Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 7
Sjá tindinn . . . . . . skríða skriður, klífa kletta . . .“ sagði Tómas í sínu fræga kvæði. Þessi orð áttu einkar vel við í dag, að baki lá Jósefsdalur og framundan VífilsfelL Við ætluðum að að ganga á fellið, hópur hraustra ungmenna á öllum aldri! Hingað til hafði ferðin geng ið vel, bíllinn náð alla leið í Jósefsdal og við komin a.m.k. tuttugu metra upp í skriðuna fyrir ofan veginn og þegar far- in að „líta yfir“ landið með gleði þess sem hefur sigrað tindinn. Við blésum ekki úr nös og lögðum ótrauð í skriðuna á ný, gengum fimmtíu metra upp, runnum þrjátíu metra til baka og höfðum þá bætt við öðrum tuttugu metrum. Áfram var haldið, upp, upp, svolítið niður og svo upp á ný, stundum á tveimur fótum og stundum á fjórum. En kemst þó hægt fari, skriðan þrjózk og þver vildi reka okkur niður, en við vor- um ennþá þrjózkari og þverari og vildum upp og þar kom að skriðuna þraut og við náðum á öxl Vífilsfells og gátum nú leyft okkur að blása úr vinstri nösinni og líta yfir landið; í norðri Lyklafell, Grímmanns- fell og Esja og næst okkur í austri Sauðadalshnúkar og Blá- kollur. Þeim þótti gott að setjast og njóta veðurblíðunnar í G53 m hæð Þarna blésu þeir úr báðum nösum, undjr tindi Vífilfells En ekki dugði að dægra hér ef hinn stolti tindur átti að sigrast í dag og engir gerðu sér þetta betur ljóst en strákarnir (en það eru þeir Runólfur, Jóhannes og Franklin sem gegndu því samheiti), en þeir voru þegar lagðir af stað og höfðu ekki einu sinni fyrir því að blása úr nös eins og við hin- ir. Nú var líka hægt að pjakka göngustafnum niður án þess að missa hann hálfan niður í jörð- ina eins og í skriðunni. Ferðin sóttist vel upp eilítið hallandi móbergsklappir og stalla og brátt áðum við undir klettun- um í efsta hluta fellsins. Ein- hver dró upp landabréf og nú upphófst getraun um fjalla- nöfn, sem vel hefði sómt sér í útvarpinu, en eftir samanburð á landi og korti varð okkur Ijóst að við sáum dlla leið aust- ur að Eyjafjöllum, suður í haf og norður á Draugahlíðar, ja „landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt“ E n tindurinn beið og nú var skipt liði til að leita uppgöngu um klettaborgina og auðvitað voru það strákarnir sem fundu leiðina og nú var klöngrazt meðfram klettunum og loks upp hlykkjótta klettaskoru sem náði upp úr klettabeltinu. Sum ir voru kannske örlítið loft- hræddir, en það mátti jú eng- inn vita, en nú var greiðfær leið að efsta tindi. En hvílík vonbrigði, hér á hæsta tindin- um blasti við mannvirki, stöp- ull mikill með koparplötu á endanum — það höfðu þá ein- hverjir komið hér áður! Einn af þeim bjartsýnu kom með þá tilgátu að „þessu hefði bara verið fleygt úr flugvél" og auðvitað hresstumst við heldur við það og áræddum að skoða gripinn nánar. Á plötuna voru grafin nöfn fjalla sem blöstu við, svo nú þurfti ekki lengur að þræta um hvort þetta væri Stóri-Meitill eða Stóra-Reykja- fell og svo frv. í vestri glamp- aði á þök höfuðborgarinnar og Seltjarnarnesið virtist sannar- lega „lítið og lágt“. Sviffluga hnitaði hringa yfir Fóelluvötn- um og Rjúpnadalshrauni og nokkrir oddfljúgandi fuglar stefndu norður yfir Myrkur- tjörn og Torfadalshrygg, kannske þeir hafi ætlað að heimsækja Kiljan eða þá Mos- fellinga. Þokubakki huldi Eyja fjallajökul að nokkru, Vest- mannaeyjar voru eins og hálf- gleymdur draumur úti við sjón hring og Húsfell, fyrir ofan Hafnarfjörð, var til að sjá eins og smáþúfa í hraunbreiðunni. E n sólin gekk sinn gang, hádegið liðið og mál að yfirgefa tindinn, enda orðið hvasst hér uppi og útlit fyrir rigningu. Ferðin niður gekk vel, stund- um of vel, a. m. k. þegar ég rann á rassinum eina þrjátíu metra áður en fæturnir komust aftur í eðlilega notkun. Brátt vorum við komin aftur niður í Jósefsdal, sum kannske svolít- ið þreytt, en við litum stolt til baka og horfðum til tindsins þar sem höfuð okkar komust í a. m. k. 656V2 metra hæð! Við vorum glöð og reif er við geng um yfir Ólafsskarð og kring um Sauðafellshnúka. Séinna þennan sama dag, þegar við vorum setzt upp í bílinn og ókum niður með Sandskeiði, litum við upp til Vífilsfells og einn unnandi fag urra ljóða mælti stundarhátt „. . . sjáðu tindinn, þarna fór Úrslit ritgerðarsamkeppninnar ' • ÍSLAND ÁRIÐ 2013 Þessari skemmtilegu rit- keppni, sem við boðuðum í vor, er nú lokið. Dómnefndin hefur setið á rökstólum og val- ið úr ritgerðum sem bárust. Ákveðið var að skipta fyrstu verðlaunum milli „Kúts“ og „Tveggja skyggnra" þar sem þær ritgerðir sýndu báðar skemmtilegt hugmyndaflug, hvor á sinn máta. „Kútur“ reyndist vera Jón Axel Egils- son Hringbraut 110 og „tvær skyggnar“ þær Ragnheiður og Svala Karlsdætur Hrefnugötu ♦ Ragnheiður og Svala.... .... meira upp á grín....... 7 Reykjavík. Lesbók æskunnar óskar þeim til hamingju og þakkar beim og öllum hinum fyrir góða þátttöku. Það var ánægjulegt að sjá hugmynda- flug ykkar og finna trú ykkar á framtíðina, en þau sem ekki hlutu verðlaun, viljum við þó hvetja til að halda áfram að skrifa, kannske gengur betur næst. Lesbók æskunnar mun birta tvær beztu ritgerðirnar í næstu tölublöðum. Systurnar Ragnheiður (18 ára) og Svala (15 ára) Karls- dætur, og þær segja: Þetta var meira svona upp á grín hjá okkur, eiginlega atti pabbi okkur út í þetta. — Einhver sérstök ástæða fyrir þessu útliti árið 2013? — Við höfum heyrt hjá eldra fólkinu um breytinguna síð- ustu 30 ár og fannst þetta því trúlegt, en þó að nokkru í grini. Framhald á bls. 13 Jón Axel Eiglisson .... búskap ur undir plasthimni....... 28. tölublaS 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.