Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Side 12
í stjórnklefa kj arnorkukafbáts. | KAFBÁTAR I Framh. af bls. 9 granda óvinakafbátnum í mikilli fjar- lægð. Það nefnist SUBROC, og er nokk- urs konar sambland af elflaug og tund- urskeyti. Því er skotið út úr tundur- skeytarörinu eins og venjuilegu tundur- skeyti, en þá tekur það stefnu upp á við, og skýzt upp úr vatninu en þar tek- ur eldflaugahreyfiH við stjórninni, og knýr það þangað -sem skotstjórnarkerfi kafbátsins segir til um að óvinurinn sé. Þar stingst skeytið á ný ofan í vatnið og eltir bráðina uppi og grandar henni að lokum með kjarnorkusprengju. Þessi skeyti eru fullkomnustu vopnin, sem fundin hafa verið upp til að granda f jand samlegum kafbátum frá öðrum kafbát- um. Þau draga minnsta kosti 50 km. Thresher-bátarnir eru 278 feta langir og vega 3700 tonn. Þeir eru enn straum- linulagaðri en Skipjack bátarnir, og hvergi er á þeim sléttur flötur, og verða sjóliðarnir að klaeðast sérstökum „við- loðunarskóm" til að renna ekki í sjó- inn ef þeir fara upp á „dekk“. Opinber- lega ei sagt að þeir komist „hraðar en 35 sjómilur á miklu dýpi“, en ekki er ósennilegt að þeir nái 45 sjómílna hraða neðansjávar. Þrátt fyrir það eru þeir hljóðminnstu kafbátarnir sem til eru. Þeir geta kafað niður á að minnsta kosti 1000 feta dýpi. Auk þessara báta eiga Bandaríkjamenn nokkra aðra kjarnorkukafbáta af ýms- um gerðum, meðal þeirra Triton, sem er stærsti kafbátur í heimi og sem sigldi neðansjávar umhverfis jörðina á 83 dög- um árið 1960. Auk Bandaríkjanna eiga tvö önnur ríki kjarnorkukafbáta, Sovétríkin og Bretiand, eins og áður er getið. Lítið er vitað um rússnesku kjarnorkubátana, en þeir eru taldir vera um 12 talsins. Þar af eru tveir af „E“-gerð, um 3500 tonn búnir 6 stuttdrægum eldflaugum, sem einungis er hægt að skjóta frá yfirborð- inu. Sex eru af „H“ gerð, þeir eru um 4000 tonn og búnir sams konar flaugum og ,,E“ bátarnir. Einnig eru Rússar tald- ir eiga 4 kjarnorkukafbáta af „N“ gerð og eru þeir sennilega ætlaðir til kaf- bátaveiða. Þeir eru líiklega af svipaðri byggingu og ,,H“ gerðin. Þrátt fyrir full- yrðingar Rússa um að eiga báta er jafn- ast á við Polaris bátana, eru þær ekki enn taldar eiga við rök að styðjast, en einn bátur búinn skeytum sem skjóta má úr kafi er nú í smíðum og tilraun- ir með hann munu líklega hefjast á þessu ári. Bretar eiga einn kj arnorkukaPbát, Dreadnoug'ht og er hann aetlaður til kafbátaveiða. Hann er 265 fet á lengd og vegur 4000 tonn í kafi. Hraði neðan- sjávar er um 30 sjómílur. Hann er bú- inn langdrægum leitartækjum og sjálf- stýrandi tundurskeytum. Tveir svipað- ir bátar eru í smíðum og mun sá næsti verða til búinn snemma næsta ár. Auk þess munu Bretar smíða fimm til sex Polaris kafbáta, en hinn fyrsti verður ekki fullbúinn fyrr en 1968. Hjálmar Sveinsson. j HUGURINN Framh. af bls. 4 má fá þá til að verða fyrir ýmsum sál- rænum truflunum, eftir tiltekinn tima (allt frá 2 eða 3 klukkustundum upp í eina tvo sólarhringa). Lífeðlisfræði- legar athuganir og kenningar benda lika í þá átt, að til þess að starfa eðli- lega verði heilinn að verða fyrir marg- breyttum hughrifum. Bregðist þetta, verður ruglingur á heilastarfseminni og af honum leiðir aftur truflun á hegðun og reynslulífi. T ilraunir þær, sem nefndar hafa verið hér að framan, gætu því bent til þess, að aðalskýring sálartruflana og breytinga, sem fram koma við langvar- andi einangrun á hafi úti eða í heim- skautslöndum, við heilaþvott, hjá lang- fíugmönnum og öðrum, stafi af mjög minnkandi hugarörvun. Hjá sálgreiningarfróðum barnasálfræð ingum og sálsýkisfræðingum höfum við árum saman fengið að heyra, hve mikil- vægt það sé fyrir tilfinninga- og vit- þroska barnsins að vera í náinni snert- ingu við móðurina fyrsta æviskeiðið og verða fyrir örvandi áhrifum frá henni. Þau geta verið líkamleg, eins og snert- ing, gælur, vöggun o. þ. h., eða þá sál- ræn eins og hjal, bros, ást, hlýja og um- hyggja. ítarlegar tilraunir hjá Ribble, Spitz, Gold'farb, Bowlby og fleirum benda til þess, að skortur á slíkri móð- ursnertingu geti leitt til ýmissa sjúk- dómseinkenna og bendinga um vanþrif, iíkamleg og andleg. Börn, sem eru lang- dvöium í stofnunum, verða oft þunglynd og eins og kleyfhuga á unga aldri (atýp- isk börn). Margar þessara rannsókna áttu við erfiðleika að etja, sem gátu leitt þær á vísindalegar villugötur. Margir héldu, að þetta væru miklu fremur sálgrein- ingar-tilraunir en viðleitni til vísinda- legrar niðurstöðu um mikilvægi náins sambands móður og barns fyrstu æviár þess. En svo koma þessar einangrunar- rannsóknir og renna stoðum undir þess- ar tilraunir á áhrifaríkan hátt. Mörg einkennin; sem komu fram hjá tilrauna- slúdentunum, reyndust svipuð þeim, sem 'sáust með börnum, er hafa árum saman verið í stofnunum, fátækum að örvandi starfsfólki. Því bendir margt til þess, að ef „móðursnertingin“ virðist svona mikilvæg, þá sé það að minnsta kosti að nokkru leyti vegna þess, að hún örvi skilningarvitin, en það sé hins vegar nauðsynlegt eðlilegum sálarþroska. Ef til vill er sjálf örvunin mikilvægust, en hitt ekki eins, að það sé móðirin, sem veitir hana, enda þótt vitanlega hafi enginn jafnmikla hvöt eða nægi- lega, ásamt þolinmæði og umhyggju- semi, til að veita ungbarninu þá örvui og þá snertingu, sem það þarfnast. E ldri sálfræðingar töldu líffræðij* lega hvatir eins og hugur, þorsta, kyn- hvöt o. þ. h. vera grundvallarþarfir mannsins. Síðar neyddust þeir til að við- urkenna svokallaðar hreyfingarþarfir og tilfinningaþarfir, m.a. til þess að geta gert grein fyrir leikþörf barna og þörf fullorðinna á að njóta íþrótta og lista. En litið var á þessar þarfir sem eins konar aukaþarfir, sem sneru meir að tiihneigingu manna til að láta á sér bera, en væru hinsvegar alls ekki lífs- nauðsynlegar. En nú á tímum er þetta orðið breytt. í vísindalegri sálfræði koma nú fyrir æ fleiri athuganir, sem benda til breyti- legrar og stöðugrar örvunar sem líf- fræðilegrar nauðsynjar, í þeim skilningi að án hennar fáum vér ekki þann þroska, sem getur talizt sálarlega eðli- legur eða mannlegur, ef svo mætti kalla. Eftir ianga fangavist sína í einveru sagði Christopher Burney: „Tilbreyting- in er ekki krydd lífsins — hún er lífið sjálft“. Hagalagðar ÍSLENZKUR FJÁRMÁLA- RÁÐGJAFI Á ENGLANDI. Þorleifur á Iláeyri rak verzlun samhliffa búskapnum. Gætti hann þess jafnan aff birgja sig á sumrin upp af þeim vörum, sem hann vissi aff mundi þrjóta fyrst í Eyrarbakka- verzlun á vetuma. Dýrt þótti hann selja og viffurkenndi þaff sjálfur. Þegar kaupandinn kvartaffi yfir því var hann vanur aff segja: „Þaff er satt. Þaff er dýrt. Ég mundi ekki kaupa þaff í þínum sporum. Þú ræff- ur hvaff þú gerir“. Þegar tíffrætt varff um Þorleif í áheyrn Péturs biskups varff honum aff orffi: „Hann Þorleifur. Hann hefffi átt aff verffa fjármálaráff- gjafi á Englandi“. ★ SYNGJA SKULUM VIB . . . Sr. Friffrik Þórarinsson á Brelffa- bólstaff í Vesturhópi (d. 1817) og sr. Þorkell Ólafsson kirkjuprestur á Hólum og officialis (d. 1820) voru mestu söngmenn á íslandi um sína daga. Eitt sinn mættust þeir á Vatns- skarði og tóku aff syngja saman. Sungu þeir þar til þeir voru svo móffir aff þeir máttu ekki syngja lengur. Þá kvaff sr. Þorkell: Þegar viff hittumst himnum á hvorugur verffur móffur. Syngja skulum viff saman þá séra Friffrik góffur. (Sunnanfari) Skipjack bátarnir eru sagðir hraffskreiffustu kjarnorkukafbátar Bandaríkja- manna. Þeir eru líka styztir, effa 252 fet aff lengd, 16 fetum styttri en Skate bátarnir. Þessi heitir Scorpion og myndin var tekin, þegar honum var hleypt af stokkunum áriff 1959. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.