuga semd mín). T æri ekki nær að eyða meiri upp- hæðum í rannsókn á sjúkdómum held- ur en í eðlisfræðilegar og geimfræði- legar rannsóknir? spyr greinarhöfund- ur. Þessu svarar Massey þannig: Það er ekki nóg að veita fé til rannsókna. Það er hægt að drepa niður allar rannsóknir með því að svelta þær. Veita ekki fé til þeirra. En það er ekki mögulegt, eða a.m.k. mjög erfitt, að skapa djúptækar og skapandi ránnsóknir, hversu miklu fé sem til þeirra er veitt, ef ekki er Frh. á bls. 15 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.