Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Page 9
Vísindi og tækni
Löndunarprammi
af nýrri gerð
— Ameríski sjóherinn hefur falið
fyrirtæká í Bandaríkjunum að fram-
Jeiða löndunarpramma sem getur bæði
fl»tið og flogið í sjónum, á þartilgerðum
sævængjum, sem lyfta prammanum upp
fyrir yfirborðið, þegar nægilegum hraða
er náð.
Prammi þessi getur náð 35 hnúta
hraða og er fær um að halda ferðinni
áfram á landi með um 40 km. hraða. á
klst., á fjórum hjólum, með 18x25x12
laga, slöngulausum hjólbörðum.
Prammanum er ætlað að flytja birgð-
ir frá dreifðum skipaflota og koma þeim
á land á sem stytztum tíma.
Sævængirnir eru tveir, annar að fram
an og hinn að aftan. Er unnt að fella
þá inn í byrðing prammans neðanverð-
an, þegar báturinn lendir og þegar hann
er í notkun á landi.
Sævængiaskip
F yrsti maður til að nota sævængi
á skip mun hafa verið ftalinn Enrico
Forlanini sem framkvæmdi tilraunir frá
1898 til 1906 með slík skip. Náði hann
nær 70 km hraða á klst.
Árið 1911 flaug ítalski hershöfðing-
inn slíkum bát með góðum árangri,
og árið 1919 náði Alexander Graham
Bell, sem frægari er fyrir símann, nær
110 km. hraða og setti heimsmet á 5
tonna vængbáti, sem knúinn var tveim
flugvélahreyflum og notaði loftskrúfur.
k Árið 1927 hóf barón Hanns von Scher-
tel tilraunir með vængbáta, og árið 1939
var hann kominn með 32 feta langan
bát sem gekk 29 hnúta og var knúinn
dieselvél. Var þetta skemmtibátur. í
heimsstyjöldinni síðari teiknaði hann
80 tonna vængbát, sem gekk 50 hnúta,
hinn svokallaða VS-8.
Von Schertel hélt áfram rannsókn-
um sínum á sævængja-bátum og
stofnaði eftir styrjöldina svissneska
fyrirtækið SUPRAMAR A.G., sem smíð
aði marga báta. Er hinn frægasti þeirra
Messína-ferjan, sem tókst mjög vel.
Messína-ferjan er 28 tonn og 68 feta
löng. Hún ber 75 farþega og er knúin
1350 ha. dieselvél. Ganghraði er 35 hnút-
ar. —
Stærsta ferjan í þessum flokki er PT-
50, sem reynd var fyrst 1959. Ber hún
120 farþega með 35 hnúta hraða. Hún
er knúin tveim 1350 ha. dieselhreyflum.
Rússar hafa einnig tekið upp smíði
vængbáta. Þannig settu þeir 66 farþega
40 hnúta ferju, er nefnist RAKETA, á
Volgu árið 1956. Segja þeir um 60 slík-
ar ferjur nú vera í notkun, á vötnum
og skipaskurðum.
í Bandaríkjunum hófust ekki athug-
anir á sævængja-aðferðinni fyrr en 1947,
þegar Bureau of Ships og Office of Naval
Research létu framkvæma ýmsar til-
raunir. \
Sýndi fyrirtækið DYNAMIC DEVEL-
OPMENT, INC. sævængjabátinn XCH-
4 árið 1955. Var bátur þessi knúinn
tveim 450 hestafla flugvélahreyflum og
loftskrúfum og náði að setja heimsmet
með 78 hnútum á klst.
Nú er svo komið, að verið er að smíða
heila „fjölskyldu" af vængskipum, sem
ekki eru gerð til tilrauna heldur hag-
nýtra afnota.
Hefur rannsókn, framkvæmd af Verzl
unarráðuneyti Bandaríkjanna, leitt í
ljós, að framkvæmanlegt er að hagnýta
500 til 1000 tonna sævængjaskip, 250 til
400 feta löng, með allt að 100 hnúta
ganghraða.
F rá grundvallarsjónarmiði eru sæ
vængirnir, eins og nafnið bendir til,
vængir sem nota sjó eða vatn, á sama
hátt og vængir flugvéla nota loftið.
Hlutverk þeirra er að lyfta skipinu
upp úr sjónum eða vatninu, en við það
minnkar mótstaða gegn hreyfingunni,
því að núningur byrðingsins við sjóinn
er miklu meiri heldur en núningur sæ-
vængjanna við sjóinn. Er því unnt að
auka hraða skipsins mjög verulega um
leið og það lyftist yfir sjávarborðið.
Sem drifvélar fyrir sævængjaskip
koma til greina dieselvélar og gas-
snældur. En það fer eftir ýmsu, stærð
skipsins, hraða, verði á eldsneyti o. fl.,
hvað bezt hentar. Þurfa dieselvélarnar
að vera hraðgengari gerð og vega allt
niður í 3 kg á hestafl, þar sem venjuleg-
ar dieselvélar vega um 10 kg. á hest-
afl. —
Til þess að halda niðri eldsneytis-
kostnaði þurfa gassnældurnar að nota
dieselolíu til brennslunnar.
Líklegt er talið ,að framvinda á sviði
safevængjaskipa muni áður en langt líð-
ur ná til 1000 tonna skipa. En fyrst
muni smíðuð 500 tonna skip með um
það bil 60.000 hestafla gassnældum, t.d.
þrem 20 þús. ha. eða tveim 30 þús.
ha., sem þegar eru fyrir hendi. Er gert
ráð fyrir að venjulegur ganghraði verði
um 60 hnútar.
Grennsfa pípa
í heimi
IVteðfylgj andi mynd sýnir manns-
hár, sem lóðréttan stöngul, og er auð-
vitað margfaldlega stækkuð.
Á ská yfir hárið er sýnd pípa, sú hin
minnsta, sem smíðuð hefur verið, í hlut
fallslegri stærð við hárið.
Pípa þessi var sýnd á sýningu vís-
indalegra áhalda, sem haldin var í
London á þessu ári.
Ytra þvermál pípunnar var 0.000733
tomma og innanvert þvermál 0.0001
tomma, eða 25 þús.undasti partur úr
millimetra.
Pípa af þessari gerð, 200 kílómetra
löng, mundi vega 250 grömm!
* Wh rjv ,
Higgjf
Ekki er enn vitað, til hvers er unnt
að nota slíka pípu.
En hún er enn eitt dæmi um þá dverg-
smíði og þau undur sem gerast í heimi
tæknihnar.
SPILIÐ, sem hér fer á eftir er gott
dæmi um að varnarspilari villir þannig
fyrir sagnhafa, að spilið tapast. Sagnir
gengu þannig:
Austur Suður Vestur Norður
pass 1 A pass 2 4»
2 ♦ pass pass 3 ♦
pass 3 A pass 4 A
A ÁIO
V K 8 6 2
♦ G 10 4
♦ A D G 4
A K G 7
V 97 53
♦ 8 6
4> 109 83
A D 9 8 6 5 2
V ÁDG
♦ 95
♦ K 5
Suður var þannig sagnhafi í 4 spöð-
um og Vestur lét út tigul 8, sem Aust-
ur drap með tiguldrottningu. Austur
tók því næst tigulkóng og lét síðan út
tigulás. Suður trompaði með spaða 8
og án þess að hika trompaði Vestur
yfir með spaðakóngi. Vestur lét nú út
laufa 10, sem Suður drap heima með
kóngi. Suður tók nú spaðaás og lét síð-
an út spaða 10 úr borði og svinaði.
Er vel hægt að gera sér hugmynd um
undrun hans þegar Vestur drap með
gosa og tapaðist þannig spilið.
Ef Vestur trompar yfir spaða 8 í
þriðja slag með gosanum þá verður
sagnhafi að reikna með spaða kóngi
hjá Vestur og svína samkvæmt því.
Er spil þetta lærdómsríkt og sýnir
hve nauðsynlegt er fyrir varnarspilara
að vera vel á verði og fljótir til, ef
þeim á að takast að villa fyrir sagn-
hafa.
A 43
V 10 4
+ ÁKD
732
♦ 762
19. töiublað 1962
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Q