Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Page 5
Undraheyrnir og sýnir
ÓKUNNA KONAN
' Fg stóð við suðurgluggann í stof-
unni minni. Það var vetrarmorgunn hlýr
og bjartur. Snjóinn hafði að nokkru
leyst af götunni, svo hún var flekk-
ótt á að líta. Söluturn er skammt frá
húsi mínu (nr. 3 við Munkaþverár-
stræti á Akureyri). Mér verður litið
þangað. Sé ég þá að fyrir horn hans
kemur dökkklædd kona með svartan
hatt og heldur á svartri tösku í vinstri
hendi. Handleggnum heldur hún nokkuð
írá síðunni. Hún er hölt og auðséð er
að heltin stafar frá mjöðminni. Ég sé
andlit hennar glöggt, hvern drátt og
hrukku og bláa baugana undir augun-
tim. Allt yfirbragð hennar ber vott um
þjáning og sorg og mér er ljóst, að hún
hefir verið veik. Ég hugsa mér að gefa
henni gætur, þegar hún gangi framhjá
húsinu. En fyrr en það yrði, hvarf hún
mér sjónum. Ég hleyp út og skima eftir
henni. En hana er hvergi að sjá.
Eftir á fer ég að athuga, hvað valdið
hafi því, hve greinilega ég sá andlit
kviknar á. Ekkert hafði hann haggast.
Hversvegna dó þá ljósið?
(Skrifað á sjúkrahúsi sept. 1955).
SKELDÝR
E ftirgreint smáatvik bar við í
æsku minni á Víðivöllum í Fnjóskadal.
Það var vetrarnótt. Kolsvart myrkur
grúfði yfir öllu eins og gjörningaþoka.
Það fyllti hvern krók og kima í gamla,
stóra torfbænum, með göngum, ranghöl-
um og skellihurðum. Það er sízt að
undra þótt nútímamaðurinn, sem segja
má að aldrei hafi í myrkur komið, geri
sér ekki í hugarlund slíkt glórulaust
myrkur. Fyrir hendi voru þá fá og
ófullkomin ljósatæki og eldspýlur ekki
í hvers manns vasa.
Eina slíka vetrarnótt vakti mig ein af
stúlkunum. Kvaðst hún hafa magaverk
og bað mig að koma með sér fram í
fjós. Leiðin þangað lá niður lágan stiga,
fram fyrir skellihurð, fram göng, gegn-
um stórt hlóðareldhús og síðast langan
ranghala, sem lá úr því til fjóssins.
hennar. Fjarlægðin frá turninum er svo
mikil að ómögulegt er að þekkja and-
lit fólks né greina andlitsdrætti. En
andlit þessarar dularfullu konu myndi
ég þekkja hvar sem það bæri fyrir mig.
Svo skýr stendur hún fyrir hugskots-
augum mínum.
(Skrifað í maí 1955).
LJÓSIÐ, SEM DÓ
Kúvöld eitt að vetrarlagi var ég að
taka til kvöldmatinn á Ásláksstöðum.
Ég var ein. Stúlkur voru í fjósi. Úti var
blíðalogn. Yfir búrborðinu hékk olíu-
lampi. Á honum logaði glatt. Snögglega
deyr ljósið. Ég skil ekkert í þessu. Dett-
ur mér helzt í hug, að kveikurinn hafi
fallið niður í olíugeyminn þótt lítt væri
það sennilegt. Ég vissi, að á lampanum
var næg olía. Ég tek glasið af og bregð
eldspýtu að kveiknum, sem óðara
Fyrir framan eldhúsið voru enn löng
göng fram í bæjardyr.
Þegar við komum fram fyrir skelli-
hurðina heyri ég að eitthvað, sem
hringlar í, mjakast inn eftir göngunum.
Mér flaug í hug skeljaskrímsli, sem
sagt var að stundum heyrðist í við
sjóinn. Þetta hljóð minnti á það. í
bakaleið varð ég einskis vör. Ég vil
geta þess að stúlkan. sera með mér var,
heyrði ekkert.
Þótt einkennilegt megi heita, kenndi
ég ekki hræðslu. Hver þessi myrkra-
vera var, sem gaf til kynna nærveru
sína á svo kynlegan hátt, er mér ráð-
gáta. En til hennar heyrði ég jafn-
greinilega og ég yfirstandandi augna-
blik heyri í vindinum, sem leikur við
gluggann minn.
(Skrifað á sjúkrahúsi sept. 1955).
t
SKILVÍSl
Þ að, sem hér verður greint frá
gerðist í sjúkrahússkjallara í kaupstað
hér á landi fyrir nokkrum árum.
Kvöld eitt á kona erindi í kjallar-
ann. Þegar þangað kemur, sér hún ó-
kurinan mann í einu horni hans. Er
hann hálfbóginn yfir fatahrúgu, sem
hann virðist vera að leita í. Konunni
þykir þetta kynlegt. Hún vissi ekki til
að þarna væru flíkur geymdar. En sam-
stundis verður henni ljóst að ekki er
allt með felldu. Grípur hana þá ofsaleg
hræðsla, hleypur upp á loft og segir
frá, hvers hún hafi orðið vör.
Margir mánuðir líða. óboðni gestur-
inn í kjallaranum er öllum gleymdur.
Þá ber það við að maður verður úti í
nærliggjandi sveit. Helfrosinn líkami
hans er fluttur i kjallara sjúkrahússins.
Þegar fötin eru þíð, er líkið flett klæð-
um og þau lögð í eitt horn kjallarans.
Þegar konan, sem sýnina sá fyrir mörg-
um mánuðum, sér líkið, þekkir hún þar
sama manninn. Líka rifjast það upp
fyrir henni, að einmitt í horni því, sem
fötin nú lágu í, var ókunni maðurinn
að leita.
örskömmu seinna, sér konan ennþá
þennan þráláta gest. Er hann að leita í
fötunum, sem dregin höfðu verið af
líkinu og ekki var enn búið að fjar-
lægja. Er nú farið að athuga fötin.
Finnast þá peningar í vösum þeirra.
Upplýstist fljótlega að látni maðurinn
hafði verið beðinn fyrir þá, þegar hann
lagði af stað í feigðarförina.
Hefir hann enga ró fengið, fyrr en
þeir komust til skila. Eftir þetta varð
hans ekki vart.
Athyglisvert er að konan skyldi sjá
svip mannsins löngu áður en atburður-
inn gerðist, meðan hann var enn í tölu
lifenda, heill á húfi.
(Skrifað á sjúkrahúsi des. 1955).
I SMÁSAGAN j
Frh. af bls. 3.
að tæla mig af vegi dyggðarinnar. Það
var augsýnilega eitthvað allt annað sem
fyrir henni vakti.
„Herra stúdent!“ hóf hún máls, og
skyndilega bandaði hún frá sér með
hendinni, snerist snögglega á hæli og
hvarf út um dyrnar. Ég stóð eftir með
mjög óþægilega tilfinningu. Ég hlustaði.
Hurðinni hjá henni var skellt harka-
lega að stöfum — aumingja konan var
sýnilega ævareið. Ég hugsaði málið og
afréð að fara til hennar, bjóða henni að
koma hingað aftur og skrifa síðan fyrir
hana hvað sem hún bæði mig um.
JL’ G fór inn í íbúð hennar, litaðist
um. Hún sat við borðið, hallaðist fram á
olnboigana og grúfði andlitið í höndum
sér.
„Hlustaðu á mig“, sagði ég.
Þegar ég kem að þessu atriði í sög-
unni verð ég ævinlega vandræðalegur
og fábjánalegur inni í mér. Jæja, hvað
um það!
„Hlustaðu á mig“, sagði ég.
Hún stökk upp af stólnum, kom í átt-
ina til mín með gneistandi augu, lagði
hendurnar á axlir mér og fór að hvísla
eða réttara sagt suða með hinni ein-
kennilegú bassarödd.
„Sjáið þér til! Það liggur svona i
þessu. Það er alls enginn Boles til
og ekki heldur nein Teresa. En hvaða
máli skiptir það yður? Er það svo af-
skaplega erfitt fyrir yður að draga penn
ann yfir pappírinn? Er það? Æ, og þér
líka! Og samt eruð þér svona lítill og
ljóshœrður piltur! Það er hreint eng-
inn, hvofki Boles né Teresa, bara ég.
Þarna hafið þér það þá, og eruð þér
nokkru bættari?
„Fyrirgefðu", sagði ég algerlega
klumsa yfir slíkum móttökum. „Hvernig
liggur eiginlega í þessu? Það er engiMS
Boles, segirðu?"
„Nei. Þannig er það.“
„Og engin Teresa heldur?“
„Og engin Tersea. Ég er Teresa.**
E G botnaði hvorki upp né niður
í þessu. Ég virti hana vandlega fyrir
mér og reyndi að gera mér grein fyrir,
hvort okkar væri að segja skilið við
skynsemina. En hún fór aftur yfir að
borðinu, leitaði að einhverju, kom til
mín aftur og sagði særðum rómi:
„Ef það var svona erfitt fyrir yður
að skrifa til Boles, þá er bréfið hérna,
sjáið þér, takið það. Aðrir munu skrifa
fyrir mig.“
Ég leit á hana. f hendi hennar lá
bréfið til Boles. Fari það kolað!
„Hlustaðu á mig, Teresa. Hvað á þetta
allt saman að þýða? Hvers vegna þarftu
ao fá aðra til að skrifa fyrir þig, úr því
ég er þegar búinn að því, og þú ert
ekiki einu sinni búin að senda bréfið?“
„Senda það hvert?"
„Nú, til þessa — Boles.“
„Enginn slíkur maður er til.“
Ég skildi ekkert í þessu. Fyrir mig
var ekki annað að gera en snauta burt.
Þá kom hún með skýringuna.
„Hvað er þetta?“ sagði hún og var
enn særð. „Það er ekki til neinn slíkur
maður, é,g segi það alveg satt,“ og hún
rétti út hendurnar eins og hún skildi
ekki sjálf hvers vegna enginn slíkur
maður væri til. „En ég vildi láta hann
vera til......... Er ég ekki mennsk
eins og aðrir? Já, já, ég veit, auð-
vitaö veit ég . . . Samt gerði ég engum
mein með því að skrifa honum, eftir
því sem ég fæ séð . . .“
„Fyrirgefðu — skrifa hverjum?"
„Boles auðvitað.“
„En hann er ekki til.“
„Því miður! Því miður! Og hvað með
það? Hann er ekki til, en hann gæti
verið til. Ég skrifa honum, og þá er
eins og hann sé til. Og Teresa — það
er ég, og hann svarar m,ér, og þá skrifa
ég honuni aftur. . . .“
L OKSINS rann upp fyrir mér ljós.
Og mér leið hræðilega illa, ég skamm-
aðist mín einhvern veginn. Rétt hjá mér,
ekki einu sinni í þriggja metra fjarlægð,
lifði manneskja sem átti engan að í
heiminum er gæti verið vingjarnlegur
við hana, sýnt henni ástúð, og þessi
manneskja hafði búið til vin handa
sjálfri sér!
„Sjáið þér til, þér skrifuðuð fyrir mig
bréf til Boles, og ég fór með það til
kur.ningja sem lásu það fyrir mig, og
meðan þeir lásu það fyrir mig hlustaði
ég og ímyndaði mér að Boles væri til.
Og ég bað yður að skrifa fyrir mig bréf
frá Boles til Teresu — til mín. Þegar
þeir skrifa svoleiðis bréf fyrir mig og
lesa mér það, þá er ég alveg viss um
að Boles er til. Og fyrir bragðið verður
lífið mér léttara.“
„Fjandinn hirði þig fyrir glámskyggn-
ina,“ sagði ég við sjálfan mig þegar ég
heyrði þetta.
Og þaðan í frá skrifaði ég reglulega,
tvisvar í viku, bréf til Boles og svar-
bréf frá Boles til Teresu. Ég vandaði
mig við þessi svarbréf . . . Hún hlustaði
vitaskuld á þau og grét eins og barn
eða réttara sagt öskraði með bassarödd
sinni Og til endurgjalds fyrir að vekja
henni grát með raunverulegum bréfum
frá ímynduðum Boles fór hún að stoppa
í götin á sokkunum mínum, gera við
skyrtur og önnur plögg af mér. Seinna,
einum þremur mónuðum eftir að þessi
saga hófst, var henni stungið í fangelsi
fyrir eitthvað. Hún er vafalaust dáin
núna.
19. tölublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5