Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Qupperneq 2
rs vi
lMVNDj
HINN nýi forseti Indlands tók
við embaetti sínu í vor. Mað-
urinn sem kjörinn var í embættið er
fyrrverandi varaforseti landsins, sir
Sarvepalli Radhakrishnan, kunnasti
heimspekingur Indlands. Fráfarandi for
seti, dr. Rajendra Prasad, er hlédrægur
maður og hafði sig lítt í frammi með-
an hann hafði embættið á hendi, en
margir gera sér vonir um að hinn nýi
forseti verði einn af atkvæðamönnum
heimsins á næstu árum.
Eins og forsetar margra annarra
landa er forseti Indlands fyrst og fremst
einingartákn ríkisins og hefur lítil sem
engin pólitisk völd ,enda segir í
stjórnarskránni að ríkisstjórnin eigi að
„hjálpa og leiðbeina forsetanum við að
marka og framkvæma stefnu sína“, en
ýmsir telja að þessu muni verða öfugt
farið um sir Sarvepalli Radhakrishnan.
Meðan hann var varaforseti studd-
ist Nehru forsætisráðherra mjög við
hann og leitaði til hans, bæði sem vin-
ar og ráðgjafa, þegar erfið vandamál
steðjuðu að — og ekki er ólíklegt að
hann geri það nú í enn ríkara mæli
en áður, ekki sízt með tilliti til hinna
myrku skýja sem grúfa yfir landamær-
um Tíbets og gætu leitt til alvarlegra
átaka, jafnvel styrjaldar, ef út af ber.
E n hinn nýi 73 ára gamli forseti
nýtur einnig mikils og óvenjulegs
trausts á þjóðþinginu. Má meðal annars
marka það af því, að hann var kjörinn
til forseta með 2938 atkvæðum, en tveir
keppinautar hans fengu aðeins 41 og
17 atkvæði hvor.
Þegar talað er um Radhakrishnan
sem væntanlegan atkvæðamann í heims
málunum, byggist það meðfram á því,
að hann hefur árum saman látið mjög
til sín taka í heiminum, að vísu ekki
á sviði stjórnmála, heldur á vettvangi
vísinda.
Það eru engar ýkjur að segja, að
Radhakrishnan sé mesti núlifandi
heimspekingur og trúarbragðasagnfræð-
ingur Indlands — og að áhrifa hans
gæti langt út fyrir landamæri föður-
landsins. Hann hefur haldið fyrirlestra
við flesta háskóla á Vesturlöndum og
vakti mikla athygli þegar hann heim-
sótti Kaupmannahöfn í fyrra. Hann var
um langt skeið prófessor við háskólann
í Oxford. Bækur hans hafa verið þýdd-
ar á fjölmörg tungumál og þykja
merkilegar heimildir um indversk trú-
arbrögð og hugsunarhátt
Þ að var Rudyard Kipling sem
sagði í hinu fræga ljóði sínu „Ballad
of East and West“: — East is East, and
West is West, and never the twain shall
meet“ (Austrið er Austrið, og Vestrið er
Vestrið, og þetta tvennt mun aldrei
eiga samleið). Þennan hugsunarhátt
neitar sir Sarvepalli Radhakrishnan
einfaldlega að viðurkenna.
Eftir víðtækar rannsóknir á sögu
trúarbragðanna komst hann að niður-
Stöðu sem hann lét í ljós í frægum fyr-
irlestri við Harvard-háskóla í fyrra-
haust:
„Það er einn af hinum beizku harm-
leikum veraldarsögunnar að hin miklu
trúarbrögð hafa ekki sameinað mann-
kynið í gagnkvæmu trausti heldur
þvert á móti sundrað því með valda-
fíkn sinni og fordómum.“
Að sjálfsögðu hefur Radhakrishnan
eins og flestir fullorðnir Indverjar ver-
ið lærisveinn Mahatma Gandhis, en
hann hefur sérstakar mætur á beng-
alska skáldinu og spekingnum Rabin-
dranath Tagore, sem hann hefur skrif-
að nokkrar bækur um. Tagore er kunn-
ur hér á landi af þremur bókum,
„Ljóðfórnir“ (1919), „Farfuglar" (1922),
báðar þýddar af Magnúsi A. Árnasyni,
og „Skáld ástarinnar“ (1961), þýdd af
Sveini Víkingi.
L ífsferill Radhakrishnans hef-
ur verið óslitin viðleitni í þá átt að
sameina Austrið og Vestrið. Hann er
kominn af brahmina-ætt, en hún var
hvorki auðug né glæsileg í ytra til-
liti. Faðir hans hafði lítilmótlegt em-
bætti við skattheimtuna í Madras og
mjög litlar tekjur.
En fjölskyldan var sparsöm og safn-
aði nægilegu fé til að gera hinum gáf-
aða unga manni kleift að stunda nám
við Christian College í Madras. Hann
hafði brátt vald á mörgum tungumál-
um Indlands auk ensku, og árið 1911
hóf hann glæsilegan feril sinn sem pró-
fessor í heimspeki og trúarbragðavís-
indum við háskólann í Madras. Síðan
kenndi hann við háskóla í Mysore,
Kalkútta og öðrum indverskum háskóla
borgum — og að lokum var hann
kvaddur til kennslu við vestræna há-
skóla.
Hann gat sér fyrst verúlegt orð þeg-
ar hann hélt fyrirlestra við háskólann
í Chicago, en alþjóðafrægð öðlaðist
hann fyrst meðan hann var prófessor
í austrænum trúarbrögðum við háskól-
ann í Oxford. Því embætti gegndi hann
árum saman, en ferðaðist jafnframt
mikið og hélt fyrirlestra við aðra há-
Þegar árið 1931 var Radhakrishnan
aðlaður af brezku stjórninni. Það hafði
þó engan veginn í för með sér að
hann léti af baráttu sinni fyrir sjálf-
stæði Indlands. f ræðu og riti var
hann óþreytandi baráttumaður fyrir
frelsi föðurlandsins. Hann stóð jafnan
í fremstu röð, og þegar stund frelsisina
rann upp, var hann einn af leiðtogum
þjóðar sinnar.
S ir Sarvepalli Radhakrishnan hef-
ur yfirbragð meinlætamannsins, hann
er horaður, andlitið markað djúpum
dráttum mikillar reynslu, augun hvöss
og neistandi bak við þykk gleraugu. f
þessum grannvaxna manni búa miklir
andlegir og líkamlegir kraftar.
Það er með ólíkindum hve hart hann
hefur lagt að sér síðustu fimmtán árin,
og hve miklu hann afkastar enn, þó
hann sé kominn yfir sjötugt. Hann hef-
ur árum saman verið fulltrúi Indlands
hjá UNESCO (Menningar- og vísinda-
stofnun Sameinuðu þjóðanna). Hann
hefur verið sendiherra Indlands í
Moskvu. Hann hefur talað fyrir hönd
Indlands á einni alþjóðaráðstefnunni
eftir aðra — og hvar sem hannhefur kom
ið fram hefur hann ævinlega haft í huga
meginreglu sem hann orðaði eitt sinn
þannig: „Meðal hinna miklu og torveldu
vandamála, sem nú skipta veröldinni í
tvær heildir, er ekkert, sem ekki megi
leysa með umræðum og samningum.“
Mr að var árið 1952 sem hann var
kjörinn varaforseti Indlands, einnig með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þá
hófst hin nána samvinna hans við
Nehru forsætisráðherra. Það var næst-
um óhjákvæmilegt að þeir fengju sam-
úð hvor með öðrum, þar sem báðir
„höfðu mætur á sams konar sósíal-
isma“, eins og Radhakrishnan komst eitt
sinn að orði. Þar við bættist að Nehru
er að eðlisfari dulur og hlédrægur og á
erfitt með að opna hjarta sitt fyrir öðr-
um, en í varaforsetanum hafði hann
fundið mann sem hann gat talað við
án nokkurrar feimni og hlustað á sér
til mikils gagns.
mt að er víst alkunnugt að Nehru á
annan trúnaðarmann, landvarnaráðherr
an Krishna Menon, sem að margra dómi
er allt annað en æskilegur til hins á-
byrgðarmikla hlutverks, er honum hef-
irr verið falið. Skyldu ekki hinar al-
mennu vinsældir nýja forsetans að
nokkru leyti stafa af því, að hinn mikli
fjöldi Indverja, sem hefur horn í síðu
Menons og á bágt með að umbera hann,
telji að Radhakrishnan sé mjög æskilegt
mótvægi gegn landvarnaráðherranum í
æðstu stjórn ríkisins?
Sir Sarvepalli Radhakrishnan, sem er
ekkjumaður, hefur árum saman lifað
mjög óbrotnu lífi í Nýju Delhi hjá syni
sínum og tengdadóttur, en dætur hans
fimm eru tíðir gestir á heimilinu. Nú
er hann fluttur inn í hina glæsilegu for-
setahöll, „Rashtrapati Bhavan", þar sem
brezki varakonungurinn bjó áður fyrr.
Nú er hann umkringdur skrauti, iburði
og opinberu tilhaldi — og má það telj-
ast einkennilegt fyrir mann sem ævin-
lega hefur gert sig ánægðan með brauð-
skorpu, vatnskrús og hermannabedda.
Utgefandi: H.f. Arvakur, Beykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Bitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Áml Garðar Kristinsson.
Bitstjóm: Aðalstræti 6. Sími 22480.
2 LESBÓK MOR GUNBLAÐSINS
19. tölublað 1962