Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 3
„Justino, segðu þeim að drepa mig ekki. Segðu þeim að sýna mér misk- unn.“ „Ég get það ekki. Liðþjálíinn vill ekki heyra neitt meira um þig.“ „Fáðu hann til að hlusta, Justino. Segðu honum, að ef hann hafi bara aetlað að hræða mig þá hafi hann þeg- ar gert það nægilega." „Þeir eru ekki bara að reyna að hræða þig. Þeir ætla að skjóta þig. Ég fer ekki aftur þangað." „Bara einu sinni enn. Vittu hvað þú getur gert.“ „Nei, ég vil það ekki. Þeir drepa þig hvort sem er og ef ég gæti mín ekki, þá uppgötva þeir það, að ég er sonur þinn og'skjóta mig líka.“ „Farðu aftur, Justino. Biddu þá að vera miskunnsama. Biddu þá bara að sýna mér miskunn." Justino hrissti höfuðið: „Nei“. „Heyrðu Justino, biddu liðþjálfann að leyfa þér að tala við ofurstann. Segðu ofurstanum hvað ég er gamall, varla einnar kúlu virði. Hann hlýtur að hafa sál, jafnvel þótt ofursti sé. Segðu honum að miskunna mér, ef hann vilji frelsa sál sína.“ Justino stóð upp af steinhrúgunni, sem hann sat á og gekk yfir að hliði fangagirðingarinnar. „Jæja, ég skal fara aftur. En ef þeir skjóta mig líka, hver á þá að annast konuna mína og börnin?" „Forsjónin, Justino. Forsjónin annast um allt. Farðu bara og vittu hvað þú getur gert.“ Þeir höfðu komið með hann í dögun. Nú var kominn miður morgun og hann var enn bundinn við girðingarstaurinn og beið. Hann hafði ætlað sér að sofa svolítið, til að róa sjálfan sig, en hann gat ekki sofnað. Hann var jafnvel hvorki svangur né þyrstur. Hann kærði sig ekki um neitt nema að lifa, nú þegar þeir ætluðu að drepa hann. Hverjum hefði getað dottið í hug að þetta gamla mál ætti eftir að koma aft- ur til sögunnar? Þetta gamla, dauða mál, sem hann hafði álitið gleymt og grafið — þetta, að hann hafði orðið að drepa Don Lupe: Don Guadalupe Terreros, eigandi Puerto de Diedra og vinur hans. Sem hann, Luvencio Nava, hafði orðið að drepa þess vegna: þ.e. fyrir það að vera eigandi Puerto de Piedro og fyr- ir að hafa, þrátt fyrir vináttuna, neit- að honum um beitiland fyrir nautgripi sína. J. _ fyrstu gat hann sætt sig við það. En í þurrkunum, þegar skepnurn- ar hans dóu úr hungri, ein af annarri, og Don Lupe neitaði honum enn sem fyrr um grasið á enginu, þá var það sem hann byrjaði að rífa niður girð- inguna og reka aumingja skepnurnar sínar á betra haglendi. Don Lupe geðj- aðist ekki að þessu og lét gera við girð- inguna, svo að hann, Juvencio Nava, neyddist til að rjúfa hana aftur. Þann- ig var girðingin reist á daginn og rifin um nætur. Hann og Don Lupe rifust og körp- uðu. Loks sagði Don Lupe: „Sjáðu nú til Juvencio, ef þú hleypir einni einustu skepnu inn í girðinguna mína framar, þá drep ég hana.“ Og Don Lupe drap ungan uxa. „Þetta gerðist fyrir þrjátíu og fimm árum“ hugsaði hann með sér — „í marz, vegna. þess að í apríl var ég uppi í fjöllunum, á flótta undan lögunum. Kýrnar tíu, sem ég lét dómarann fá, komu mér ekki að neinu liði og ekki heldur veð- setningin á liúsinu mínu, til að kaupa mig út úr fangelsinu. Jafnvel eftir það allt héldu þeir áfram að elta mig. Það var þess vegna, sem ég fór að búa með syni mínum á annarri jörð, sem ég átti; Palo de Venado. Sonur minn óx upp og kvæntist ígnaciu og þau eiga átta börn. Ég hélt að ég gæti jafnað þetta allt með hundrað pesetum. Don Lupe lét eftir sig ekkju og tvo litla drengi og ekkjan lézt rétt eftir dauða -hans. Þeir sögðu að hún þefði dáið af harmi. Svo tóku einhverjir ættingjar börnin. E n þorpsbúar sögðu að ég væri lögbrjótur, sem svara ætti til saka. Þeir sögðu þetta bara til að hræða mig, svo að þeir gætu haldið áfram að ræna mig. í hvert skipti sem ég kom aftur, sögðu þeir: „Gættu nú að þér Juvencio. Það eru einhverjir ókunnugir menn komnir í þorpið.“ Árni G. Eyland: Og ég lagði aftur á flótta upp í fjöll- in, þar sem ég lifði á því, sem ég fann, jafnvel illgresi. Þannig liðu dagar, mán uðir og ár ... “ l | s ÞINGVALLAVOR Er vorið sigrar vetrartíð og vermir svörð í Brattahlíð ég heyri Drottins hjarta slá við heiðartjörn og silungsá. Er holtasóley heim við garð sér helgar grýttan mel og barð ég skynja nálægð Guðs og gjörð er gaf oss hölkna fósturjörð, sem gaf oss auðnu að eiga hól fyrir austan mána og vestan sól við undrin stóru engu lík um Aðaldal og Breiðuvík. Hér híður skyldan, líf og ljóð, vort land og mál, að reynast þjóð, með trú á gæfu og gróðurnál, að ganga að starfi um fold og ál. SEPTEMBER September kominn, svo er haustið setzt að í Brattahlíð, bráðum fer þar um Vellina vetur og váleg skammdegishríð, fönnin hylur fallið Iaufið, fer það sem verða skal, eitt gengur þá yfir þungbúnar heiðar og þögulan Skjaldbreiðardal. ★ Samt mun lífið leynast í moldu þó langt sé til hjartra nátta, það er sú vissa sem götuna greiðir og gerir menn örlaga-sátta. Það birtir að nýju um Bláskógaheiði, börnin sér leika á hlaði, sólin fer aftur sinna ferða um Súlur og Kárastaði. Og nú höfðu þeir komið eftir hon- um, þegar hann bjóst sízt við því. Þeg- ar hann hélt að allt væri löngu gleymt. og að hann gæti lifað síðustu ævidaga sína í friði. En nei... Þessvegna var það erfitt fyrir hann að gera sér slíkan dauðadaga í hugar- lund — allt í einu, eftir öll þessi flótta- ár, þegar hann var búinn að missa allt sem hann átti. Konuna sína, til dæmis. Eftir að hún yfirgaf hann, datt honum ekki svo mik- ið í hug sem að líta eftir henni. Hann spurði ekki einu sinni hvert hún hefði farið eða með Hverjum. Hann lét hana bara fara og hélt sig fyrir utan þorpið. Allt, sem hann átti nú eftir var lífið og hann gat ekki látið þá taka það líka. Þeir höfðu tekið allt annað, en þeir gátu ekki tekið líf hans. En þeir gátu það og myndu gera það. Þessvegna höfðu þeir komið með hann fi'á „Palo de Venado, til að drepa hann. Framhald á bls. 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3 28. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.