Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1963, Blaðsíða 12
E n þessari ógnaröld lauk jafn snögglega og hún hófst. Keisarinn þreytt ist á þessu blóðbaði. En reiðiköstin voru söm við sig, og öðru hverju fyrirskip- aði hann aftöku einhvers, eða lamdi mann til bana með járnstaf sínum. Tveimur árum fyrir dauða sinn drap hann í einu reiðikastinu eldra son sinn, ívan erfðaprins, sem hann elskaði. Til- hugsunin um það, að yngri sonurinn, Fjodor, erfði ríkið, píndi hann til dauða dags. Daginn sem hann dó bað hann þjón- ustuliðið að sýna sér alla skartgripi, sem hann átti, en settist síðan niður og fór að tefla skák. Hann var að leika, þegar bann hneig snögglega niður. Það var ár- ið 1584. Hann var 53 ára og hafði set- ið að ríkjum í 37 ár. Og 700 ára gömul konungsætt hans var þar með útdauð. Eftirmaður hans í hásætinu varð Foj- dor, en sá sem stjórnaði raunverulega var Bóris Gódúnov, Tartari og aðalhirð- stjóri — eini maðurinn sem hann hafði nokkurntíma treyst. Fojdor var við völd til dauðadags, 1598, en þá var Bór- is Gódúnov gerður að keisara. E nginn maður hefur nokkurntíma lýst innræti ívans grimma jafn vel og Sergei Eisenstein, kvikmyndastjórinn, sem vann af kappi öll stríðsárin að þrí- leik, sem skyldi lýsa öllu lífi ívans vand lega. Hann sagði um þessa mynd, að hann ætlaði sér engu að leyna og úr engu að draga, hann mundi skapa per- sónu, „hræðilega og töfrandi, aðlaðandi og ógnarlega.“ Fyrsta hlutanum var lokið 1944, og 1946 hafði hann lokið við annan hlut- ann, „Boyara-uppreisnina“, sem lýsir ívan með morðástríðuna, skelfdum af hræðslu og sjáandi tilræði við sig alla vega. Stalín sá „Boyara-uppreisnina" og stakk henni undir stól; hefur líkast til séð of margt líkt með grimmdinni í ívan og sinni eigin grimmd. Myndin var ekki gefin frjáls fyrr en sjö árum eftir dauða Stalíns. „Boyarauppreisnin“ er ein stórfeng- legasta mynd, sem nokkurntíma hefur verið gerð, og jafnframt sú ægilegasta. Þessi brjálaði, sviksami og kvaldi keis- ari lætur kvalir sínar koma niður á þjóð sinni. Illvirki hans elta hann, hvar sem hann fer; hann er að deyja af sjálfskapar-kvölum konungs sem er Híann fékk þá flugu, að hin forna borg Novgorod hefði uppreisn í huga gegn honum, og lagði því af stað, hægt og rólega, í áttina þangað, ásamt oprich- uiki sínum, rændi klaustur og kveikti í borginni Tver á leiðinni. Þegar til Novgorod kom, lét hann kalla saman alla aðalsmenn, kaupmenn og borgar- stjórnarmenn og þá koma á sinn fund, ásamt konum þeirra og börnum, og tók síðan að pynda þá, þangað til þeir létu uppskátt, hvar peningar þeirra og dýr- gripir voru geymdir, en lét síðan drekkja þeim í ánni. MORÐ. Gagntekinn af samvizkubiti fa ðmar ívan lík sonar síns, ríkiserfingjans, sem hann drap í reiðikasti. „Boyjara-uppreisnin“. f þessum öðrum hluta sögumyndarinnar um ævi fvans lék Eisenstein brjálaða keisarann (t.h.). Hér setur hann yngra son sinn í hásæt- ið til að villa um fyrir væntanlegum morðingjum. | „Engum öðrum ... j Framhald af bls. 1. I van hræddist alla, en mest þó alla erfðaprinsana og aðalsmennina, sem voru eins og mý á mykjuskán við hirð hans. Til þess að losna við þá kom hann sér upp heilum her morð- ir.gja, sem kallaðir voru oprichniki og sóru að helga líf sitt keisaranum einum. Þeir báru svarta einkennisbúninga, riðu svörtum hestum með svörtu söðulreiði, Ofc’ höfðu hundshaus og kúst á hnakk- boganum. Itundshausinn táknaði það, að þeir mundu bíta og éta óvini sína, en kúst- urinn, að þeir mundu sópa burt erfða- prinsunum og aðalsmönnunum. í raun- inni þýddu hundshausarnir og kústarn- ir eitt og það sama. Þessum oprichniki vcru gefnar frjálsar hendur um morð, nauðganir og rán. Höfuðstöðvar þeirra voru í höll ívans í Alexandrov, um 100 mílum fyrir vestan Moskvu, en þar voru í kjöllurunum pyndingatæki og birnir í búri til að rífa fangana sundur. ívan sýndi furðumikinn áhuga á pynd- ingum, og honum eru jafnvel eignaðar nýjar uppfinningar á því sviði. Hvar- vetna sá hann samræmi. En með því að koma á fót þessum svartklædda her til að útrýma aðalsmönnunum gerði hann það óumflýjanlegt, að þeir risi gegn honum. „Slík var hin óstjórnlega grimmd zars ins og slík var reíði Guðs,“ segir sagna- ritarinn, „að í fimm vikur var þúsund manns á dag, stundum fimmtán hundr- uðum, kastað í ána og menn þóttust sælir þá dagana, sem ekki nema fimm eða sex hundruðum var drekkt“. Einn dag gerðist það, að heilagur trúður — einn þessara heilögu föru- manna sem nutu forréttinda í landinu og Rússar kalla yurodivy — bauð keis- aranum hrátt ket. „Það er einkenni- legt“, sagði trúðurinn, „að þú, sem lif- ir á mannaketi, skulir ekki vilja þetta ket“. dæmdur til að þykja heimurinn illur og verður æ meiri harðstjóri, eftir því sem grunur nærist á grun og morð á morði, og útkoman verður mynd — ekki af ívan einum, heldur og af Stalín. Vitað eða óvitað er Eisenstein að draga upp mynd af böli sinnar eigin samtíðar. En það er nú alltaf góðs viti ef harð- stjórar eru grafnir upp, því að alltaf er það til, að eitthvað megi fræðast af bein- um þeirra. ívan grimmi, „svipa Guðs og ógnvaldur landsins", liggur nú á borði í lannsóknarstofu. Fleiri bíða þess að koma þangað á eftir honum. Lokunartímínn Framhald af bls. 8 G.H.G.: Menn geta því selt mjólk, kjöt og hvað sem er á kvöldin? S.M.: Já. G.H.G.: Mér finnst það afar mikil- vægt atriði, hvort hljótast af þessu allverulegar verðhækkanir. S.M.: Athuganir okkar sameiginlega munu væntanlega leiða það í ljós. G.H.G.: Mig langar til að benda á, - ð vinnutími hefur mismunandi gildi eftir livort hann er unninn fyrir klukkan 5 á daginn eða eftir. Þessvegna liggur það í augum uppi að ef þetta verður fram- kvæmt samkvæmt samþykktinni, er sér hver vinnutími eftir klukkan 7 jafn verðmætur tveimur dagvinnutímum. Ef við gerum ráð fyrir að opið sé á föstudögum til tíu, þá er þarna um þrjá viðbótartíma að ræða samsvarandi sex dagvinnutímum. Hvernig mynduð þið til dæmis meta þetta? S.M.: Þetta verður að meta í samein- ingu. G.H.G.: Verzlunarfólk óskar ekki eftir neinni breytingu frá því sem nú er. Og vil ég skírskota til yfirlýs- ingu verzlunarmanna í þessu máli. L: Ef verzlunarmenn gangast ekki inn á breytingu á tilhögun vinnunnar, er þá líklegt, Sigurður, að stórverzlun- um verði lokað klukkan sex, en þær minni, þar sem kaupmaðurinn getur sjálfur afgreitt, verði opnar til 10 t. d. á föstudögum. S.M.: Eina tilfellið að það ástand geti skapast væri eins og þú segir á föstu- dögum. En Guðmundur, úr því að sam- tök verzlunarfólks hafa gert samninga um vinnu á kvöldsölustöðum allt til kl. hálf tólf á kvöldin, hvað mælir þá á móti því að verzlunarfólk almennt fall- ist á afbrigðilegan vinnutíma að ein- hverju leyti? G.H.G.: Verzlunarmannafélag Reykja víkur gerði sérsamning við starfsfólk í söluturnum. Fæst starfsfólk söluturn- anna hefur það að fullri atvinnu, og það er örlítið brot af félagsmönnum. Þeir samningar eru mjög afbrigðilegir og hafa tiltölulega lítil áhrif á málefni stéttarinnar sem heildar. Hér er um undantekningu að ræða. Það hefur ver- ið og er meginstefna verzlunarmanna, að vinnutími skuli vera svo sem samn- ingar segja til nú. L: Sigurður reiknar ekki með að kvöldsala eða lengri sölutími á föstu- dögum leiði til lengri vinnu hjá verzl- unarfólki. Getur það falið í sér að verzl anir opni ekki jafnsnemma á föstudags- morgnum og aðra daga? S.M.: Ef verzlunarfólk vinnur lengur á föstudögum en aðra daga kemur til athugunar að sama fólkið fengi frí á óðrum tímum í staðinn. L: Þarf þá ekki nýja starfskrafta í stað þeirra. S.M.: Ekki endanlega. Það er hægt að gefa íólki frí á víxl. Það er ekki alltaf jafnmikið að gera. L: Og þessi samþykkt borgarstjórnar- innar nær vitanlega aðeins til Reykja- vikur. Telur þú líklegt, Sigurður, að 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.