Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 6
| PPESTASÖGUR | Framh. af bls. 4. íáíæktar og báginda, en hjá öðrum hafi það verið af „óvilja“. Þegar síra Magnús hafði þjónað Húsavík í 32 ár, vísiteraði prófastur- inn stað og kirkju árið 1706, og komst þá að þeirri niðurstöðu að hvorutveggja var orðið svo hrörlegt og úr sér geng- ið, að óforsvaranlegt þótti að láta þann góða guðsþjón hanga þar lengur í hokri og hempu, nema sett væri trygging fyr- ir viðreisn staðar og guðshúss. — Prestur var nú kominn í slæma klípu, en þá vildi honum það til happs, að hann var í góðu vinfengi við þá dönsku á Húsavík. Það var nú danski einokun- arjúðinn, Kristofer Vindekilde, sem híjóp undir bagga með síra Magnúsi. • Bann gekk í ábyrgð fyrir prest, fyrir endurbyggingu staðar og kirkju, og var su ábyrgð auðvitað tekin gild af því að hún var dönsk, en svo átti þar líka ríkur maður í hlut. Aðrir vinir og stétt- arbiæður klerksins gengu þá einnig í ábyrgð fyrir Inventari og kúgildum stað arins, og skutu saman fé honum til framdráttar. Allir prestar prófasts- dæmisins létu eitthvað af hendi rakna, '20, 30 og 50 álna verðmæti, allt eftir efnum og ástæðum, en flestir voru þeir fátækir nema einn. Það var síra Einar Skúiason í Garði, sem lofaði 1 hundr- aði ásamt „ungri kú og gagnlegri". Var þetta mikil hugulsemi hjá guðsmanpin- um í Garði, því eflaust hefur kýrin bætt mikið líf hins snauða prests, ef að lík- indum lætur. Það hefur bætt kjör hans að fá mjólkina úr henni, þar sem hanri þá undanfarið hafði orðið að hýrast í „tómu húsi“. — Öll þessi hjálp til banda síra Magnúsi, hjálpaði honum í bili, svo að hann fékk leyfi biskups til þess að hanga við prestskap og halda staðnum. Ideið nú árið, en ekkert var að gjört Húsavíkurstað eða kirkju til bóta, þrátt fyrir ábyrgðir og styrki frá góð- um mönnum og horfði nú til vandræða. — Sumarið 1707, þegar liðið var eitt ár frá því að prófasturinn var á ferð, fékk síra Magnús aðra heimsókn. Það var sjáJfur Hólabiskup, herra Björn Þor- leifsson, sem þá kom og vísiteraði stað- inn. og fann hann Húsavíkurstað og kirkju í þessu sama niðurlægingar á- standi. Sló hann því þá föstu, að síra Magnús væri ekki „viðurheftugur" fyr- ir neinum skuldbindingum. En þá kom enn til danski kaupmaðurinn Vinde- kiide og bjargaði presti frá því bein- línis að vera settur frá embætti vegna niðurníðslu staðar og kirkju. Kaupmað- urinn tók nú að sér að sjá um fram- kvæmdirnar á endurbót húsanna, leggja ti) efnivið og peninga til vinnulauna, þannig að kröfum kirkjustjórnarinnar væri fullnægt, en ekki var prestinum txeystandi til þessara hluta vegna fá- tæktar hans og vanburða". — Þegar þeir, Hólabiskup og Húsavík- ur-kaupmaðurinn gjörðu þennan samn- ing, var þar viðstaddur guðsmaðurinn, slra Jón Guðbrandsson, sem átti að verða eftirmaður síra Magnúsar á Húsa- vík Hann var þar, sem sé, með kon- ungiegt vonarbréf fyrir Húsavíkurstað upp á vasann, og var honum því sízt síður en öðrum það áhugamál, að stað- urinn væri í sem beztu ástandi þegar hani félli honum í skaut. — En það varo nú reyndar aldrei, því að síra Magnús þraukaði enn nokkur ár í hemp unni, og eftirmaður hans í brauðmu, varð allt annars guðsmaður en síra Jón Guobrandsson. Það varð þó samkomu- lag milli þeirra síra Magnúsar og síra Jor.s, að hann annaðist fyrst um sinn, prestlega þjónustu í forföllum síra Magnúsar, og skyldi hann hafa allar tekjur og afnot af Héðinshöfða, sem þóknun fyrir þetta. Gekk svo um tíma, en svo hvarf síra Jón af vettvangi og varð afhuga brauðinu, þó að hann hefði konunglegt vonarbréf fyrir því, þegar hann sá hvað síra Magnús var þaulsæk- inn. — En þó að síra Magnús væri h\crki búmaður né framkvæmdasam- ur, var hann þó talinn greindur og vel ská’dmæltur. Hann orti einkanlega sáima og voru margir þeirra prentaðir. Það virðist sýnilegt, að vegna skáld- skapar og andlega hæfileika síra Magn- úsar, hafi kirkjustjórnin haft tilhneig- ingu til þess að taka mjúkum tökum á yfirsjónum hans í veraldlegum efnum. að var ekki fyrr en árið 1715, að síra Magnús gafst algjörlega upp við prestskapinn, enda þá orðinn fjörgamall og lasburða. Þá sleppti hann brauðinu við nafna sinn, síra Magnús Einavsson, föður Skúla fógeta, sem þá hafði ver- ið kapelán hans undanfarin 4 ár. Síðan lifði síra Magnús enn í 3 ár, örvasa og uppgefinn, og þá ekki sízt af ver- aldarvafstri. Hann dó 1718, og hafði þjónað prestsembætti í nærri hálfa öld, eða 48 ár. — Kona síra Magnúsar var madama Ólöf Þorvaldsdóttir prests á Hrafnagili Tómassonar, og áttu þau 5 börn, en yngst þeirra var Þorvaldur Magnússon á Húsavík, sem var nafn- frægt skáld á sinni tíð. Þorvaldur var likamlegur örkvisi, og illa í ætt skot- ið að því leyti, og var lítið hneigður til vinnú, og framkvæmdalaus, og líkur föður sínum í því efni. — Hann lagði lítið annað fyrir sig en skáldskap, en svo hraðskældinn var hann, að hann gat mælt ijóð fram hratt af munni sér, snotur og lipur, án umhugsunar áður eða aðdraganda, enda talinn með lið- ugustu skáldum og er um hann sagt, að allt hafi verið vel ort hjá honum. — Þessi gáfaði prestssonur frá Húsavík flæktist svo að lokum vestur í Húna- vatnssýslu og dó á Melstað árið 1774. Þegar síra Magnús lét af embætti, höfðu þeir feðgarnir, síra Illugi og hann setið Húsavíkurstað í full 78 ár. | SVIPMYND I Framhald af bls. 2 hæpna ástand í Karíbalhafinu, heldur og á trú allrar rómönsku Amerífku á Framfarabandalaginu. Skömmu eftir að Bosch var kosinn, fékk hann innileg- ar móttökur í Washington í heimsókn sinni þangað, bæði hjá Kennedy for- seta og Dean Rusk utanríkisráðherra. Dóminíkanska lýðveldið hefur fengið meira en 75 milljónir dala, bæði sem styrk og sem tækniaðstoð, síðan Tru- jillo féll, auk sendinefndar frá Frið- arsveitinni og aðstoðar við að endur- nýja herinn. S jálfur er Bosch rithöfundur og blaðamaður, með mikla söguþekkingu, og er dæmigerður rómanskur mennta- maður, sem Salvador de Madariaga sagði um, að gæti verið skáld á föstu- dag og forseti á sunnudag, Hann fædd- ist árið 1909 og er bóndasonur. Á ungl- ingsárum hans fluttist fjölskyldan til Santo Domingo, þar sem hann komst í hálfsdags atvinnu £ lyfjabúð. Hann fékk enga háskólamenntun, en er mjög vel sjálfmenntaður. Útlegð hans hófst 1936, og hann flæktist um alla róm- önsku Ameríku — fyrst til Puerto Rico, síðan til Kúbu, og þannig áfram alla leið til fsraels, þar sem hann safnaði drögum að bók um Davíð konung. Síð- asti viðkomustaður hans var San José í Costa Rica, þar sem hann varð próf- essor í stjórnlagafræðum við háskól- ann. En allan þennan tíma var hann að skipuleggja og safna liði tii þess að velta Trujillo úr sessi. Bosdh, sem hefur lengst af feng- izt við stjórnmálin fræðilega, fékk að reyna hversu ólík er framikvæmdin kennisetningunum, hversu vandlega sem þær hafa verið skipulagðar fyrir fram. Hann er hamhleypa til verka og talaði oft við 40 manns á 14 stunda vinnudegi meðan hann var við völd — en síðan tók hann vandamálin með sér heim til nánari athugunar og um- ræðna. Þetta var veikleikamerki —- það, að hann gat ekki falið öðrum valdið —• og svo skortur hans á ábyrg um hjálparmönnum, sem hægt væri að fela það. Allt of oft drukknuðu stór ir ásetningar hans í smáatriðum. A merískur embættismaður sagði vongóður: „Hann er góður maður, en hann hefur verið of fjarlægur landi sínu of lengi. Ég held, að hann muni þroskast í embættinu". Ráðherra í bráðabirgðastjórninni, sem Bosch tók vití af, sagði, þungbúinn á svip: „Það er erfitt að stjórna lýðræðisríki“. f að- fararræðu sinni sagði Juan Bosch sjálf- ur: „í dögun lýðræðisins bera margir ótta í brjósti. En trú fóiksins mun fara vaxandi, eftir því sem sól • hækkar á iofti og nýr dagur rís“. Vonir hans hafa hrunið, hernaðar- einræði r.íkir aiftur í lan'di hans, og enginn veit hvenær dagar aftur. | SMÁSAGAN | Framhald af bls. 3 I fyrstu trúði hann því ekki að þeir ætluðu að drepa sig. Það hlaut að vera einhver misskilningur. En nú ef- aðist hann ekki lengur. En kannski var nú samt einhver von. Kannski var þetta byggt á misskiln- ingi? Kannski voru þeir að leita að ein- hverjum öðrum Juvencio Nava — ekki honum? Hann leit á mennina, sem gengu við hlið hans. Hann langaði að biðja þá um að sleppa sér: „Ég hefi ekki gert neinum ykkar neitt mein“, ætlaði hann að segja við þá, en hann þagði. Horfði bara á þá. Hann hafði fyrst séð þá í rökkri kvöldsins. Þeir höfðu gengið yf- ir kornakurinn og troðið niður öksin. Þessvegna hafði hann farið til móts við þá: að segja þeim að þeir skemmdu uppskeruna hans. En þeir stönzuðu ekki. Hann hafði gengið beint í greipar þeirra. Hann gekk áfram með þeim þegar hann talaði loks til þeirra, vissi hann ekki hvort þeir heyrðu til hans. „Ég hefi aldrei gert neinum neitt“, sagði hann. En orð hans breyttu engu. Enginn virt ist heyra þau. Enginn leit á hann. Þeir gengu áfram eins og í svefni. Hann sagði ekkert meira, en gekk á milli mannanna fjögurra inn í þorpið. Hérna er hann, ofursti.“ Þeir höfðu staðnæmst fyrir framan þröngar dyr. Hann hafði beðið þess að einhver kæmi út. En það kom aðeins rödd út. „Hver?“ „Þessi frá Palo de Venado, sir sem þér sögðuð okkur að koma með.“ „Spyrjið hann hvort hann hafi um tíma átt heima í Alima.“ „Hefurðu átt heima í Almia?“ spurði liðþjálfinn hann. „Já. Segið ofurstanum að ég sé það- an — að ég hafi átt þar heima alveg fram að þessu.“ „Spyrjið hann hvort hann hafi þekkt Guadalyse Terrerös.“ „Hann vill fá að vita, hvort þú haf- ir þekkt Guadalupe Terreros?" „Don Lupe? Já, segið honum að ég hafi þekkt hann. Hann er dáinn núna.“ Röddin inni í húsinu breytti um tón: „Ég veit það vel, að hann er dáinn. Guadalupe Terreros var faðir minn. Hann dó, þegar ég var drengur. Það er ekki auðvelt að vaxa upp föðurlaus . ..“ S einna fékk ég að vita, að hann var drepinn með machete (breiðblaða- hnífur). Hann fannst ekki í tvo daga en þegar þeir fundu hann var hann dauðvona og bað þá að annast fjöl- skyldu sína...... Ég reyndi árangurslaust að gleyma þessu .... ég get ekki gleymt því að morðinginn er enn lifandi og ég get ekki fyrirgefið honum. Ég get ekki látið hann lifa lengur. Hann hefði aldrei átt að fæðast". Því næst fyrirskipaði hann: „Farið burt með hann og hafið hann stundar- korn í böndum, en skjótið hann svo.“ „Horfið á mig, ofursti“, grátbað hann — „ég er einksis virði. Ég er orðinn svo gamall að ég á skammt ólifað. Lát- ið ekki drepa mig.“ „Farið með .hann í burfu“, sagði röddin. „Ég er nú þegar búinn að gjalda fyr- ir það, ofursti. Ilundrað sinnum. Þeir tóku allt frá mér. Ég hefi verið í felum og á flótta í fjörutiu ár og alltaf vitað að þeir gætu drepið mig á hverri stundu. Ég á ekki skilið að deyja á þennan hátt, ofursti: Leyfið mér að fara. Drep- ið þið mig ekki. Segið þeim að drepa mig ekki.“ E n röddin inni í húsinu sagði: „Bindið hann og gefið honum eitthvað að drekka. Það verður auðveldara fyr- ir hann að deyja fullur“. Nú var hann loksins orðinn rólegur. Hann var þarna við girðingarstaurinn, bundinn og gleymdur Justino, sonur hans hafði komið og farið og nú kom hann aftur. Hann lyfti honum upp á asnann og batt hann vandlega við hnakkinn, svo að hann dytti ekki af baki á leiðinni. Svo sló hann í asnann og þeir héldu af stað til Palo de Venado. „Tengdadóttir þín og börnin munu sakna þín,“ sagði hann „þau munu horfa á andlit þitt og ekki þekkja það — ekki trúa því að þetta sért þú ... þau munu halda að úlfur hafi drepið þig, er þau sjá öll kúlgötin á andliti þínu...“ Frímerki Um 1.750.000 krónur eða 41.000 dalir var greitt fyrir hið einstæða 2 centa „trú- boðamerki" frá Hawaii, en það var eitt af merkjum þeim, sem boðin voru upp hjá uppboðsfirmanu Harm- ers í New York s.l. sumar. Merki þetta var úr frí- merkjasafni Burrus, en hin einstæðu landasöfn hans verið á uppboðum s.l. 2 til 3 ár og hafa mörg merki áður selzt fyrir mjög háar upphæðir, en ekkert þó í lík indum við þetta, enda mun hér vera um heimsmet að ræða. Hingað til hefur 1 cent merki frá Br. Guiana átt metið, en það var selt fyrir 32.900 dali árið 1921. — FK. IMMMIMMMnnMI 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.