Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1962, Blaðsíða 16
Karin (Harriet Andersson) fyrir framan hinn dularfulla vegg í þakherberg-
inu, þar sem hún heyrir yfimáttúrulega r raddir. Hið einkennilega veggfóður
gegnir þýðingarmiklu hlutverki í myndinni._
Sem í skuggsjá
B-fi ÉRLENDIR kvikmyndahús-
* m gestir virðast nú að lokum
hafa komið auga á Ingmar Berg-
man og list hans og er það vel,
en ekki vonum fyrr. Fyrir skömmu
streymdi Meyjarlindin inn í hrifna
hugi þeirra í fleiri vikur, en ekki
eru ýkja mörg ár síðan hætta varð
við sýningar á Sjöunda innsigli
hans í Tjarnarbíói eftir tvo eða
þrjá daga vegna áhugaleysis reyk-
vískra kvikmyndaunnenda og síðan
hefur verið hljótt um Bergman hér
á landi þar til nýlega. Það á eftir
að koma í ljós, hvort áhugi þeirra
hefur nú vaknað fremur vegna ó-
hugnanlegs viðfangsefnis, nauðgun-
ar og hefndarmorðs, eða hvort þeir
hafa loks viðurkennt Bergman og
fengið áhuga á þeim viðfangsefn-
um, sem sækja hvað fastast að hon-
um, og listrænni meðferð hans á
þeim. Ef hið síðara er réttara, munu
þeir fá aukin tækifæri til að sjá
myndir Bergmans í framtíðinni, því
forstjóri Hafnarfjarðarbíós hefur
tryggt sér sýningarréttinn á mynd-
um hans og á hann þakkir skilið
fyrir að gegna því hlutverki, sem
kvikmyndahús höfuðborgarinnar
hafa rækt slælega. Því er ástæða
til að vænta þess, að síðasta mynd
Bergmans, Sem í skuggsjá (Sásom
i en spegel), verði sýnd hér og
einnig að hún verði þá ekki orðin
margra ára gömul, en það er mjög
algengt að myndir séu orðnar 5
eða 6 ára gamlar, þegar þær eru
loks sýndar hér.
Ingmar Bergman hefur aldrei
staðið í stað, heldur hafa myndir
hans þróazt með honum sjálfum,
eða eins og Eva Dahlbeck, sem
leikið hefur í mörgum myndum
hans, segir: „Hann uppgötvar sjálf-
an sig um leið og hann uppgötvar
list sína“. í verkum hans birtist
óþrotleg leit eftir þekkingu og
sannleika. Guðsleit hans kemur
einnig skýrt fram, sérstaklega í
mörgum seinni myndum hans. En
Guð finnur hann ekki hjá kirkj-
unnar mönnum. Fyrir honum, eins
og mörgum nútímamanninum, er
kirkjan þrep sem liggur að baki
í þeirri leit. „Ég trúi á Guð, en
ekki kirkjuna“, segir hann. í gervi
riddarans í SjöunÖa innsiglinu leit-
ar hann Guðs, en finnur aðeins
tómleikann. En í Meyjarlindinni fær
hann loksins svar, í tákni lindar-
innar sem sprettur fram, en hvað
merkir svar hans? Og í síðustu
mynd Bergmans, Sem í skuggsjá,
birtist Guð, en aðeins í vitund
sturlaðrar konu og þá í mynd ó-
skapnaðar.
Sem í skuggsjá hlaut nýlega hin
mikið auglýstu en listrænt vafa-
sömu Oscarsverðlaun. Eins og í
Sjöunda innsiglinu sækir Bergman
hugmyndina og nafnið á myndinni
í Biblíuna, eða í 1. Korintubréf
Páls: „Því að nú sjáum vér svo
sem í skuggsjá í óljósri mynd, en
þá augliti til auglitis. Nú er þekk-
ing mín í molum, en þá mun ég
gjörþekkja, eins og ég er gjör-
þekktur orðinn. En nú varir trú,
von og kærleikur, þetta þrennt. En
þeirra er kærleikurinn mestur". —
Þessi orð vísa til sameiningarinnar
við Guð, á hinu fullkomnaða augna
bliki dauðans, þegar allir verða
jafnir. En eins og í fyrri mynd-
inni á útlegging Bergmans lítið
skylt við hina kirkjulegu útlegg-
ingu. Hann skilgreinir sjálfur mynd
ina sem stofutónlist og segir enn-
fremur: „Fyrri myndir mínar hafa
einungis verið æfingar (etýður),
þessi er Ópus I.“ Og myndin er
byggð íikt og kvartett um fjögur
mannslíf og hefur hina persónulegu
og nánu eigind stofutónlistar. Mynd
in fjallar um manneskjur sem ein-
angrast hver frá annarri og um van
mátt mannanna til að elska hverja
aðra og gerist öll á einum sólar-
hring.
í Sem í skuggsjá finnast vissar til
hneigingar sem gera mjög vart við
sig bæði í nútímabókmenntum og
merkustu nútímakvikmyndum, t. d.
myndum Antonionis. Líkt og hann,
leggur Bergman minnkandi áherzlu
á ytri atburðarás, heldur leggur hann
meiri áherzlu á tilfinningalíf persón
anna. Innan ramma hinna einstöku
atriða, reynir hann að kafa dýpra
inn í ásýnd persónanna. Það sem
gerist í myndinni þjónar þeim til-
gangi að gefa dýpri og fyllri mynd
af samspili tilfinninga þeirra. Það
sem skeður flytur ekki hina ytri at-
burðarás áfram, heldur sýnir það
manneskjuna eins og hún er raun-
verulega, og þann raunveruleik sem
hún hrærist í. Viðfangsefni mynd-
arinnar eru fjórar manneskjur á
eyju í Eystrasalti, faðir, dóttir, son-
ur og tengdasonur.
F
yrsta atriði myndarinnar sýn
ir þau koma saman frá hafinu, eins
og það hafi fætt þau, en svo skiljast
leiðir þeirra. Faðirinn, Davíð, er rit
höfundur, sem berst við ófrjóa sköp
unargáfu og hefur fórnað hamingju
sinni og fjÖlskyldu sinnar á altari
frægðarinnar. Karin, dóttur hans, er
nýkomin til eyjunnar af geðveikra-
hæli. Hún þarfnast mikillar ástúðar
og skilnings, en hvorki faðir henn-
ar né eiginmaður eru færir um að
veita henni slíkt. Faðir hennar hef-
ur mestan áhuga á ittstörfum sín-
um og þegar hugsýkin nær tökum á
dóttur hans á ný, ritar hann í dag-
bók sína, að hann finni til ómót-
stæðilegrar löngunar til að fylgjast
með sjúkdómi hennar og þróun
hans og nota sem uppistöðu í nýrri
skáldsögu. Martin, maður hennar,
er læknir, umhyggjusamur og vin-
gjamlegur, en er orðinn henni frá-
hverfur og getur ekkert hjálpað
henni. Þau snerta hvort annað, en
ná ekki sambandi. Aðeins hjá hálf-
vöxnum bróður sínum, Minus, finn-
ur hún eitthvað samband og hún
veitir honum ást þá, sem faðir hans
sýnir honum ekki. Hún veitir hon-
um einnig* þá ástríðu, sem hún get-
ur ekki veitt manni sínum.
Fyrstu nóttina, sem hún erheima,
leitar hún athvarfs í auðu herbergi
uppi á lofti í sumarhúsinu og þar
heyrir hún dularfullar raddir, sem
sturla hana. Hún starir á einn vegg-
inn, sem er klæddur einkennilegu
veggfóðri og ímyndar sér að Guð
muni birtast henni í dyrum sem eru
á veggnum. Daginn eftir fara Davíð
og Martin í veiðiferð, en Karin og
Minus éru ein heima. Þau opna hug
sinn hvort fyrir öðru og trúa hvort
öðru fyrir leyndarmálum sínum og
vonum og rifja upp æskuminning-
ar. En saklaust gaman þeirra fær
afdrifaríkan endi, þegar Karin tæl-
ir bróður sinn í skyndilegri sturlun.
Hugur hennar myrkvast og hinn ytri
heimur lokast henni og hún felur
sig í gömlu bátsflaki. Þegar faðir
hennar og eiginmaður snúa heim,
er sjúkdómur hennar alger og þeir
senda boð eftir þyrlu til að flytja
hana á geðveikrahælið aftur. Þeir
finna hana uppi í auðu herberginu,
þar sem hún talar við sjálfa sig,
fullviss um að hún fái nú að sjá
það sem hún hefur beðið eftir. Út
um gluggann sést þyrlan koma að
sækja hana. Gnýrinn frá henni ærir
Karin og loftþrýstingurinn opnar
dyrnar á veggnum. Hún fær ofur-
mannlega krafta. Þegar hún hefur
fengið róandi sprautu, getur hún
sagt frá guðinum sem birtist henni,
í líki köngulóar: „Hann kom á móti
mér, og ég sá andlit hans, það var
ógeðslegt, illgirnislegt andlit. Og
hann skreið upp eftir mér og reyndi
að þrengja sér inn í mig. En ég
varði mig gegn honum. Ég sá allan
tímann í augu hans. Þau voru köld
og róleg. Þegar hann gat ekki
þrengt sér inn í mig, klifraði hann
hratt upp á brjóst mitt og andlit
og áfram upp eftir veggnum.“ Og
eftir andartaks þögn segir hún: „Ég
hef séð Guð.“
Hé
lér birtist eitt ógnþrungnasta
og dularfyllsta tákn, sem Bergman
hefur skapað á ferli sínum og án
efa mun mörgum þykja guðsmynd
þessi allfráhrindandi. Hvernig Berg-
man ætlast til að þetta tákn sé
þýtt, er erfitt að segja. í bók sinni
um Bergman segir Jörn Donner,
að ef til vill hafi Karin komizt að
þeirri sömu niðurstöðu og sumar
persónur í fyrri myndum hans, að
Guð sé tómleikinn, að tómleikinnsé
vitund dauðans, og vegna þess að
Karin sé viðkvæmari, séu viðbörgð
hennar ofsalegri. Hún hafi beðið án
árangurs.
Það er bróðir hennar, Minus, sem
fylgir henni síðasta spölinn að
þyrlunni, á meðan maður hennar
skrúfar sundur deyfingarsprautuna.
Hann hefur gert sitt og nú má
eftirláta henni þá raflostsmeðferð,
sem skal bæta henni upp þann
heim, sem hún aldrei fékk að elska
vegna ástleysis annarra. Þessar
hörmungar sprengja brott brynju
tilfinningaleysis þess, sem hefurum
lukið hjarta föður hennar og og í sam
tal við son sinn áður en Karin er
flutt brott, játar hann sekt sína og
ábyrgð á hörmungum dóttur sinn-
ar. Og í orðum þeim sem hann
mælir til huggunar syni sínum, kem-
ur fram boðskapur og játning Berg-
mans: „Guð er ást — ást í öllum
sínum myndum.“ í lokaorðum mynd
arinnar, sem Minus kallar af heitri
tilfinningu til systur sinnar að
skilnaði: „Pabbi talaði við mig!“ er
gefin veik von. Þeirri spurningu,
hvort þessi veikburða von Berg-
mans deyr í fæðingu, eða á eftir
að vaxa og dafna, verður ekki svar-
að nema í framtíðarverkum hans.
Pétur Ólafsson.
Atriði úr síðustu mynd Ingmars Bergmans, „Sem í skuggsjá". Karin, hin
geðveika stúlka, er leikin af Harriet Andersson. Max von Sydow '«ikur
eiginmann hennar(t.v.) og Gunnar Björnstrand föður hennar.
;