Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Síða 8
Ákærður
AÐ mun hafa verið um 1897
sem það atvik kom fyrir, er
hér segir frá. I>að var gamall þing-
staður á næsta bæ við, þar sem ég ólst
upp. Lágu tún bæjanna saman, svo
örstutt var á milli þeirra. Þinghúsið
var orðið gamalt, þegar hér kemur
sögu. Það var torfhús, grjóthlaðnir
veggir með torflagi í milli laga og
árefti með torfþaki. Loft var í húsinu..
Á neðri hæð hússins var borð undir
glugga, sem sneri fram á hlaðið. Tveir
stólar voru við borðið, og bekkir til
beggja handa. Hreppsfundir voru haldn
ir þarna í húsinu — hreppaskil haust
og vor. Komu þar fram ýmis þau mál
sem hreppinn vörðuðu, svo sem ráð-
stöfun sveitarómaga, framfærsluhjálp
til þeirra sem þess þurftu, ruðningur
vega, sem jafnað var niður á búendur
í dagsverkum, og ýmislegt fleira.
Þennan dag, sem hér um ræðir, var
manntalsþing sem haldið var hvert ár
í öllum hreppum sýslunnar af við-
komandi sýslumanni. Þetta var um
miðjan júni. Veðrið var dásamlegt,
heiðríkja og sólskin, hafgola fram á
firðinum, smáandvari upp við landið.
Á þessum árum var útræði, verstöðvar
beggja megin fjarðarins, sem byggð
sveitarinnar var við. Það var gaman
að sjá sexæringana koma með háfermi
af harðfiski, sigla inn fjörðinn í haf-
golunni með snjóhvít þanin seglin.
Voru það hátíðisdagar á bæjunum, þeg-
ar vermennirnir komu heim um ver-
tíðarlokin.
Hittist svo á þennan dag, að bónd-
inn, sem bjó á þingstaðnum, flutti heim
úr verinu þennan dag. Hafði verið
morgunflæði, svo það var búið að bera
upp úr bátnum fyrir hádegi. Mikið
höfðum við krakkarnir að snúast þenn-
an dag. Við vorum mörg innan við
fermingu. Menn komu ríðandi á þing-
staðinn, og fórum við börnin með
hestana í haga. Við stelpurnar vorum
ekki síður en strákarnir spenntar að
koma á hestbak, þó það væri berbakt.
Allir áttu að vera komnir á þingstað
id. 12. Upp úr því var þingið sett.
Menn stóðu í smáhópum á hlaðinu
fyrir framan þinghúsið og töluðu um
landsins gagn og nauðsynjar, svo sem
aflabrögðin, hvernig útlit væri með
fiskverðið og grassprettuna, og hvað
hlutirnir á bátunum mundu verða há-
ir hjá þessum eða hinum.
Nú tilkynnti sýslumaðurinn, að
þingið yrði sett. Flykktust þá allir inn
í þinghúsið. Var þá ekki eftir á hlað-
inu nema við börnin. Við vorum að
koma frá því að flytja hestana í haga.
Sjáum við þá að einhver stendur undir
vegg sunnanvert við þinghúsið. Þekkj-
um strax,-að það er drengur af næsta
bæ, sem Guðmundur hét. Líklega hefur
hann verið 11—12 ára gamall. Var
hann tökubarn hjá bóndanum sem
hann var hjá. En kona bóndans var
hálfsystir hans. Við heilsuðum upp á
hann, en hann tók því ekki. Sáum við
þá á honum, að eitthvað amaði að
honum. Við spurðum hann, hvort hann
væri lasinn, því hann var náfölur og
niðurbeygður. En hann var ófáanlegur
til að svara okkur. Ég sárkenndi í
brjósti um drenginn og hugsaði, hvað
getum við gjört fyrir hann? Hann stóð
þarna upp við vegginn og sneri sér
frá okkur. Hann var í gráum vaðmáls-
buxum og mórauðri prjónapeysu, með
roðskó á fótunum, sem á þeim tíma
var algengt að nota á Vesturlandi.
„Komdu með okkur heim,“ sagði bróðir
minn við hann. En hann svaraði þvi
ekki, heldur færði sig fjær okkur. Við
litum hvert á annað, börnin sem vorum
þarna og þóttumst viss um, að eitthvað
sérstakt gengi að drengnum.
Rétt í þessu kemur gamall maður út
úr bænum. Hann sér okkur börnin
standa þarna, þögul og alvarleg. „Á
hvað eruð þið að horfa?“ segir hann.
Bróðir minn, sem var einn af drengj-
unum, er voru þarna, segir: „Ég veit
ekki hvað gengur að honum Gumma.
Hann stendur þarna við vegginn og
vill ekkert tala við okkur. Ætli hann
sé ekki lasinn.“ f þessum svifum kem-
ur húsbóndi Guðmundar litla út úr
þinghúsinu, gengur að drengnum, tekur
í handlegginn á honum og segir harka-
lega: „Komdu strákur.“ Gummi litli
kipptist við og stritaði á móti og tárin
streymdu niður kinnar hans. Bóndinn
dró hann með sér inn í þinghúsið og
.leiddi hann upp að borðinu, sem sýslu-
maðurinn sat við.
Við börnin ruddumst inn í dyrn-
ar, yfirkomin af ótta og skelfingu.
„Hvað eruð þér þarna með?“ sagði
sýslumaðurinn við bóndann þungur á
svip. „Svo er mál með vexti,“ sagði
bóndinn, „að þetta kjötlæri" — og hann
tók upp úr gamalli hnakktösku sem
hann var með samanhangandi bein af
kjötlæri — „hékk upp í eldhúsrafti
heima hjá mér og átti að geymast þar.
En þegar átti að taka það og matreiða,
kom í ljós að allt kjöt hafði verið
skorið af því, og eins og þér sjáið
lítið eftir nema beinin. Á heimilinu
hjá mér eru ekki nema börnin okkar,
sem eru ekki orðin það þroskuð, að til
mála geti komið, að þau séu völd að
verknaðinum." Ég skalf af geðshrær-
ingu og leit á mennina í kringum mig
og hugsaði: „Ætlar enginn að hjálpa
Gumma litla? Sjá þeir ekki hvað hann
á bágt?“
Sýslumaðurinn snýr sér þá acj bónd-
anum og segir: „Ætlizt þér til að ég
fái hann til að meðganga þjófnaðinn?1*
Framh. á bls. 11. ,
Hugboð
„ElNU SINNI VAR“, þannig
byrjuðu margar sögur í gamla daga.
Það, sem hér verður frá Skýrt, gerð-
ist árið 1916. Við heilsuihælið á Vífils-
stöðum starfaði þá dönsk yfirhjúkrun
arkona, Maria Sörensen frá Hobro í
Danmörku, sama bæ og frú Georgia
kona Sveins Björnssonar, þá hæsta-
réttarmálaflutningsmanns í Reykja-
vík, var ættuð frá. Voru þær, frú
Georgía og yfirhjúkrunarkonan, jafn
aldrar, fermingarsystur og vinkonur.
— Um þessar mundir kom á hælið á
Vífilsstöðum fjögurra ára gamall
drengur, vestan af Snæfellsnesi. Var
hann með bólgna kirtla og auk þess
með illa gróin brunasár á andliti,
hálsi og höndum, sem hann hafði
fengið, er hann var á öðru ári. Hafði
hann þá fallið ofan í pott, með sjóð-
andi mjólk, sem staðið hafði á eldhús
gólfinu og skaðbrunnið á höfði og
höndum. Ollu þessi brunasár miklum
lýtum á andliti barnsins. Frú Georgia
Björnsson hafði innilega samúð með
þessu afmyndaða barni. Leitaði hún
til margra lækna, með tilraunir að
bæta honum, en með litlum árangri.
— Vorið 1916 átti Maria Sörensen 10
ára hjúkrunarafmæli. Þann dag kom
frú Georgia, eftir hádegi, með stöðv-
arbíl úr Hafnarfirði, að vegamótun-
um til Vífilsstaða og greiddi um leið
far með sama bíl, kl. 6. um kvöldið,
til Reykjavíkur. Færði hún þá þjáða
barninu á heilsuhælinu myndabækur
og leikföng. Áður hafði hún gefið því
mi’kið af fötum, kodda og dúnteppi.
— Það var sameiginlegt áhugamál
dönsku fermingarsystranna að hjálpa
hinum lýtta dreng og gleðja, sem
mest. Þennan dag var læknirinn á
Vífilsstöðum ekki heima. Yfirhjúkr-
unarkonan varð því að fara í eftir-
lit hans á sjúkrastofurnar klukkan
sex um kvöldið og gat því ekki fylgt
vinkonu sinni, frú Georgiu, á leið,
er hún fór um kvöldið. — En þá
þótti óviðeigandi að fylgja ekki góð-
um gestum úr garði.
Ég hafði skrifstofu og gjaldikera-
störf á Vífilsstöðum þetta ár. Skrif-
stofan var opin til afgreiðslu 10—12
og 3—5 daglega. Aðra tíma dagsins
vann ég þar eftir eigin geðþótta. Ég
fylgdi því frú Georgiu niður á vega-
mótin, þar sem bíllinn ætlaði að taka
hana. — Það var indælt veður, mari í
lofti og hlýtt. Bíllinn kom ekki strax
að vegamótunum. Þar var enginn
bekkur að sitjá á, svo við gengum
spölkorn riiður eftir veginum unz við
komum að grasivaxinni brekku. Þar
settumst við niður, til að bíða bíls-
ins. — Sem við höfðum setið þar
litla stund, segir frú Georgia undr-
andi og hrifin: „Hér hef ég fundið
hamingjuþúfu, mikla tign og vellíð-
an.“ Um þessar mundir stóðu kosn-
ingar til Alþingis fyrir dyrum, svo
ég svaraði frú Georgiu: „Frjálslyndi
flokkurinn sigrar í kosningunum í
vor og maðurinn þinn, frú Georgia,
verður kjörinn ráðherra á næsta Al-
þingi.“ Þessu þverneitaði frúin og
sagði, að það væri þarna við sjóinn,
sem hún yrði í tignarstöðu og benti
um leið út á Álftanes, eða réttara
sagt að Bessastöðum. — En þá voru
Bessastaðir í mikilli niðumíðslu, eftir
að Skúli Thoroddsen flutti þaðan til
Reykjavíkur, með íbúðarhús sitt og
prentsmiðju. — Og Ijóð Þorsteins
Erlingssonar var á hvers manns vör-
um: „Því var nú aldrei um Álftanes
spáð, að ættjörðin frels. :t þar.“
T IÐ heyrðum bílinn koma og
gengum að vegamótunum. En þetta
var þá flutningabíll úr Hafnarfirði,
með líkkistur að Vífilsstöðum. Það
dóu þá margir sjúklingar á heilsuhæl-
inu. Frú Georgía var hin rólegasta, þó
þetta væri ekki sá b£U, sem við vænt-
um og þó hún yrði því að bíða lengur.
Hún virtist vera með alian hugann
við vitrunina um mikla vegsemd, en
lét orð falla að því, að verst væri að
hún skyldi vera dönsk, taldi ófært
að útlendingur hlyti tignarstöðu hér
á íslandi. Ég svaraði því ákveðin að
um konu Sveins Björnssonar skipti
slíkt engu máli, hún væri fslending-
ur, hverrar þjóðar sem ætt hennar
væri.
Að stundu liðinni kom hinn rétti
bíll. Bifreiðarstjórinn bað frú Georg-
iu afsökunar á, hve seint hann kæmi,
hefði hann orðið fyrir óvæntum töf-
um. — Georgia svaraði því brosandi,
að slíkt gerði ekki til, sér hefði liðið
svo vel að bíða í þessu dásamiega
veðri og umlhverfi.
Tíminn leið. Frjálslyndi flokkur-
inn sigraði ekki í kosningunum og
Sveinn Björnsson, sem áður hafði
verið kosinn á þing með yfirburð-
um atkvæða, hlaut nú ekki kosningu.
— í kringum 20 ár var frú Geopgia
búsett í Kaupmannahöfn, sem sendi
herrafrú íslands. — En að 28 árum
liðnum, vorið 1944, flytur hún að
Bessastöðum, sem tignasta frú ís-
lands, fyrsta forsetafiú hinnar is-
lenzlku þjóðar. — Þar rættist hugboð
hennar, er við vorið 1916 sátum í
brekkunni við Vífilsstaðaveginn. —.
Það er mikið deilt um drauma og
vitranir, en er hægt að neita gildi
þess, er það rættist svo greinilega,
sem þessi atiburður og ótal — ótal
fleiri svo áþreifanlega sanna.
Sigurborg Jónsdóttir.
i 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
19. tölublað 1962