Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1962, Síða 7
blessvð fjöllin mín brostu við okkur svo tárhrein, lauguð í geislum kvöldsólar- innar, að það var erfitt að slíta sig frá því að horfa á þau til að fara í hús og þiggja rausnarlegar veitingar. Daginn eftir, á leiðinni út í Selárdal, fengum við einkennilega fallegt veður, sunnan við fjörðinn en að norðanverðu þokuslæð- ingur, með regnboga, sem færðist með okkur úteftir, svo að Norðurstrandar- fjöllin voru eins og sveipuð töfraljóma. Messugerðin í hinni hundrað ára gömlu kirkju var mjög hátíðleg. Á ann- að hundrað manns var þar saman kom- ið, eða eins og kirkjan frekast rúmaði. Séra Jón ísfeld þjónaði fyrir altari, sóknarpresturinn séra Sigurpáll Óskars- son prédikaði, og séra Tómas Guðmunds- son á Patreksfirði aðstoðaði við altaris- göngu, því að fjöldinn allur af kirkju- gestum voru til altaris. Kirkjukór Bíldu- dalskirkju annaðist sönginn. Allt fór þetta svo vel fram sem bezt verður á kosið, og tvennt, sem þarna gerðist verður mér ógleymanlegt. Annað var þegar hjónin í Hvestu gengu fram með tólfta og þrettánda barnið sitt og færðu þau til skírnar að hinum nýja fagra skírnarfonti, og hitt var þegar Guðrún þórðardóttir skrýddi prestinn í nýja hökulinn. Henni fór það svo vel úr hendi að ég spurði sjálfa mig: „Þvií eru konur eiginlega ekki meðlhjálparar? Taldar skulu nú gjafir þær er kirkj- unni bárust samkv. greinargerð sóknar- nefndar. 1. Skírnarfontur, mjög fagur, gefinn Bf hjónunum Jónfríði Gísladóttur og Kr. Ingvaldi Benediktssyni, sem lengi dvöldu á Selárdal, og eru nöfn þeirra letruð á hann ásamt ritningargrein: — Leyfið börnunum til mín að koma. Skírð voru tvö börn, eins og áður er getið, ættingjar þeirra hjóna og þótti vel hlíða að vígja þannig þennan fagra grip. 2. Messuhökull vandaður Og fagur að efni og gerð, og er hann að nokkru dánargjöf Bjarmhildar Jónsdóttur og Gestar Jónssonar, sem xengi bjuggu á Skeiði í Selárdal, til minningar um áður látna ástvini þeirra, en að nokkru gjöf dætra Bjarghildar, Ingifojargar og Guðrúnar Þórðardætra. 3. Rykkilin vandað, gefið af Lofti Biarnasyni útgerðarmanni og fjölskyldu til minningar um Bjarghildi Jónsdóttur og Gest Jónsson frá Skeiði. 4. Blómavasi fagur úr kristal, gef- inn af Bergljótu Björnsdóttur, til minn- ingar um móður hennar Ólafíu Lárus- dóttur frá Selárdal. 5. Tveir sjöarma kertastjakar, miklir og fagrir, gefnir af Sigríði Björns dóttur, Bergljótu Björnsdóttur, Katrinu Egilsdóttur og Jóni S. Ólafssyni, til minningar um dr. jur & phil Ólaf Lárusson prófessor og konu hans Sigríði Magnúsdóttur. En prófessor Ólafur var, eins og kunnugt er, sonur séra Lárusar Benediktssonar, er lengi þjónaði við Selárdalskirkju, unz hann lét af prests- skap fyrir aldurs sakir skömmu eftir síðustu aldamót. Hann þótti höfuðklerk- ur á seinni tíð. G. Altarisklæði fagurt og vandað úr sama efni og messuhökullinn, sem áður er talinn, gefinn af 26 fyrrverandi sóknarbörnum og vinum Selárdalskirkju og fjölskyldum þeirra. — Nöfn þeirra ailra er því miður ekki hægt að greina hér. Enn fremur gefa sömu aðilar 6 kósangas lampa til lýsingar I kirkjuna, með til'heyrandi leiðslum til uppsetning- 9r. Þeir verða afhentir síðar. 7. 24 sálmabækur, sem afhentar verða síðar, en þær eru gjöf frá börn- um og tengdabörnum séra Jóns Árna- sonar, en hann þjónaði, sem kunnugt er, Selárdalskirkju sem annexíu í 18 ár, og minnast hans gömul sóknarbörn hans með hlýjum hug sakir Xjúfmennsku hans Og mannkosta. Áður hefur Árni, sonur séra Jóns, minnzt þessarar gömlu annexdukirkju föður síns, með höfð- inglegri peningagjöf, og alla tíð reynzt fús að láta í té alla hjálp og fyrir- greiðslu við málefni hennar. Nýi skírnarfonturinn 8. Hempa, gefin af séra Jóni Kr. ísfeld, og fjölskyldu og er það hempa sú, er þessi ástsæli, fyrrverandi sóknar- prestur bar jafnan, er hann messaði í Selárdalskirkju, en hann þjónaði henni við stöðugt vaxandi vinsældir og álit um 17 ára skeið. Eftir messu þáðu allir veitingar nefnd- arinnar, sem undibúið hafði ferðalagið, en konur úr sveitinni og frá Bíldudal önnuðust framreiðslu ai mikilli prýði. Þegar stað-ið er á hlaðinu á Selárdal, og horft yfir þennan breiða, grösuga og fagra dal hlýtur manni að renna til rifja að hann skuli nú vera að fara í eyði. Hér hefir verið búið með rausn allt frá land- námsöld, hér má enn sjá niður við sjóinn leifar af hrófi, sem síra Páll Björnsson lét gera fyrir skip sín á 17. öld, en talið er að hann hafi fyrstur manna á íslandi lát ið byggja þilskip, því þó að dalurinn væri grösugur, þá voru fiskimiðin samt ennþá gjöfulli, og allt fram yfir síðustu aldamót sótti fjöldi manns útróðra að Selárdal. Enn yndislegri hefir þó dalurinn verið meðan þar óx beyki, vínviður og fleiri trjátegundir, sem ég kann ekki að nefna. Um það bera vitni steingjörfingar, sem enn finnast í Þórishlíðarfjalli og lesa má um í grein Jóhannesar Áskellssonar, sem birt var í 1. hefti Náttúrufræðings- ins 1957. Einn mann hittum við þó þarna, sem ekki ætlaði sér að flytja frá Selárdal. Hann heitir Samúel Jónsson, af vinum sínum kallaður Sammi, listasmiður, bygg ingarmaður mikill og málari. Hann hefur haldið sýningu í Bogasal Þjóðminja- safnsins, þar sýndi hann m.a. eftirmynd af Péturskirkju í Róm, indverskt must- eri o.fl. hreinasta völundarsmíði, allt tálg að með vasahníf. Að byggja hús er hon- um ástríða. Síðan 1947 hefir hann byggt þrjú hús. Eitt þeirra er kirkja með hvolfturni úr spýtukubbum, það einasta, sem til er á íslandi, gosbrunn í ljónslíki hefir hann líka búið til, mig minnir ljónin ættu að vera sex þegar allt er komið í lag. Hann er 78 ára gamall og segist því verða að hafa hraðan á til þess að geta lokið þessu verki. Eg spurði hann hvern ig hann hefði efni á að kaupa allt það sement og timbur, sem færi í þessar framkvæmdir, og hann svaraði: ,,En ellilaunin manneskja. Heldurðu að ég éti fyrir ellefu þúsund krónur, nei, ég get alltaf keypt efni fyrir svona sjö þús- und. Og svo eru þeir svo góðir við mig á Bíldudal". Nóg á sá sér nægja lætur. Þetta var í eina skiptið, sem ég hef orðið vör við að það stæði útaf hjá þeim, sem ekki hafa annað en ellilaunin að lifa á. Sunnudaginn 29. vair messað á Bíldu- dal og um kvöldið héldú Bílddælingar hóf, þar sem boðið var til öllum gestum á plássinu, en þeir voru ekki fáir þessa dagana. Á heimleiðinni lögðum við lykkju á leið okkar og skruppum til Rafnseyrar, yfir Dynjandisheiði, sem Vestfirðingar kalla „malbikið". Það er ömurlegt fyrir Arnfirðinga að fá ekki gerðan þennan örstutta vegarspotta, sem vantar frá ísafjarðarveginum, því að frá Dynjanda til Bíldudals væri ekki mikið meira en klukkustundar ferð á bíl, þar sem nú verðuæ að fara eftir endilangri Barðaströnd og yfir þrjár heiðar. Eg minntist á það áður að síra Jón ís- feld hefði verið laginn á að fá fólk til að segja sögur í hljóðnemann. Tvær þeirra eru mér sérlega minnisstæðar. Maður á aldrei að svíkja loforð sín. Sagan greinir frá mismuninum á þvi, sem er að ferðast núna eða því sem áður var. Á föstudaginn langa árið 1921 fór Katrín og þrjár aðrar stúlkur, sem verið höfðu á Núpsskóla um veturinn á leið heim til sín til Arnarfjarðar. Þær voru fluttar yfir Dýrafjörð að Haukadal. Það- an gengu þær inn að Söndum og ætluðu að fá fylgd þaðan yfir Rafnseyrarheiði. Þar frétta þær að svo mikill snjór sé á heiðinni að ógerningur sé að fara hana öðruvísi en á skíðum. Var því ekki um annað að ræða en að fara með sjónum, sem auðvitað var langtum lengri leið. Á leiðinni út í Haukadal mæta þær síra Þórði á Söndum og segja honum frá fyrir ætlun sinni. „Það megið þið ómögulega gera“, segir síra Þórður. „Það er að koma aðfall og þið komizt ekki yfir Ófæruna". Lætur hann þær lofa sér því að bíða til morguns. En þegar þær koma að Haukadal er þar kominn Bjarni bóndi í Stapadal að sækja dóttur sína. Hann telur að alveg nógur tími mundi vera til að komast fyrir Ófæruna, og sama sagði fylgdarmaður síra Þórðar, sem ætlaði heim til sín. Nú leggja þau af stað og komast nokkuð á leið eða út á nefið, sem kallað er. Þá er orðið hásjávað og ólögin ríða að berg inu með stuttu millibil, samt tókst fylgd armanninum að skjótast með eina stúlk una framhjá berginu, en þegar hann kom til baka herti sjóganginn enn meir og þarna stóðu þau í sjálfheldu. „Svona er að svíkja það sem við lofuðum prestin- um sagði Katrin. Og í Guðs nafni skulum við nú reyna að bjarga lífinu með því að snúa við“. Það tókst, en ekki var þurr þráður á þeim þegar þær komu til Sveinseyrar, sem er næsti bær innan við ófæruna. Næsta dag komust þær svo að Lokinhömrum, og heim á páskadag. Heyri ég í hamrinum. Þessa sögu sagði tengdadóttir Guð- mundar Björnssonar fyrrverandi land- læknis: G. B. dreymir að hann sé á gangi und ir háum hamravegg. Heyrist honum þá koma söngur úr haroriflum, líkt og kona raulaði við barn. Mundi hann vísuna þegar hann vaknaði og skrifaði hana hjá sér, (bætti reyndar seinni þremur erind unum við.) Vísan var hið alkunna vögguljóð: Brátt mun birtan dofna, barnið á að sofna: Þei—þei og ró—ró, barniff á að blunda í ró. Nokkru síðar kemur Sigfús Einarsson tónskáld til Guðmundar. Sér vísurnar og vill gera lag við þær. Sem hann og gerði — en það þótti G. B. einkennilegt að þegar Sigfús færði honum lagið, þá var það sama lagið og hann hafði heyrt raul- að í draumnum. Þessi ferðapistill er nú orðinn lengri en ég hafði ætlað, og er þó drepið á fátt eitt af því, sem segja mætti um þetta stutta ferðalag. Það var einhver sérstök stemning yfir þessari ferð, sem aldrei gleymist, en örðugt er að lýsa. Fólk, sem hafði aldrei áður sézt, varð undir eins kunnugt, fannst það hafa þekkzt alltaf. Auðvitað vorum við flest sveitungar, — en þó finnst mér það ekki nóg skýring. Eg veit það ekki, og veit það þó — að það var tilhlökkunin að koma á æskustöðvarnar, og gleðin að finna allt, sem maður hafði elskað á sínum stað. Því að þó að ég vilji ekld taka undir með Guðm. Friðjónssyni er hann segir: „Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett!“ þá mun flestum fara svo að þykja fjöllin fallegust og dalurinn hlýlegastur þar sem þeir slitu barnsskónum. Að endingu vil ég senda samferðafólk- inu og vinum á Bíldudal þakkir og jóla kveðjur. Sigríður Jónsdóttir Magnússon. Verblauna- krossgáta KBOSSGÁTAN á baksíðunni er verð- launakrossgáta. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir réttar ráðningar. 1. verð- laun kr. 500,00 2. verðlaun kr. 300,00 og 3. verðlaun kr. 200,00. Ráðningar verða að hafa borizt LES BÓKINNI fyrir 15. janúar. Bréfin á að merkja: Lesbók Morgunblaðsins — Krossgáta. Séra Tómas Guðmundsson frá Patreksfirði, séra Jón Isfeld og sóknarprestur- inn, séra Sigurpáll Óskarsson. 33. töluMað 1962 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.