Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Page 4
Hiff sögufræga flug- Wright-bræffranna viff Kytty Hawk 17. des.
Bandaríkjaher, að hann vildi gera
samninga um smíði eins loftskips og
einnar flugvélar, sem væri þyngri en
andrúmsloftið. „
u
JTB.erinn krafðist þess, að vélin
gæti borið tvo menn og eldsneyti til
200 km flugs með að minnsta kosti
57,6 km hraða (36 mílur) og verð*
launum var heitið fyrir meiri hraða
en 64 km. Vélinni átti að fljúga í
xeynsluflug, sem tæki að minnsta kosti
eina klukkustund og hún átti að ge^a
lent án þess að skemmast að ráði.
Einna erfiðasta skilyrðið var, að „vél*
in verður að láta fullkomlega að stjórn
í allar áttir án erfiðleika og hún verð-
ur að vera í fullkomnu jafnvægi á
meðan.“
Árið 1908 átti eftir að gera þessa
hlédraegu bræður heimsfræga.
Af 41 tilboði, sem hernum bárust,
urðu aðeins tvö eftir að lokum. Tii-
boð Wright-bræðranna og Augustus M.
Herring. Afgreiðslufrestur Herrings var
180 dagar og verðið 20.000 doliarar,
en verð Wright-bræðra 25.000 dollarar
og afgreiðsluirestur 200 dagar.
fyrst og fremst að fullkomna flugkunn-
áttu sína.
Mr eir settu þó engin ný met fyrr
en síöari hluta september. Þann hálfa
mánuð flugu þeir meira en öll hin
árin til samans, og 26. september flugu
þeir meira en 10 mílur (16 km).Lengsta
flugið þetta ár var 5. október, 38.8 km.
Til samanburðar við aðra má geta
þess ,að Henry Farman vann ekki
Deutsch-Archdeacon verðlaunin fyrr en
1908 með því að fljúga 1 km í hring.
Nýja Wright-vélin 1907 hafði 50%
meira afl en vélin frá 1905. Hún var
nógu aflmikil til að bera tvo menn,
eldsneyti og 45 kg að auki. Sætunum
var komið þannig fyrir, að mennirnir
voru hlið við hlið og gátu báðir stjórn-
að flugvélinni. Þetta var mikilvægt:
Það sýndi, að nú voru þeir reiðubúnir
að kenna öðrum að fljúga.
Hinn 23. desember 1907 tilkynnti
JtP ræðurnir hófu æfingar 6. maí.
Þeir höfðu ekki flogið síðan 1905 og
gátu aðeins æft til 14. maí. Þeir not-
uðu fyrsta æfingasvæði sitt við Kill
Devil Hill í nágrenni Kitty Hawk.
Vélin var sú sama og 1905, en þeir
breyttu henni til að koma til móts við
kröfur stjórnarinnar.
Wilbur fór til Frakklands í júlí og
flaug frá kappreiðavelli við Le Mans
og flutti sig síðar til Auvours á stærri
völl. Hann sýndi betri stjórn á vél
sinni en sézt hafði áður, flaug oft á
dag, stöðugt lengri tíma og fjarlægðir.
Völlurinn var sífellt þéttskipaður á-
horfendum, og mönnum var farið að
skiljast, hve snjall Wilbur var, er
hann hafði fullkomna stjórn á vél sinni
og flaug langar leiðir, meðan aðrir
mældu flug sín í fetum. Nú komst
í tízku að horfa á Wilbur fljúga, og
áihorfendur þyrptust að úr allri Bvrópu.
Orville fór til Fort Myer í Virginíu
til að afhenda vél sína til prófunar í
byrjun september. Hann tilkynnti 9.
september að hann ætlaði að fljúga, en
vegna óhagstæðra skilyrða urðu nokkrar
tafir á. Blaðamenn voru orðnir svo von-
sviknir, að enginn kom til að vera við-
ir, að enginn kom til að vera við-
staddur, nema Augustus Post, ritari í
„Aero Club of America.“
Framhald á bls. 6.
Þarna er fyrsta flugvél Wright-bræffr anna — í Smithsonian safninu i Was-
hington. Fjær sést hjólaútbúnaffur og neðri hluti annarar flugvélar, „Spirit ot
St. Sonis“, vélina, sem Lindbergh flaug yfir Atlantshaf.
F
" ÆSTIR hafa gert sér fulla
grein fyrir snilld Wright-bræðr-
anna. Sennilega mikið vegna þess
hve þeir voru feimnir og hlédrægir
— og að þeir nutu ekki æðri mennt-
unar. —
Minningargreinarnar um Orville
Wright, sem dó 1948, voru tírdar
saman í flýti úr gömlum blöðum, og
mátti oft á þeim skilja, að þeir bræð-
ur hefðu verið heppnir, að þeimskyldi
takast að fljúga, þegar menntaðri
mönnum hafði mistekizt.
Sannleikurinn er sá, að bræðurnir
Wright voru beztu flugvélasmiðir síns
tíma, og flugtilraunir þeirra höfðu
aflað þeim meiri þekikingar, en aðrir
höfðu getað aflað sér fram til þess tima.
Hvorki er hægt að segja, að
Wrightbræður hafi „fundið upp flug-
vélina“ né að þeir hafi flogið fyrstir.
En þeir voru fyrstir til að smíða og
fljúga tæki, sem var þyngra í sér en
andrúmsloftið og stjórna því á flugi.
Árangur þeirra var ekki að þakka
heppni. Þeir voru búnir að gera til-
raunir síðan 1896. Flug þeirra 17. des.
1903 var hápunktur tilrauna, sem byrj-
að var á löngu fyrir þeirra dag. Og yfir
hundrað ár voru liðin, síðan farið var að
fljúga í loftbelgjum.
Fyrsta flugið fór fram við Kitty
Hawk í Norður-Karólínu. Þeir sögðu
svo frá atburðinum:
„Fyrsta flugið stóð aðeins nokkrar
sekúndur, sem er mjög lítilfjörlegt í
samanburði við fuglana. En þetta var
í fyrsta sinn í sögu heimsins, sem vél
hafði lyft sjálfri sér og manni upp í
loftið með eigin afli, siglt áfram án
þess að missa ferð né hæð og lent
síðan, án þess að eyðileggjast."
ennan dag fóru þeir fjórum
sinnum á loft og skiptust á um aðfljúga,
eins og þeirra var siður. Wilbur flaug
síðast, var á lofti í 59 sekúndur og
lagði 260 metra að baki.
Þennan vetur byggðu þeir þrjár nýj-
ar flugvélar, sem áttu að verða kraft-
meiri og komast með 64 km hraða.
Hinn 26. maí 1904 tilkynntu þeir,
að þeir ætluðu að fljúga. En svo fór
að hreyfillinn vildi ekki ganga og flug-
vélin fór ekki á loft. Daginn eftir fór á
sömu leið.
Þeir voru nú ekki lengur á Atlants-
hafsströndinni, heldur í Dayton í Ohio,
veðurfarið þar var þeim óhagstætt, og
engið, sem þeir höfðu fyrir flugvöll,
óslétt og blautt. Þeim fannst þeir samt
þurfa að sigrast á þessum erfiðleik-
um. Ekki var alltaf hægt að reikna
með jafn góðum skilyrðum og við Kitty
Hawk.
Allan júlímánuð áttu þeir í erfiðleik-
um, einkum varð hreyfing vélarinnar
öldótt. Þrátt fyrir mikla vinnu við
að breyta þungamiðju vélarinnar tókst
ekki að bæta þennan galla að fullu,
en þeim tók þó að ganga betur í ágúst.
1 lok þess mánaðar hafði þeim tekizt
að fljúga 400 metra. En þeir voru ekki
ánægðir, því að þeir höfðu einsett sér
að fljúga hring. Hinn 20. sept. hafði
þeim loks tekizt þetta, og var lengd
hans um 1440 metrar.
Octave Chanute, velþekktur bygg-
ingaverkfræðingur og flugsiglinga-
fræðingur, heimsótti þá í Dayton og
15. október sá hann Orville fljúga 413
metra á 23% sekúndum. Þegar bræð-
urnir fóru að segja frá árið eftir, að
þeir hefðu flogið mikið árið 1904, voru
flestir efagjarnir, og hefðu þeir án efa
orðið að athlægi hefði ekki jafn fræg-
ur maður og Chanute stutt frásögn
þeirra.
í desember hættu þeir að fljúga.
Chanute gaf ágætt yfirlit yfir árangur
þeirra í bréfi til F. H. Wenham, upp-
hafsmanns tvíþekjunnar, 24. nóv. 1905:
„Vélin var endurbyggð 1904 með
breytingum. Þeir lentu 105 sinnum.
Þegar bezt gekk lentu þeir eftir að
hafa flogið 4.8 kílómetra í fjóra heila
hringi yfir 40 hektara akri. í nóvember
var vélin þyngd með 22.5 kg. af járn-
stöngum, og í desember gat hún borið
31.5 kg., auk flugmannsins."
Árið 1905 endurbættu þeir vélina, en
gerðu engar meiriháttar breytingar, því
þeir voru sannfærðir um, að farartæk-
ið væri rétt smíðað. Mest reið á að
bæta flugið, en til þess þurftu þeir
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19. tölublað .962